Kastvegalengd Guðna hefði dugað til ólympíugulls Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2020 08:00 Guðni Valur Guðnason hefur keppt á stórmótum síðustu ár, meðal annars EM í Berlín 2018. vísir/getty Risakast Guðna Vals Guðnasonar í Laugardalnum á miðvikudag er tæplega metra lengra en sigurkast Christoph Harting á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fjórum árum. Guðni kastaði kringlunni 69,35 metra og bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar, á Haustkastmóti ÍR. Hafa ber í huga að nokkur vindur var í Laugardalnum þegar Guðni setti metið en öfugt við það sem gengur og gerist í hlaup- og stökkgreinum þá er vindur ekki mældur í kastgreinum. Vindhraði hefur því ekki áhrif á það hvort met teljist gilt. Harting kastaði 68,37 metra á Ólympíuleikunum í Ríó og það er jafnframt hans lengsta kast á ferlinum. Guðni varð í 21. sæti á þeim leikum þar sem hann kastaði 60,45 metra, en hann hefði þurft 62,69 metra kast til að komast í 12 manna úrslitin. Lengra en sigurkastið á langflestum stórmótum Íslandsmetvegalengd Guðna er lengri en sigurkastið á langflestum heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum í sögunni. Eins og fram hefur komið er árangur Guðna í gær sá fimmti besti í heiminum í ár. Frá upphafi hafa aðeins 39 kringlukastarar kastað lengra en 69,35 metra. Þjóðverjinn Jürgen Schult á heimsmetið sem er 74,08 metrar frá árinu 1986. Guðni Valur stefnir ótrauður á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en lágmarkið inn á þá leika er 66 metrar, og þykir í raun strangt. Lágmarkinu þarf hins vegar að ná eftir 1. desember næstkomandi en það gefur góð fyrirheit að Guðni hafi náð kasti sem er meira en þremur metrum lengra en lágmarkið. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Risakast Guðna Vals Guðnasonar í Laugardalnum á miðvikudag er tæplega metra lengra en sigurkast Christoph Harting á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fjórum árum. Guðni kastaði kringlunni 69,35 metra og bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar, á Haustkastmóti ÍR. Hafa ber í huga að nokkur vindur var í Laugardalnum þegar Guðni setti metið en öfugt við það sem gengur og gerist í hlaup- og stökkgreinum þá er vindur ekki mældur í kastgreinum. Vindhraði hefur því ekki áhrif á það hvort met teljist gilt. Harting kastaði 68,37 metra á Ólympíuleikunum í Ríó og það er jafnframt hans lengsta kast á ferlinum. Guðni varð í 21. sæti á þeim leikum þar sem hann kastaði 60,45 metra, en hann hefði þurft 62,69 metra kast til að komast í 12 manna úrslitin. Lengra en sigurkastið á langflestum stórmótum Íslandsmetvegalengd Guðna er lengri en sigurkastið á langflestum heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum í sögunni. Eins og fram hefur komið er árangur Guðna í gær sá fimmti besti í heiminum í ár. Frá upphafi hafa aðeins 39 kringlukastarar kastað lengra en 69,35 metra. Þjóðverjinn Jürgen Schult á heimsmetið sem er 74,08 metrar frá árinu 1986. Guðni Valur stefnir ótrauður á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en lágmarkið inn á þá leika er 66 metrar, og þykir í raun strangt. Lágmarkinu þarf hins vegar að ná eftir 1. desember næstkomandi en það gefur góð fyrirheit að Guðni hafi náð kasti sem er meira en þremur metrum lengra en lágmarkið.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55