Starfandi forseti dregur framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 15:33 Añez kynnti ákvörðun sína um að draga framboðið til baka í myndbandi á samfélagsmiðlum í gær. AP/Juan Karita Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær. Skoðanakannanir sýndu að hún væri í fjórða sæti frambjóðenda og sagðist Añez vilja hjálpa til við að sameina hægri væng stjórnmálanna og koma í veg fyrir að vinstrimaðurinn Luis Arce verði forseti. Kosið verður til forseta í Bólivíu 18. október. Añez hefur gegnt embætti forseta frá því að Evó Morales hrökklaðist frá völdum í skugga mikilla mótmæla eftir umdeildar kosningar í nóvember í fyrra. Hún lofaði í fyrstu að boða fljótt til kosninga en það hefur dregist þar til nú. „Ég er að þessu vegna þess að það er hætta á að atkvæðin dreifist á nokkra frambjóðendur. Þetta er ekki fórn, þetta er heiður,“ sagði Añez í ávarpi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Arce, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Morales, mælist nú með forskot í skoðanakönnunum með um 40% fylgi. Gengi það eftir yrði hann kjörinn forseti. Með brotthvarfi Añez eru nú aðeins tveir raunhæfir frambjóðendur úr röðum hægrimanna sem gætu nú brúað bilið í Arce. New York Times segir að Añez hafi bakað sér óvinsældir, meðal annars með harðlínustefnu gegn Sósíalistahreyfingar Morales sem var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum. Stuðningur frumbyggja við flokkinn hefur farið vaxandi í tíð starfandi forsetans. Þá hjálpaði það Añez ekki að hún sveik loforð um að taka aðeins við embættinu í skamman tíma áður en hægt væri að kjósa nýjan forseta. Añez lýsti sjálfa sig forseta eftir brotthvarf Morales í nóvember í fyrra. Hélt hún á lofti eintaki af Biblíunni. Sem forseti hefur hún komið kaþólskum táknum inn í ríkisathafnir.AP/Juan Karita Viðbrögð ríkisstjórnar hennar við kórónuveirufaraldrinum og efnahagskreppa sem honum fylgdi hafi svo sökkt Añez endanlega. Hún mældist aðeins með um 10% stuðning í skoðanakönnun sem var birt daginn áður en Añez dró sig í hlé. Morales sjálfur er nú í útlegð en bólivísk yfirvöld ákærðu hann fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök halda því fram á ákærunar byggi ekki á sönnunargögnum og eigi sér pólitískar rætur. Bólivíska dómsmálaráðuneytið ákærði Morales einnig fyrir nauðgun og mansal í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa átt í sambandi við táningsstúlku sem hafi ferðast með honum í opinberar heimsóknir. Bólivía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40 Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær. Skoðanakannanir sýndu að hún væri í fjórða sæti frambjóðenda og sagðist Añez vilja hjálpa til við að sameina hægri væng stjórnmálanna og koma í veg fyrir að vinstrimaðurinn Luis Arce verði forseti. Kosið verður til forseta í Bólivíu 18. október. Añez hefur gegnt embætti forseta frá því að Evó Morales hrökklaðist frá völdum í skugga mikilla mótmæla eftir umdeildar kosningar í nóvember í fyrra. Hún lofaði í fyrstu að boða fljótt til kosninga en það hefur dregist þar til nú. „Ég er að þessu vegna þess að það er hætta á að atkvæðin dreifist á nokkra frambjóðendur. Þetta er ekki fórn, þetta er heiður,“ sagði Añez í ávarpi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Arce, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Morales, mælist nú með forskot í skoðanakönnunum með um 40% fylgi. Gengi það eftir yrði hann kjörinn forseti. Með brotthvarfi Añez eru nú aðeins tveir raunhæfir frambjóðendur úr röðum hægrimanna sem gætu nú brúað bilið í Arce. New York Times segir að Añez hafi bakað sér óvinsældir, meðal annars með harðlínustefnu gegn Sósíalistahreyfingar Morales sem var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum. Stuðningur frumbyggja við flokkinn hefur farið vaxandi í tíð starfandi forsetans. Þá hjálpaði það Añez ekki að hún sveik loforð um að taka aðeins við embættinu í skamman tíma áður en hægt væri að kjósa nýjan forseta. Añez lýsti sjálfa sig forseta eftir brotthvarf Morales í nóvember í fyrra. Hélt hún á lofti eintaki af Biblíunni. Sem forseti hefur hún komið kaþólskum táknum inn í ríkisathafnir.AP/Juan Karita Viðbrögð ríkisstjórnar hennar við kórónuveirufaraldrinum og efnahagskreppa sem honum fylgdi hafi svo sökkt Añez endanlega. Hún mældist aðeins með um 10% stuðning í skoðanakönnun sem var birt daginn áður en Añez dró sig í hlé. Morales sjálfur er nú í útlegð en bólivísk yfirvöld ákærðu hann fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök halda því fram á ákærunar byggi ekki á sönnunargögnum og eigi sér pólitískar rætur. Bólivíska dómsmálaráðuneytið ákærði Morales einnig fyrir nauðgun og mansal í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa átt í sambandi við táningsstúlku sem hafi ferðast með honum í opinberar heimsóknir.
Bólivía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40 Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40
Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47