Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 21:37 Skjáskot af umfjöllun Breitbart. Þar er auglýsing sögð sýna Jesú í mynd skeggjaðrar konu með brjóst. Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. Í grein sem birtist þar í gær segir að auglýsingin hafi vakið mikil og hörð viðbrögð, sem hún gerði. Þar er vísað í Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, og orð hans um að myndinni sé ætlað að fanga og fagna samfélaginu eins og það er. Eins og áður hefur verið greint frá kostaði auglýsingaherferð Kirkjunnar, sem margir hafa kennt við „Trans-Jesú,“ um tvær milljónir króna. Samkvæmt Pétri helgaðist kostnaðurinn aðallega af hönnun og prentun, auk auglýsingar á strætisvagn sem nú ekur um götur Reykjavíkur. Kostnaðurinn er sagður lítillega hærri en auglýsingar fyrri ára. Í grein Daily Mail eru Pétur og auglýsingin kölluð „woke.“ Með orðinu er átt við ákveðna viðleitni til að vera meðvitaður um samfélagsleg vandamál hvers tíma og ala ekki á hvers kyns fordómum. Á Íslandi hefur hugtakið „góða fólkið“ iðulega verið notað um svipaðar hugmyndir, og þá oft á niðrandi hátt. Hægrisinnuð fréttaveita leggur orð í belg Daily Mail er þó ekki eini miðillinn sem fjallað hefur um auglýsinguna. Það hefur bandaríska hægrisinnaða fréttaveitan Breitbart einnig gert. Í umfjöllun Breitbart er að miklu leyti tæpt á því sama og í umfjöllun Daily Mail. Þar er málið þó einnig sett í samhengi við mál frá árinu 2017, þar sem fulltrúar á vegum ensku þjóðkirkjunnar sögðu að börnum ætti að vera frjálst að kanna kynvitund sína meðan þau alast upp. Þá segir Breitbart að fáar stórar kristnar stofnanir hafi „samþykkt“ trans fólk og hugmyndina um kynvitund, með vísan til vers í Biblíunni þar sem segir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Í greininni er þó ekki útskýrt nánar hvernig umrætt vers geti komið í veg fyrir að fólk sé trans, eða að kynvitund fólks stangist á við líffræðilegt kyn þess. Hinsegin Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Sjá meira
Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. Í grein sem birtist þar í gær segir að auglýsingin hafi vakið mikil og hörð viðbrögð, sem hún gerði. Þar er vísað í Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, og orð hans um að myndinni sé ætlað að fanga og fagna samfélaginu eins og það er. Eins og áður hefur verið greint frá kostaði auglýsingaherferð Kirkjunnar, sem margir hafa kennt við „Trans-Jesú,“ um tvær milljónir króna. Samkvæmt Pétri helgaðist kostnaðurinn aðallega af hönnun og prentun, auk auglýsingar á strætisvagn sem nú ekur um götur Reykjavíkur. Kostnaðurinn er sagður lítillega hærri en auglýsingar fyrri ára. Í grein Daily Mail eru Pétur og auglýsingin kölluð „woke.“ Með orðinu er átt við ákveðna viðleitni til að vera meðvitaður um samfélagsleg vandamál hvers tíma og ala ekki á hvers kyns fordómum. Á Íslandi hefur hugtakið „góða fólkið“ iðulega verið notað um svipaðar hugmyndir, og þá oft á niðrandi hátt. Hægrisinnuð fréttaveita leggur orð í belg Daily Mail er þó ekki eini miðillinn sem fjallað hefur um auglýsinguna. Það hefur bandaríska hægrisinnaða fréttaveitan Breitbart einnig gert. Í umfjöllun Breitbart er að miklu leyti tæpt á því sama og í umfjöllun Daily Mail. Þar er málið þó einnig sett í samhengi við mál frá árinu 2017, þar sem fulltrúar á vegum ensku þjóðkirkjunnar sögðu að börnum ætti að vera frjálst að kanna kynvitund sína meðan þau alast upp. Þá segir Breitbart að fáar stórar kristnar stofnanir hafi „samþykkt“ trans fólk og hugmyndina um kynvitund, með vísan til vers í Biblíunni þar sem segir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Í greininni er þó ekki útskýrt nánar hvernig umrætt vers geti komið í veg fyrir að fólk sé trans, eða að kynvitund fólks stangist á við líffræðilegt kyn þess.
Hinsegin Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Sjá meira
Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22
Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21
Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15