Fótbolti

Meiðsli Jóhanns ekki eins slæm og óttast var

Sindri Sverrisson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson borinn af velli í leiknum við Sheffield United í gær.
Jóhann Berg Guðmundsson borinn af velli í leiknum við Sheffield United í gær. vísir/getty

Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli eftir að hafa meiðst í hné í gær, þremur vikum fyrir leikinn mikilvæga við Rúmeníu í umspilinu um sæti á EM í fótbolta.

Jóhann var í byrjunarliði Burnley í deildabikarleik gegn Sheffield United í gær, sem Burnley vann á endanum í vítaspyrnukeppni. Hann var borinn af velli á 15. mínútu, en þetta var fyrsti leikur Jóhanns á leiktíðinni eða frá því 26. júlí.

Óttast var að meiðsli Jóhanns gætu verið mjög alvarleg en Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, staðfesti á blaðamannafundi í dag að útlitið væri skárra nú en í gær. Liðband í hné hefði þó skaddast og að óvíst væri hvenær Jóhann gæti snúið aftur til keppni.

Það virðist því afar ósennilegt að Jóhann geti leikið með Íslandi gegn Rúmeníu, en vinni Ísland þann leik kemst liðið í úrslitaleik um sæti á EM og færi sá leikur fram 12. nóvember.


Tengdar fréttir

Dyche ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns Berg

Sean Dyche, þjálfari Jóhanns Bergs hjá Burnley, er ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns sem var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×