Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 12:16 Nú er talið að um 8% fólks á Bretlandi hafi smitast af kórónuveirunni en jafnvel allt að 17% í London. Faraldurinn gæti því enn versnað verulega. AP/Matt Dunham Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. Þeir segjast óttast að veldisvöxtur verði í fjölda smitaðra verði ekki gripið snarlega inn í. Greint var frá því að tæplega 3.900 manns hefðu greinst smitaðir og átján látið lífið af völdum veirunnar í gær. Líkt og víðar annars staðar í Evrópu hefur smituðum farið fjölgandi í Bretlandi að undanförnu. Daglegur fjöldi smitaðra nú er sambærilegur við þann sem var í maí. Síðustu vikuna hefur 21 dáið að meðaltali á dag. Patrick Vallance, aðalvísindamaður ríkisstjórnarinnar, og Chris Whitty, aðallæknisfræðiráðgjafi hennar, voru ómyrkir í máli á upplýsingafundi um stöðu faraldursins í morgun. Um 50.000 ný smit gætu greinst daglega um miðjan október verði ekkert að gert. Það gæti þýtt um 200 dauðsföll á dag. „Eins og stendur teljum við að faraldurinn tvöfaldist gróft áætlað með sjö daga millibili,“ sagði Vallance en lagði áherslu á að ekki væri um spá að ræða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sögðu tvímenningarnir að engar vísbendingar væru um að veiran væri ekki eins skæð nú og fyrr í faraldrinum þvert á fullyrðingar þess gagnstæða. Stjórnvöld hertu sóttvarnaraðgerðir á norðaustanverðu Englandi þegar smituðum fjölgaði þar í síðustu viku. Barir og veitingastaðir eru lokaðir þar frá 22:00 til 5:00 og fólki er bannað að umgangast einstaklinga sem búa ekki á sama heimili. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra íhugi nú hvernig hún eigi að bregðast við uppgangi faraldursins. Búist er við því að hún kynni hertar aðgerðir síðar í þessari viku. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. Þeir segjast óttast að veldisvöxtur verði í fjölda smitaðra verði ekki gripið snarlega inn í. Greint var frá því að tæplega 3.900 manns hefðu greinst smitaðir og átján látið lífið af völdum veirunnar í gær. Líkt og víðar annars staðar í Evrópu hefur smituðum farið fjölgandi í Bretlandi að undanförnu. Daglegur fjöldi smitaðra nú er sambærilegur við þann sem var í maí. Síðustu vikuna hefur 21 dáið að meðaltali á dag. Patrick Vallance, aðalvísindamaður ríkisstjórnarinnar, og Chris Whitty, aðallæknisfræðiráðgjafi hennar, voru ómyrkir í máli á upplýsingafundi um stöðu faraldursins í morgun. Um 50.000 ný smit gætu greinst daglega um miðjan október verði ekkert að gert. Það gæti þýtt um 200 dauðsföll á dag. „Eins og stendur teljum við að faraldurinn tvöfaldist gróft áætlað með sjö daga millibili,“ sagði Vallance en lagði áherslu á að ekki væri um spá að ræða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sögðu tvímenningarnir að engar vísbendingar væru um að veiran væri ekki eins skæð nú og fyrr í faraldrinum þvert á fullyrðingar þess gagnstæða. Stjórnvöld hertu sóttvarnaraðgerðir á norðaustanverðu Englandi þegar smituðum fjölgaði þar í síðustu viku. Barir og veitingastaðir eru lokaðir þar frá 22:00 til 5:00 og fólki er bannað að umgangast einstaklinga sem búa ekki á sama heimili. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra íhugi nú hvernig hún eigi að bregðast við uppgangi faraldursins. Búist er við því að hún kynni hertar aðgerðir síðar í þessari viku.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10