Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 06:45 Heilbrigðisstarfsmenn við skimun á Indlandi. AP/Mahesh Kumar A Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. Minnst 946 þúsund hafa dáið en víða er útlit fyrir að faraldurinn sé enn í sókn, þó hægt hafi á henni, og óttast forsvarsmenn margra ríkja á norðurhveli nýja bylgju með haustinu. Þjóðirnar sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, eru Bandaríkin, Indland og Brasilía. Í Bandaríkjunum hafa 6,7 milljónir smitast og 198 þúsund dáið. Á Indlandi hafa 5,2 milljónir smitast og 84 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa svo 4,5 milljónir smitast og 135 þúsund dáið. Aukin skimun víðsvegar um heim er sögð meðal þeirra ástæðna að fyrr í vikunni greindist mestur fjöldi nýsmitaðra frá því faraldurinn hófst. Það er þó ekki eina ástæðan og ljóst þykir að faraldrinum er í vexti víða, mest í Asíu. Á Indlandi fjölgar smituðum hratt eða um um það bil 90 þúsund manns á dag, eins og segir í frétt BBC. Þar segir einnig að vitað sé til þess að rúmlega milljón manna hafi smitast í Afríku. Þar sé skimun þó mjög takmörkuð og raunveruleg útbreiðsla veirunnar óljós. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO varar við að sóttkví sé stytt Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. 17. september 2020 15:29 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. 9. september 2020 23:36 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. Minnst 946 þúsund hafa dáið en víða er útlit fyrir að faraldurinn sé enn í sókn, þó hægt hafi á henni, og óttast forsvarsmenn margra ríkja á norðurhveli nýja bylgju með haustinu. Þjóðirnar sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, eru Bandaríkin, Indland og Brasilía. Í Bandaríkjunum hafa 6,7 milljónir smitast og 198 þúsund dáið. Á Indlandi hafa 5,2 milljónir smitast og 84 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa svo 4,5 milljónir smitast og 135 þúsund dáið. Aukin skimun víðsvegar um heim er sögð meðal þeirra ástæðna að fyrr í vikunni greindist mestur fjöldi nýsmitaðra frá því faraldurinn hófst. Það er þó ekki eina ástæðan og ljóst þykir að faraldrinum er í vexti víða, mest í Asíu. Á Indlandi fjölgar smituðum hratt eða um um það bil 90 þúsund manns á dag, eins og segir í frétt BBC. Þar segir einnig að vitað sé til þess að rúmlega milljón manna hafi smitast í Afríku. Þar sé skimun þó mjög takmörkuð og raunveruleg útbreiðsla veirunnar óljós.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO varar við að sóttkví sé stytt Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. 17. september 2020 15:29 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. 9. september 2020 23:36 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
WHO varar við að sóttkví sé stytt Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. 17. september 2020 15:29
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11
Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. 9. september 2020 23:36