Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að bjóða upp á fleiri tíma í sýnatökur vegna þess ástands sem nú er í samfélaginu. Því ættu allir að geta fengið tíma.
Þetta kemur fram í tilkynningu nú fyrir skömmu. Þó er áréttað að enn sé miðað við það að fólk bóki tíma í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum eða hefur verið útsett fyrir kórónuveirusmiti.
Á morgun mun heilsugæslan því hafa möguleika á því að taka tvö þúsund sýni umfram það sem hefur verið til þessa. Hægt er að bóka í gegnum Heilsuveru.