„Rosalega stolt af honum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2020 13:31 Sigríður þykir einstaklega góð söngkona. Sigríður Thorlacius söngkona var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni á laugardaginn og ræddi þar um feril sinn í tónlistarsenunni hér á landi. Sigríður þykir ein allra besta söngkona landsins. „Ég söng alltaf í kórum og svona en var lítið í því að koma fram ein og tók aldrei þátt í neinum söngvakeppnum,“ segir Sigríður. „Ég var feimið barn og söng bara ein úti í horni. Svo fór ég í söngnám þegar ég var í menntaskóla. Svo flutti ég til Parísar í smástund og ákvað síðan að fara í djass söngnám þegar ég kom til baka. Þetta gerði ég allt bara því mér fannst þetta gaman og ekkert endilega af því að ég ætlaði mér að verða söngkona, þetta var bara áhuga mál.“ Hún segist hafa langað að verða leikkona, blómasali og prestur. „Ég held ég sé ekki beint feimin í dag og maður skólast auðvitað til. Sem barn var ég rosalega hlédræg og það fór ekki mikið fyrir mér. Mér fannst rosalega þægilegt að vera í hóp og þess vegna fannst mér gott að vera í kór. Draumurinn minn var aldrei að standa ein fyrir einhverju og því hefur mér þótt gott að vera í hljómsveit og vinna með öðru fólki.“ Sigríður segist samt sem áður geta staðið ein á sviði í dag og það nokkuð skammarlaust. Hún rifjar upp þegar sveitin Hjaltalín fór á flug og varð snögglega ein vinsælasta sveit landsins. Opnunarmynd RIFF, Þriðji Póllinn, fjallar meðal annars um Högna Egilsson sem er með Sigríði í bandinu Hjaltalín. Högni er með geðhvarfasýki og er það umfjöllunarefni kvikmyndarinnar. „Ef maður getur sagt sem svo þá þekkjum við Högna fyrir og eftir. Við vorum að vinna saman og erum vinir þegar hann var að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti, sína fyrstu maníu. Það var oft alveg rosalega erfitt en líka gefandi og ég er rosalega stolt af honum. Hvernig hann er að vinna í sínum málum finnst mér alveg til fyrirmyndar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bakaríið Tónlist Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Sigríður Thorlacius söngkona var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni á laugardaginn og ræddi þar um feril sinn í tónlistarsenunni hér á landi. Sigríður þykir ein allra besta söngkona landsins. „Ég söng alltaf í kórum og svona en var lítið í því að koma fram ein og tók aldrei þátt í neinum söngvakeppnum,“ segir Sigríður. „Ég var feimið barn og söng bara ein úti í horni. Svo fór ég í söngnám þegar ég var í menntaskóla. Svo flutti ég til Parísar í smástund og ákvað síðan að fara í djass söngnám þegar ég kom til baka. Þetta gerði ég allt bara því mér fannst þetta gaman og ekkert endilega af því að ég ætlaði mér að verða söngkona, þetta var bara áhuga mál.“ Hún segist hafa langað að verða leikkona, blómasali og prestur. „Ég held ég sé ekki beint feimin í dag og maður skólast auðvitað til. Sem barn var ég rosalega hlédræg og það fór ekki mikið fyrir mér. Mér fannst rosalega þægilegt að vera í hóp og þess vegna fannst mér gott að vera í kór. Draumurinn minn var aldrei að standa ein fyrir einhverju og því hefur mér þótt gott að vera í hljómsveit og vinna með öðru fólki.“ Sigríður segist samt sem áður geta staðið ein á sviði í dag og það nokkuð skammarlaust. Hún rifjar upp þegar sveitin Hjaltalín fór á flug og varð snögglega ein vinsælasta sveit landsins. Opnunarmynd RIFF, Þriðji Póllinn, fjallar meðal annars um Högna Egilsson sem er með Sigríði í bandinu Hjaltalín. Högni er með geðhvarfasýki og er það umfjöllunarefni kvikmyndarinnar. „Ef maður getur sagt sem svo þá þekkjum við Högna fyrir og eftir. Við vorum að vinna saman og erum vinir þegar hann var að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti, sína fyrstu maníu. Það var oft alveg rosalega erfitt en líka gefandi og ég er rosalega stolt af honum. Hvernig hann er að vinna í sínum málum finnst mér alveg til fyrirmyndar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bakaríið Tónlist Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira