Segir umræðuna um fjölbreytni í leikhúsum þarfa Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2020 11:50 Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hari Hugsa þarf um hvaða sögur verið er að segja og hvernig sagt er frá þeim. Það á við leikhús landsins og aðrar birtingar í fjölmiðlum, eins og kvikmyndir. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Leikkonan Aldís Amah Hamilton, gagnrýndi leikhús á Íslandi í færslu gær og sagði leikhóp Þjóðleikhússins nokkuð einsleitan í ár. Vitnaði hún í forsíðuauglýsingu Þjóðleikhússblaðsins. Kallaði hún eftir fjölbreyttari flóru í leikhúsunum. Magnús Geir segir færslu Aldísar hafa verið góða og að umræðan sé þörf. Í öllum leikhúsum vilji fólk segja sögur sem skipti máli, taki á málefnum líðandi stundar og endurspegli samfélagið sem við lifum í. „Við viljum, hér í Þjóðleikhúsinu eins og í hinum leikhúsunum, auðvitað að það sé fjölbreyttur hópur og fólk af blönduðum uppruna sem birtist á sviðum leikhússins,“ segir Magnús Geir. Hann segir leikarar af blönduðum uppruna hafi verið í leikarahópi Þjóðleikhússins. Séu í hópnum í vetur og verði í hópum framtíðarinnar. „Ég get vel tekið undir með Aldísi um að hlutfalls fólks af ólíkum uppruna þarf að aukast á sviðum landsins í náninni framtíð – að því munum við vinna – það er okkar ábyrgð,“ segir þjóðleikhússtjóri. Magnús Geir vísar í Þjóðleikhússblaðið þar sem meðal annars má finna upplýsingar um Loftið, tilraunaþróunarverkstæði þar sem þrjú verk eru í þróun. Í öllum þremur er fólk af blönduðum uppruna og meðal annars er verið að taka á því að vera af blönduðum uppruna og búa á Íslandi. Þetta séu verk sem stefnt sé að rati á svið í náinni framtíð. „Við erum að hugsa bæði um leikarana sem birtast á sviðinu og líka sögurnar sem verið er að segja,“ segir Magnús Geir. Í blaðinu segir að Loftið sé nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verði staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Leikhóparnir Konserta og Elefant komi þar að. „Við vonum að það komi spennandi verk úr þessum smiðjum sem endi í framhaldinu á sviðunum,“ segir Magnús Geir. „Við lítum á þetta sem langtímaverkefni en ég er alveg sammála Aldísi og er þakklátur fyrir brýninguna. Við erum að hlusta og á sömu vegferð.“ Leikhús Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hugsa þarf um hvaða sögur verið er að segja og hvernig sagt er frá þeim. Það á við leikhús landsins og aðrar birtingar í fjölmiðlum, eins og kvikmyndir. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Leikkonan Aldís Amah Hamilton, gagnrýndi leikhús á Íslandi í færslu gær og sagði leikhóp Þjóðleikhússins nokkuð einsleitan í ár. Vitnaði hún í forsíðuauglýsingu Þjóðleikhússblaðsins. Kallaði hún eftir fjölbreyttari flóru í leikhúsunum. Magnús Geir segir færslu Aldísar hafa verið góða og að umræðan sé þörf. Í öllum leikhúsum vilji fólk segja sögur sem skipti máli, taki á málefnum líðandi stundar og endurspegli samfélagið sem við lifum í. „Við viljum, hér í Þjóðleikhúsinu eins og í hinum leikhúsunum, auðvitað að það sé fjölbreyttur hópur og fólk af blönduðum uppruna sem birtist á sviðum leikhússins,“ segir Magnús Geir. Hann segir leikarar af blönduðum uppruna hafi verið í leikarahópi Þjóðleikhússins. Séu í hópnum í vetur og verði í hópum framtíðarinnar. „Ég get vel tekið undir með Aldísi um að hlutfalls fólks af ólíkum uppruna þarf að aukast á sviðum landsins í náninni framtíð – að því munum við vinna – það er okkar ábyrgð,“ segir þjóðleikhússtjóri. Magnús Geir vísar í Þjóðleikhússblaðið þar sem meðal annars má finna upplýsingar um Loftið, tilraunaþróunarverkstæði þar sem þrjú verk eru í þróun. Í öllum þremur er fólk af blönduðum uppruna og meðal annars er verið að taka á því að vera af blönduðum uppruna og búa á Íslandi. Þetta séu verk sem stefnt sé að rati á svið í náinni framtíð. „Við erum að hugsa bæði um leikarana sem birtast á sviðinu og líka sögurnar sem verið er að segja,“ segir Magnús Geir. Í blaðinu segir að Loftið sé nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verði staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Leikhóparnir Konserta og Elefant komi þar að. „Við vonum að það komi spennandi verk úr þessum smiðjum sem endi í framhaldinu á sviðunum,“ segir Magnús Geir. „Við lítum á þetta sem langtímaverkefni en ég er alveg sammála Aldísi og er þakklátur fyrir brýninguna. Við erum að hlusta og á sömu vegferð.“
Leikhús Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira