Hriktir í stoðum pólsku ríkisstjórnarinnar vegna dýraréttinda Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 10:16 Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi Laga og réttlætis en situr þó hvorki í ríkisstjórn né á þingi. Engu að síður er almennt litið svo á í Póllandi að Kaczynski hafi flest völd í höndum sér. AP/Czarek Sokolowski Útlit er fyrir að samsteypustjórnin í Póllandi gæti sprungið eftir að stærsti stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hótaði því að slíta samstarfinu vegna andstöðu samstarfsflokkanna við frumvarp um réttindi dýra. Aðalráðgjafi forsætisráðherrans varar við því að boða gæti þurft til nýrra kosninga. Samstarfsflokkar Laga og réttlætis sem koma af miðju og ystra hægri jaðri pólskra stjórnmála hafa ekki viljað styðja frumvarp um dýraréttindi sem myndi banna loðdýrarækt og kjötframleiðslu að sið gyðinga annars vegar og múslima hins vegar til útflutnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frumvarpið er vinsælt á meðal ungra Pólverja sem Lög og réttlæti vill ná til. Samstarfsflokkarnir óttast aftur á móti að það eigi eftir að kosta þá stuðning bænda í dreifðari byggðum landsins. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum þingmanna Laga og réttlætis og stjórnarandstöðunnar í gær. „Ákvarðanir gærdagsins leiddu til stöðu þar sem við vitum ekki hvort að samsteypustjórnin sé til. Minnihlutastjórn gæti ekki verið við völd út kjörtímabilið, það þyrfti að flýta kosningum,“ segir Michal Dworczyk, aðalráðgjafi forsætisráðherra landsins. Ryszard Terlecki, leiðtogi Laga og réttlætis á þingi, segir að samsteypustjórnina „nánast ekki til“. Leiðtogar flokksins kæmu saman til fundar á mánudag til að ræða næstu skref. Samsteypustjórnin hefur verið við völd frá 2015. AP-fréttastofan segir að spenna innan hennar hafi þó farið vaxandi undanfarna mánuði. Jaroslaw Gowin, leiðtogi annars samstarfsflokksins, sagði af sér sem varaforsætisráðherra í apríl vegna andstöðu hans við áform ríkisstjórnarinnar um að láta forsetakosningar fara fram samkvæmt áætlun í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Kosningunum var frestað fram á sumarið eftir japl, jaml og fuður. Upp úr sauð í vikunni þegar Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sem á þó ekki sæti í ríkisstjórninni hóf viðræður um uppstokkun á henni til að fækka ráðuneytum í nafni skilvirkni. Pólland Dýr Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Útlit er fyrir að samsteypustjórnin í Póllandi gæti sprungið eftir að stærsti stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hótaði því að slíta samstarfinu vegna andstöðu samstarfsflokkanna við frumvarp um réttindi dýra. Aðalráðgjafi forsætisráðherrans varar við því að boða gæti þurft til nýrra kosninga. Samstarfsflokkar Laga og réttlætis sem koma af miðju og ystra hægri jaðri pólskra stjórnmála hafa ekki viljað styðja frumvarp um dýraréttindi sem myndi banna loðdýrarækt og kjötframleiðslu að sið gyðinga annars vegar og múslima hins vegar til útflutnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frumvarpið er vinsælt á meðal ungra Pólverja sem Lög og réttlæti vill ná til. Samstarfsflokkarnir óttast aftur á móti að það eigi eftir að kosta þá stuðning bænda í dreifðari byggðum landsins. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum þingmanna Laga og réttlætis og stjórnarandstöðunnar í gær. „Ákvarðanir gærdagsins leiddu til stöðu þar sem við vitum ekki hvort að samsteypustjórnin sé til. Minnihlutastjórn gæti ekki verið við völd út kjörtímabilið, það þyrfti að flýta kosningum,“ segir Michal Dworczyk, aðalráðgjafi forsætisráðherra landsins. Ryszard Terlecki, leiðtogi Laga og réttlætis á þingi, segir að samsteypustjórnina „nánast ekki til“. Leiðtogar flokksins kæmu saman til fundar á mánudag til að ræða næstu skref. Samsteypustjórnin hefur verið við völd frá 2015. AP-fréttastofan segir að spenna innan hennar hafi þó farið vaxandi undanfarna mánuði. Jaroslaw Gowin, leiðtogi annars samstarfsflokksins, sagði af sér sem varaforsætisráðherra í apríl vegna andstöðu hans við áform ríkisstjórnarinnar um að láta forsetakosningar fara fram samkvæmt áætlun í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Kosningunum var frestað fram á sumarið eftir japl, jaml og fuður. Upp úr sauð í vikunni þegar Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sem á þó ekki sæti í ríkisstjórninni hóf viðræður um uppstokkun á henni til að fækka ráðuneytum í nafni skilvirkni.
Pólland Dýr Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira