„Maðurinn minn hefði ekki farið frá mér óléttri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2020 23:01 Söngkonan ástsæla Þórunn Antonía var í opinskáu og einlægu viðtali við Völu Matt í Íslandi í dag þar sem hún ræddi um þá þungbæru reynslu þegar þáverandi kærasti hennar yfirgaf hana þegar hún var komin fjóra mánuði á leið með barn þeirra. Söngkonan Þórunn Antonía var einstæð með dóttur sína fimm ára þegar hún eignaðist svo sitt annað barn fyrir ári síðan. Hún lenti í mikilli ástarsorg þegar þáverandi kærasti hennar yfirgaf hana þegar hún var komin fjóra mánuði á leið með barn þeirra. Hún ræddi þessa þungbæru reynslu í einlægu viðtali við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld en Þórunn Antonía segist vilja opna umræðuna um stöðu kvenna sem lenda í því að verða einhleypar annað hvort á meðgöngu eða rétt eftir barnsburð. „Ég er ekki glansmynd, ég er manneskja og ég er ekki hrædd við að sýna að ég sé manneskja. Ég er bara mannleg, ég er bara stelpa, ég er kona, ég er mamma, ég er vinkona, ég er dóttir. Ég fer að gráta þegar hlutir eru erfiðir, ég fer að gráta þegar hlutir eru fallegir. Ég er bara opin tilfinningalega og mér finnst ég sem manneskja sem vekur áhuga fólks og er allt í einu með 11.400 manns á Instagraminu mínu að fylgjast með mér, mér finnst ég bera samfélagslega skyldu að vera ekki að selja einhverja fullkomnun sem er ekki til,“ segir Þórunn Antonía. Forgangsraðar hvíld sem einstæð móðir með tvö lítil börn Þess vegna hafi hún til að mynda birt myndir af sér ómálaðri og „filterslausri“ og sýnt myndir úr eldhúsinu sínu þar sem er serjós og kattamaðtur úti um allt. „Og ég svo þreytt að ég er gráti næst. Það má. Það er ógeðslega erfitt að vera foreldri, sama hvort maður sé einstæður, í sambandi, giftur, hvort sem maður á tíu börn eða eitt barn. Maður má alveg segja að það sé erfitt af því að þetta er fallegasta og mikilvægasta hlutverk í lífinu.“ Sem einstæð móðir með tvö lítil börn segist Þórunn Antonía hafa þurft að forgangsraða og hún hafi forgangsraðað hvíld. „Ég hef ekki forgangsraðað því að fara í ræktina eða að fara að vinna of snemma eða hafa fullkomið heimili. Ég hef þurft að forgangsraða hvíld. Ég fór í mjög erfiðan bráðakeisara og samgróningaaðgerð og alls konar slíkt og ég var bara algjörlega búin á því. Það voru ákveðnir erfiðleikar þarna fyrst sem tóku bara allt frá mér og ég er svona núna að komast upp úr því.“ Og svo varstu líka í ástarsorg? „Já, ég var í ástarsorg og mér finnst það líka svo fallegt þegar fólk nær að segja það upphátt af því að hversu heppinn er maður að fá að elska? Og þetta var 100 prósent ekki maðurinn minn því maðurinn minn hefði ekki farið frá mér óléttri. Það er ekki maðurinn sem mig langaði að byggja líf mitt með. Langaði mig að halda rosa fast í þennan mann þegar ég var ólétt? Auðvitað af því að það er það sem heilinn minn og líkaminn og fjölskyldumengið er að segja. Þakka ég konunni sem tók þennan mann, skilurðu, mjög snemma eftir að við hættum saman? Ó, já, hún er bara hetja í mínum augum. Ég þakka henni kærlega fyrir því þetta er bara allt fyrir bestu og ég óska þeim alls hins besta.“ Vill opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna Þórunn Antonía ákvað síðan að setja sig í samband við konur í sömu stöðu, það er sem verða einhleypar á meðgöngu, og gera sjálfstæða rannsókn á hugarheimi og tilfinningalífi þeirra. „Af því að ég fann svo lítið um þetta. Ég fann svo lítinn stuðning. Ég fór og leitaði mér hjálpar eins og allir sem ganga í gegnum erfiðleika ættu að gera og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Ég fór og leitaði mér hjálpar hjá geðlækni, hjá sálfræðingi, hjá alls konar teymum og mér fannst rosa ríkt í öllum bara: „Nú þarftu bara að finna valkyrjuna í þér og standa þig,“ og þegar maður er bara gjörsamlega mölbrotinn, það er ekki eitthvað sem er hægt að segja við manneskju. Þú segir ekkert manneskju sem er að drepast úr þunglyndi „Stattu bara upp.“ Þetta er miklu flóknara ferli.“ Hún segir allar konurnar sem hún ræddi við hafa upplifað sjálfsmorðshugsanir. „Þeim langaði að deyja, þær sjá ekki fram á að standa sig en móðureðlið er svo sterkt að það þorir engin að tala opinskátt um þetta. Það vill enginn heyra ólétta konu segja: „Ég held að mig langi ekki að lifa lengur,“ af því að það er svo mikið tabú í fyrsta lagi að vera ólétt og vera ekki ótrúlega þakklát fyrir þá gjöf af því að ekki allir geta eignast börn og allt þetta. Þess vegna hef ég bara talað opinskátt um þetta. Það er ekki til að kasta neinum skugga á barnsfaðir minn, það er einfaldlega til þess að opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna,“ segir Þórunn Antonía en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Ísland í dag Hveragerði Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía var einstæð með dóttur sína fimm ára þegar hún eignaðist svo sitt annað barn fyrir ári síðan. Hún lenti í mikilli ástarsorg þegar þáverandi kærasti hennar yfirgaf hana þegar hún var komin fjóra mánuði á leið með barn þeirra. Hún ræddi þessa þungbæru reynslu í einlægu viðtali við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld en Þórunn Antonía segist vilja opna umræðuna um stöðu kvenna sem lenda í því að verða einhleypar annað hvort á meðgöngu eða rétt eftir barnsburð. „Ég er ekki glansmynd, ég er manneskja og ég er ekki hrædd við að sýna að ég sé manneskja. Ég er bara mannleg, ég er bara stelpa, ég er kona, ég er mamma, ég er vinkona, ég er dóttir. Ég fer að gráta þegar hlutir eru erfiðir, ég fer að gráta þegar hlutir eru fallegir. Ég er bara opin tilfinningalega og mér finnst ég sem manneskja sem vekur áhuga fólks og er allt í einu með 11.400 manns á Instagraminu mínu að fylgjast með mér, mér finnst ég bera samfélagslega skyldu að vera ekki að selja einhverja fullkomnun sem er ekki til,“ segir Þórunn Antonía. Forgangsraðar hvíld sem einstæð móðir með tvö lítil börn Þess vegna hafi hún til að mynda birt myndir af sér ómálaðri og „filterslausri“ og sýnt myndir úr eldhúsinu sínu þar sem er serjós og kattamaðtur úti um allt. „Og ég svo þreytt að ég er gráti næst. Það má. Það er ógeðslega erfitt að vera foreldri, sama hvort maður sé einstæður, í sambandi, giftur, hvort sem maður á tíu börn eða eitt barn. Maður má alveg segja að það sé erfitt af því að þetta er fallegasta og mikilvægasta hlutverk í lífinu.“ Sem einstæð móðir með tvö lítil börn segist Þórunn Antonía hafa þurft að forgangsraða og hún hafi forgangsraðað hvíld. „Ég hef ekki forgangsraðað því að fara í ræktina eða að fara að vinna of snemma eða hafa fullkomið heimili. Ég hef þurft að forgangsraða hvíld. Ég fór í mjög erfiðan bráðakeisara og samgróningaaðgerð og alls konar slíkt og ég var bara algjörlega búin á því. Það voru ákveðnir erfiðleikar þarna fyrst sem tóku bara allt frá mér og ég er svona núna að komast upp úr því.“ Og svo varstu líka í ástarsorg? „Já, ég var í ástarsorg og mér finnst það líka svo fallegt þegar fólk nær að segja það upphátt af því að hversu heppinn er maður að fá að elska? Og þetta var 100 prósent ekki maðurinn minn því maðurinn minn hefði ekki farið frá mér óléttri. Það er ekki maðurinn sem mig langaði að byggja líf mitt með. Langaði mig að halda rosa fast í þennan mann þegar ég var ólétt? Auðvitað af því að það er það sem heilinn minn og líkaminn og fjölskyldumengið er að segja. Þakka ég konunni sem tók þennan mann, skilurðu, mjög snemma eftir að við hættum saman? Ó, já, hún er bara hetja í mínum augum. Ég þakka henni kærlega fyrir því þetta er bara allt fyrir bestu og ég óska þeim alls hins besta.“ Vill opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna Þórunn Antonía ákvað síðan að setja sig í samband við konur í sömu stöðu, það er sem verða einhleypar á meðgöngu, og gera sjálfstæða rannsókn á hugarheimi og tilfinningalífi þeirra. „Af því að ég fann svo lítið um þetta. Ég fann svo lítinn stuðning. Ég fór og leitaði mér hjálpar eins og allir sem ganga í gegnum erfiðleika ættu að gera og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Ég fór og leitaði mér hjálpar hjá geðlækni, hjá sálfræðingi, hjá alls konar teymum og mér fannst rosa ríkt í öllum bara: „Nú þarftu bara að finna valkyrjuna í þér og standa þig,“ og þegar maður er bara gjörsamlega mölbrotinn, það er ekki eitthvað sem er hægt að segja við manneskju. Þú segir ekkert manneskju sem er að drepast úr þunglyndi „Stattu bara upp.“ Þetta er miklu flóknara ferli.“ Hún segir allar konurnar sem hún ræddi við hafa upplifað sjálfsmorðshugsanir. „Þeim langaði að deyja, þær sjá ekki fram á að standa sig en móðureðlið er svo sterkt að það þorir engin að tala opinskátt um þetta. Það vill enginn heyra ólétta konu segja: „Ég held að mig langi ekki að lifa lengur,“ af því að það er svo mikið tabú í fyrsta lagi að vera ólétt og vera ekki ótrúlega þakklát fyrir þá gjöf af því að ekki allir geta eignast börn og allt þetta. Þess vegna hef ég bara talað opinskátt um þetta. Það er ekki til að kasta neinum skugga á barnsfaðir minn, það er einfaldlega til þess að opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna,“ segir Þórunn Antonía en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Ísland í dag Hveragerði Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira