Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 18:56 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm „Ég held að það gæti orðið töluvert meira,“ svaraði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurður hvort þessi nýja bylgja kórónuveirunnar, sem hann óttast að eigi eftir að fara af stað á næstu vikum, verði meiri eða minni en sú sem Íslendingar glímdu við í kringum verslunarmannahelgina. Kári svaraði þessu í Reykjavík síðdegis í dag. „Vegna þess að við erum með þetta marga sem finnast á einum degi, dreifðir víða um samfélagið og tólf af þeim utan sóttkvíar,“ svaraði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Reykjavík síðdegis hér. Fréttastofa ræddi einnig við Kára í dag þar sem hann sagðist nokkuð bjartsýnn á að það muni takast að kveða niður útbreiðslu veirunnar næstu vikurnar. Hann telur möguleika á að aðgerðir verði hertar en segir það í höndum sóttvarnayfirvalda. Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær en aðeins einn þeirra var í sóttkví. Ekki hafa greinst fleiri með veiruna á einum sólarhring innanlands síðan 6. ágúst þegar 16 greindust „Mér lýst býsna vel á stöðuna almennt. Ég held að við séum í góðri aðstöðu á Íslandi til að ná utan um þetta smit. Við gerum það með því að hafa tiltölulega stífa síu á landamærunum þar sem við skimum tvisvar og höfum sóttkví á milli,“ segir Kári. Hægt er að sjá viðtalið við Kára hér fyrir neðan: „Græna veiran“ valdið usla Hann segir það hafa gengið vel en Íslendingar séu enn að glíma við ákveðið stökkbreytingamynstur veirunnar sem slapp í gegnum landamærin í sumar og hefur sprottið upp víða í samfélaginu. Þetta afbrigði hegðar sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi. „Grænan veiran“ hefur skotið upp kollinum víða í samfélaginu síðan í sumar. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining hefur kallað þetta afbrigði „grænu veiruna“ og hefur smitrakningateymið notast við sama heiti við sína vinnu. Ástæðan fyrir því að þessi „græna veira“ hefur fengið svo mikla athygli er sú að ekki hefur tekist að rekja uppruna hennar. Kári hefur áður sagt að hann telji líklegast að veiran komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en þetta tiltekna afbrigði er ekki þar að finna. Kári telur líklegt að þessi „græna veira“, sem hefur valdið usla hér á landi, eigi upptök sín í Austur Evrópu. Allir sem greindust með veiruna í gær voru með þetta tiltekna afbrigði í sér, en það hefur meðal annars valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá, en það greindist fyrst 25. júlí í Kópavogi. Fólk sem fer hratt og víða í samfélaginu Kári segir þá sem greindust í gær vera víða í samfélaginu, í háskólum og ýmsum fyrirtækjum. Háskólinn í Reykjavík greindi frá því í dag að tveir nemendur hefðu greinst með veiruna. Háskóli Íslands greindi frá því að tveir starfsmenn skólans væru meðal nýsmitaðra. Smit sem tengjast skólanum eru alls orðin fimm. Þá greindust tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Reykjavík með kórónuveiruna. „Fólkið var með mikið magn af veiru í sér og þess vegna töluvert smitandi,“ segir Kári sem býst við talsverðum skelli næstu vikurnar. Talsvert er lagt upp úr sóttvörnum í Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég er svolítið smeykur að við eigum eftir að sjá töluverða bylgju af smitum, eftir viku til tvær vikur, en ég er alveg handviss um að við komum til með að ná utan um það. Til að geta gert það þurfum við að bregðast við af krafti,“ segir Kári Stefánsson. Íslensk erfðagreining hefur boðist til að skima alla í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Og ein af ástæðunum er sú að þessi smit hafa verið að skjóta upp kollinum í þessum aldurshópi. Fólks sem er í háskólum og fer hratt og víða í samfélaginu,“ segir Kári. Þessir þrettán sem greindust eru í hópi ungs fólks, utan eins eldri einstaklings sem þurfti á sjúkrahússinnlögn að halda. Þriðja afbrigðið skaut upp kollinum Eins og fyrr segir hefur „græna veiran“ valdið talsverðum usla. Annað afbrigði veirunnar greindist þó í sumar sem var rakið til erlends ríkisborgara búsettum í Ísrael. Þriðja afbrigðið skaut þó upp kollinum fyrir skemmstu. Kári segir þriðja afbrigði veirunnar hafa gert vart við sig hér á landi en það hafi verið kveðið niður. Vísir/Einar „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna. Þannig að ég held að það eina sem er raunverulega að breiðast meðal fólks í dag er þetta afbrigði sem við tengdum við Akranes og Hótel Rangá. Það er fágætt afbrigði, ekki mikið af því í alþjóðlegum gagnagrunnum en hefur ná að breiða sér út á Íslandi,“ segir Kári. Létu sig dreyma um hefðbundið skólastarf í síðustu viku Í ljósi þess að áhyggjur eru um að veiran sé mögulega útbreidd meðal fólks í háskólum í borginni telur Kári enga ástæðu að auka við þann hóp sem situr í hverri stofu fyrir sig í dag. „Við vorum að láta okkur dreyma um í lok síðustu viku þann möguleika að leyfa nemendum að sækja tíma á svipaðan máta og ekkert væri að gerast, þeir væru bara með sóttvarnagrímu. En ég held að það verði að bíða svolítið.“ Möguleiki á hertum aðgerðum Spurður hvort að Íslendingar þurfi að huga betur að persónubundnum sóttvörnum svarar Kári að hann telji að þjóðin sé nokkuð samviskusöm í því. „En ég held að það sé smá möguleiki á að við verðum að grípa til meiri takmarkana á hegðun fólks. Kannski minnka þann hóp sem má koma saman eða grípa aftur til tveggja metra reglu. Það er sóttvarnayfirvalda að ákveða slíkt. Við erum hér til að reyna að búa til skilning á því sem er að gerast þannig að menn hafi forsendur til að taka slíkar ákvarðanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu“ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. 16. september 2020 18:23 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég held að það gæti orðið töluvert meira,“ svaraði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurður hvort þessi nýja bylgja kórónuveirunnar, sem hann óttast að eigi eftir að fara af stað á næstu vikum, verði meiri eða minni en sú sem Íslendingar glímdu við í kringum verslunarmannahelgina. Kári svaraði þessu í Reykjavík síðdegis í dag. „Vegna þess að við erum með þetta marga sem finnast á einum degi, dreifðir víða um samfélagið og tólf af þeim utan sóttkvíar,“ svaraði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Reykjavík síðdegis hér. Fréttastofa ræddi einnig við Kára í dag þar sem hann sagðist nokkuð bjartsýnn á að það muni takast að kveða niður útbreiðslu veirunnar næstu vikurnar. Hann telur möguleika á að aðgerðir verði hertar en segir það í höndum sóttvarnayfirvalda. Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær en aðeins einn þeirra var í sóttkví. Ekki hafa greinst fleiri með veiruna á einum sólarhring innanlands síðan 6. ágúst þegar 16 greindust „Mér lýst býsna vel á stöðuna almennt. Ég held að við séum í góðri aðstöðu á Íslandi til að ná utan um þetta smit. Við gerum það með því að hafa tiltölulega stífa síu á landamærunum þar sem við skimum tvisvar og höfum sóttkví á milli,“ segir Kári. Hægt er að sjá viðtalið við Kára hér fyrir neðan: „Græna veiran“ valdið usla Hann segir það hafa gengið vel en Íslendingar séu enn að glíma við ákveðið stökkbreytingamynstur veirunnar sem slapp í gegnum landamærin í sumar og hefur sprottið upp víða í samfélaginu. Þetta afbrigði hegðar sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi. „Grænan veiran“ hefur skotið upp kollinum víða í samfélaginu síðan í sumar. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining hefur kallað þetta afbrigði „grænu veiruna“ og hefur smitrakningateymið notast við sama heiti við sína vinnu. Ástæðan fyrir því að þessi „græna veira“ hefur fengið svo mikla athygli er sú að ekki hefur tekist að rekja uppruna hennar. Kári hefur áður sagt að hann telji líklegast að veiran komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en þetta tiltekna afbrigði er ekki þar að finna. Kári telur líklegt að þessi „græna veira“, sem hefur valdið usla hér á landi, eigi upptök sín í Austur Evrópu. Allir sem greindust með veiruna í gær voru með þetta tiltekna afbrigði í sér, en það hefur meðal annars valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá, en það greindist fyrst 25. júlí í Kópavogi. Fólk sem fer hratt og víða í samfélaginu Kári segir þá sem greindust í gær vera víða í samfélaginu, í háskólum og ýmsum fyrirtækjum. Háskólinn í Reykjavík greindi frá því í dag að tveir nemendur hefðu greinst með veiruna. Háskóli Íslands greindi frá því að tveir starfsmenn skólans væru meðal nýsmitaðra. Smit sem tengjast skólanum eru alls orðin fimm. Þá greindust tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Reykjavík með kórónuveiruna. „Fólkið var með mikið magn af veiru í sér og þess vegna töluvert smitandi,“ segir Kári sem býst við talsverðum skelli næstu vikurnar. Talsvert er lagt upp úr sóttvörnum í Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég er svolítið smeykur að við eigum eftir að sjá töluverða bylgju af smitum, eftir viku til tvær vikur, en ég er alveg handviss um að við komum til með að ná utan um það. Til að geta gert það þurfum við að bregðast við af krafti,“ segir Kári Stefánsson. Íslensk erfðagreining hefur boðist til að skima alla í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Og ein af ástæðunum er sú að þessi smit hafa verið að skjóta upp kollinum í þessum aldurshópi. Fólks sem er í háskólum og fer hratt og víða í samfélaginu,“ segir Kári. Þessir þrettán sem greindust eru í hópi ungs fólks, utan eins eldri einstaklings sem þurfti á sjúkrahússinnlögn að halda. Þriðja afbrigðið skaut upp kollinum Eins og fyrr segir hefur „græna veiran“ valdið talsverðum usla. Annað afbrigði veirunnar greindist þó í sumar sem var rakið til erlends ríkisborgara búsettum í Ísrael. Þriðja afbrigðið skaut þó upp kollinum fyrir skemmstu. Kári segir þriðja afbrigði veirunnar hafa gert vart við sig hér á landi en það hafi verið kveðið niður. Vísir/Einar „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna. Þannig að ég held að það eina sem er raunverulega að breiðast meðal fólks í dag er þetta afbrigði sem við tengdum við Akranes og Hótel Rangá. Það er fágætt afbrigði, ekki mikið af því í alþjóðlegum gagnagrunnum en hefur ná að breiða sér út á Íslandi,“ segir Kári. Létu sig dreyma um hefðbundið skólastarf í síðustu viku Í ljósi þess að áhyggjur eru um að veiran sé mögulega útbreidd meðal fólks í háskólum í borginni telur Kári enga ástæðu að auka við þann hóp sem situr í hverri stofu fyrir sig í dag. „Við vorum að láta okkur dreyma um í lok síðustu viku þann möguleika að leyfa nemendum að sækja tíma á svipaðan máta og ekkert væri að gerast, þeir væru bara með sóttvarnagrímu. En ég held að það verði að bíða svolítið.“ Möguleiki á hertum aðgerðum Spurður hvort að Íslendingar þurfi að huga betur að persónubundnum sóttvörnum svarar Kári að hann telji að þjóðin sé nokkuð samviskusöm í því. „En ég held að það sé smá möguleiki á að við verðum að grípa til meiri takmarkana á hegðun fólks. Kannski minnka þann hóp sem má koma saman eða grípa aftur til tveggja metra reglu. Það er sóttvarnayfirvalda að ákveða slíkt. Við erum hér til að reyna að búa til skilning á því sem er að gerast þannig að menn hafi forsendur til að taka slíkar ákvarðanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu“ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. 16. september 2020 18:23 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu“ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. 16. september 2020 18:23
Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42