Heilsueflandi samfélög í uppsveitum Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2020 07:51 Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes og Grafningshrepps og Alma D. Möller, Landlæknir skrifuðu undir samninginn í félagsheimilinu Borg. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Öll sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru nú orðin heilsueflandi samfélög eftir að Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur bættust í hópinn. Samkvæmt nýrri könnun kemur í ljós að Sunnlendingar sofa allra mest af landsmönnum en góður svefn er eitt af grundvallaratriði góðrar heilsu. Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi samfélaga hjá embætti Landlæknis heimsóttu forsvarsmenn Skeiða og Gnúpverjahrepps og Grímsnes og Grafningshrepps í vikunni þar sem þær skrifuðu undir samning við heimamenn um að sveitarfélögin gerðust heilsueflandi sveitarfélög. Það þýðir að sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu eru öll orðin heilsueflandi sveitarfélög eða samfélög. Gígja segir að í dag búi 93,5% landsmanna í heilsueflandi samfélögum enda gangi verkefnið ótrúlega vel. Nemendur og starfsmenn Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi fögnuðu tímamótunum eftir undirskrift samningsins og stilltu sér upp í hópmyndatöku, ásamt forsvarsfólki verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, við erum afskaplega ánægð og þakklát hvað það hefur hlotið góðar viðtökur en það byggist fyrst og fremst á því að það eru sveitarfélögin sjálf sem sækja um að taka þátt og eru jákvæð. Það eru að myndast góðir hópar alls staðar og ólíkir aðilar að vinna saman hjá sveitarfélögunum, félagasamtökum og svo framvegis, þannig að við erum bara gríðarlega ánægð og þakklát, það eru mikil sóknarfæri í þessu,“ segir Gígja. Gunnar Gunnarsson er verkefnisstjóri heilsueflandi sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Hann er mjög ánægður með hvað verkefnið gengu vel. „Við gerum einhverskonar þarfagreiningu og finnum út hvað við viljum bæta í okkar samfélagi og eins að sýna hvað við gerum vel og segjum þá um leið, hvað gerir okkar samfélög aðlaðandi,“ segir Gunnar. Í nýrri könnun um svefn landsmanna kemur m.a. fram að Sunnlendingar sofa lengst og allra best en það er stórt lýðheilsumál. „Já, þið komið afskaplega vel út varðandi svefninn enda finnur maður vel að það er glatt fólk á Suðurlandi og kröftugt, þannig að það er augljóslega að skila sér,“ segir Gígja. Alma, Gunnar Gunnarsson og Gígja Gunnarsdóttir þegar undirritunin fór fram á Borg í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Heilsa Sveitarstjórnarmál Svefn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Öll sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru nú orðin heilsueflandi samfélög eftir að Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur bættust í hópinn. Samkvæmt nýrri könnun kemur í ljós að Sunnlendingar sofa allra mest af landsmönnum en góður svefn er eitt af grundvallaratriði góðrar heilsu. Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi samfélaga hjá embætti Landlæknis heimsóttu forsvarsmenn Skeiða og Gnúpverjahrepps og Grímsnes og Grafningshrepps í vikunni þar sem þær skrifuðu undir samning við heimamenn um að sveitarfélögin gerðust heilsueflandi sveitarfélög. Það þýðir að sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu eru öll orðin heilsueflandi sveitarfélög eða samfélög. Gígja segir að í dag búi 93,5% landsmanna í heilsueflandi samfélögum enda gangi verkefnið ótrúlega vel. Nemendur og starfsmenn Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi fögnuðu tímamótunum eftir undirskrift samningsins og stilltu sér upp í hópmyndatöku, ásamt forsvarsfólki verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, við erum afskaplega ánægð og þakklát hvað það hefur hlotið góðar viðtökur en það byggist fyrst og fremst á því að það eru sveitarfélögin sjálf sem sækja um að taka þátt og eru jákvæð. Það eru að myndast góðir hópar alls staðar og ólíkir aðilar að vinna saman hjá sveitarfélögunum, félagasamtökum og svo framvegis, þannig að við erum bara gríðarlega ánægð og þakklát, það eru mikil sóknarfæri í þessu,“ segir Gígja. Gunnar Gunnarsson er verkefnisstjóri heilsueflandi sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Hann er mjög ánægður með hvað verkefnið gengu vel. „Við gerum einhverskonar þarfagreiningu og finnum út hvað við viljum bæta í okkar samfélagi og eins að sýna hvað við gerum vel og segjum þá um leið, hvað gerir okkar samfélög aðlaðandi,“ segir Gunnar. Í nýrri könnun um svefn landsmanna kemur m.a. fram að Sunnlendingar sofa lengst og allra best en það er stórt lýðheilsumál. „Já, þið komið afskaplega vel út varðandi svefninn enda finnur maður vel að það er glatt fólk á Suðurlandi og kröftugt, þannig að það er augljóslega að skila sér,“ segir Gígja. Alma, Gunnar Gunnarsson og Gígja Gunnarsdóttir þegar undirritunin fór fram á Borg í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Heilsa Sveitarstjórnarmál Svefn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira