Íslenski boltinn

Sjáðu þrennu Dagnýjar, fyrstu landsliðsmörk Sveindísar og Karólínu og allt hitt úr sigrinum á Lettum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir skorar annað mark sitt og fimmta mark Íslands.
Sveindís Jane Jónsdóttir skorar annað mark sitt og fimmta mark Íslands. vísir/vilhelm

Ísland vann stórsigur á Lettlandi með níu mörkum gegn engu í undankeppni EM á Laugardalsvelli í gær. Staðan var 6-0 í hálfleik.

Dagný Brynjarsdóttir spilaði bara fyrri hálfleik en þurfti ekki meiri tíma til að skora sína fyrstu þrennu fyrir landsliðið.

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og skoraði tvö mörk. Samherjar hennar í Breiðabliki, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, voru einnig á skotskónum.

Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu á bragðið eftir aðeins 28 sekúndur. Hún hefur skorað í öllum leikjum Íslands í undankeppninni. Þá gerði Karline Miksone, leikmaður ÍBV, sjálfsmark.

Ísland er með fullt hús stiga í F-riðli undankeppninnar, líkt og Svíþjóð sem er einmitt næsti andstæðingur íslenska liðsins. Íslendingar og Svíar mætast á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn og í Gautaborg 27. október.

Mörkin úr leik Íslands og Lettlands má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Ísland 9-0 Lettland

Tengdar fréttir

Fyrirstaðan kannski lítil en við vorum frábærar

„Ég bjóst ekki neitt við að byrja en þegar maður er ungur þá er gott að vera tilbúin þegar kallið kemur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem stimplaði sig inn af krafti frá fyrstu mínútu gegn Lettlandi í kvöld.

Ian Jeffs: Mjög erfitt að velja byrjunarliðið

Ian Jeffs, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins – í kvöld allavega – gat ekki verið annað en ánægður eftir 9-0 sigur á Lettlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur

„Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×