Dómur yfir manni sem braut gegn eiginkonu og syni þyngdur Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2020 16:55 Hæstiréttur Íslands taldi ástæðu til að þyngja refsingu mannsins. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur þyngdi í dag fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni og brjóta gegn syni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi en hann braut einnig gegn nálgunarbanni gagnvart konunni með því að koma fyrir staðsetningartæki í bifreið hennar. Upphaflega var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 en Landsréttur mildaði refsingu hans í þrjú ár í september í fyrra. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni í tvígang í febrúar árið 2016. Í annað skiptið svipti hann konuna frelsi eftir að hann misnotaði hana kynferðislega. Hann var einnig sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað horft á klámmyndir og fróað sér fyrir framan þá níu ára gamlan son sinn. Þá var hann dæmdur sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni með því að hafa komið fyrir GPS-eftirfararbúnaði í bíl konunnar. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn þess að Landsréttardómurinn yrði ómerktur á þeim forsendum að þar hafi framburði sonar hans verið vikið til hliðar og hann ekki lagður til grundvallar við sönnunarmat. Framburður sonarins ættu jafnframt að leiða til sýknu af þeim ákærulið sem varðaði hann. Hæstiréttur taldi framburð sonarins þó fjarri því manninum í hag og það hafi síður en svo komið að sök fyrir manninn að Landsréttur hafi ekki tekið tillit til hans við sönnunarmat. Því hafnaði rétturinn ómerkingarkröfunni. Við ákvörðun refsingar mannsins í Hæstarétti var litið til þess að ásetningur hans við brotin hafi verið „styrkur og einbeittur“. Annað nauðgunarbrotið hafi verið framið á sérstaklega meiðandi hátt. Honum var einnig metið til refsiþyngingar að brotin beindust gegn eiginkonu hans og syni. Hæstiréttur taldi lagaheimild þó skorta til að líta til skilorðsbundinna dóma sem maðurinn hafði hlotið í Póllandi. Ákvað Hæstiréttur refsingu mannsins hæfilega sex ár í fangelsi en frá henni dregst gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 23. febrúar til 4. mars 2016. Maðurinn þarf að greiða þrjá milljónir króna auk málskostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í dag fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni og brjóta gegn syni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi en hann braut einnig gegn nálgunarbanni gagnvart konunni með því að koma fyrir staðsetningartæki í bifreið hennar. Upphaflega var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 en Landsréttur mildaði refsingu hans í þrjú ár í september í fyrra. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni í tvígang í febrúar árið 2016. Í annað skiptið svipti hann konuna frelsi eftir að hann misnotaði hana kynferðislega. Hann var einnig sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað horft á klámmyndir og fróað sér fyrir framan þá níu ára gamlan son sinn. Þá var hann dæmdur sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni með því að hafa komið fyrir GPS-eftirfararbúnaði í bíl konunnar. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn þess að Landsréttardómurinn yrði ómerktur á þeim forsendum að þar hafi framburði sonar hans verið vikið til hliðar og hann ekki lagður til grundvallar við sönnunarmat. Framburður sonarins ættu jafnframt að leiða til sýknu af þeim ákærulið sem varðaði hann. Hæstiréttur taldi framburð sonarins þó fjarri því manninum í hag og það hafi síður en svo komið að sök fyrir manninn að Landsréttur hafi ekki tekið tillit til hans við sönnunarmat. Því hafnaði rétturinn ómerkingarkröfunni. Við ákvörðun refsingar mannsins í Hæstarétti var litið til þess að ásetningur hans við brotin hafi verið „styrkur og einbeittur“. Annað nauðgunarbrotið hafi verið framið á sérstaklega meiðandi hátt. Honum var einnig metið til refsiþyngingar að brotin beindust gegn eiginkonu hans og syni. Hæstiréttur taldi lagaheimild þó skorta til að líta til skilorðsbundinna dóma sem maðurinn hafði hlotið í Póllandi. Ákvað Hæstiréttur refsingu mannsins hæfilega sex ár í fangelsi en frá henni dregst gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 23. febrúar til 4. mars 2016. Maðurinn þarf að greiða þrjá milljónir króna auk málskostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent