Slíðruðu sverðin í dómsal eftir sérstaklega hættulega líkamsárás Sylvía Hall skrifar 21. september 2020 22:04 Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Sautján ára drengur var í dag dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Drengurinn stakk jafnaldra sinn eftir átök hverfahópa í Breiðholti í apríl á þessu ári. Árásin átti sér stað síðdegis fimmtudaginn 23. apríl. Árásarmaðurinn stakk brotaþola með hníf í vinstri öxl og hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut skurði og lífshættulega áverka á lifur með blæðingu í kvið. Bæði árásarmaðurinn og brotaþoli eru sautján ára gamlir og voru þeir elstir af þeim sem tóku þátt í átökunum. Við meðferð málsins í héraði eru drengirnir þó sagðir hafa rætt saman og „slíðrað sverðin“ svo hvorki kæmi til frekari átaka milli þeirra né hópanna. Hamar, hnífur og hasskaup Að sögn ákærða hafði hann farið upp í Breiðholt til þess að kaupa hass ásamt öðrum drengjum. Í kjölfarið hafi brotaþoli komið á vespu og ráðist á hann ásamt öðrum dreng með hamri. Þá hafi ákærði tekið upp hníf til þess að verja sig. Hann kvaðst áður hafa orðið fyrir árás af hálfu brotaþola og þess vegna haft hníf meðferðis. Einhver illindi hafi verið á milli þeirra eftir að brotaþoli hafi beðið ákærða um símanúmer sem hann neitaði að gefa upp. Brotaþoli hafnaði því að hamar hefði komið við sögu og sagðist ekki hafa haft vopn meðferðis. Hann þekkti vissulega til árásarmannsins og þeir hefðu átt í deilum sín á milli, en engar líkamsárásir hefðu átt sér stað fyrr en þarna. Þá sagði hann ákærða hafa átt frumkvæðið að árásinni þegar hann reyndi tilefnislaust að stinga hnífnum í hálsinn á sér. Mikill fjöldi fólks var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði eftir árásina. Þar á meðal var móðir drengsins sem hafði verið stunginn og hélt hún handklæði að kvið hans þar sem hann hafði verið stunginn. Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Drengurinn hlaut alvarlega áverka.Vísir/Vilhelm Handtekinn næsta dag Fjölmörg vitni lýstu atburðarásinni og sögðust hafa séð hóp drengja í átökum. Félagsmiðstöðvarstarfsmaður í hverfinu varð vitni að árásinni eftir að hann heyrði öskur og leit út. Þar hafi hann séð nokkra drengi í slagsmálum og einn þeirra hafi veist að öðrum með felgujárni eða harmi. Hann kannaðist þó ekki við þá sem tóku þátt í slagsmálunum en gerði lögreglu viðvart. Hjón sem keyrðu nærri vettvangi höfðu séð tvo drengi koma á vespu á miklum hraða inn á bílastæði. Ljóst væri að um tvo drengjahópa væri að ræða, hávær köll hafi borist frá þeim og mikil heift í samskiptunum. Einnig sáu þau dreng halda á hamri og sagði konan að um klaufhamar væri að ræða. Lögreglumaður sem gaf skýrslu fyrir dómi sagði lögreglu hafa lýst eftir drengnum eftir árásina. Hann hafi verið handtekinn næsta dag en rannsókn hafi leitt í ljós að árásina mætti rekja til átaka milli þessara hópa. Við meðferð málsins var litið til þess að ákærði er fæddur árið 2003 og hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Árásin hafi þó verið sérstaklega hættuleg en ekki þótti unnt að slá því föstu að árásarmanninum hafi verið ljóst að líklegt væri að brotaþoli myndi hljóta bana af stungunni. Dómsmál Tengdar fréttir Pilturinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Sautján ára piltur var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 24. apríl 2020 20:30 Sautján ára piltur annan mánuð í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, mun þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi. 28. maí 2020 16:16 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Sautján ára drengur var í dag dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Drengurinn stakk jafnaldra sinn eftir átök hverfahópa í Breiðholti í apríl á þessu ári. Árásin átti sér stað síðdegis fimmtudaginn 23. apríl. Árásarmaðurinn stakk brotaþola með hníf í vinstri öxl og hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut skurði og lífshættulega áverka á lifur með blæðingu í kvið. Bæði árásarmaðurinn og brotaþoli eru sautján ára gamlir og voru þeir elstir af þeim sem tóku þátt í átökunum. Við meðferð málsins í héraði eru drengirnir þó sagðir hafa rætt saman og „slíðrað sverðin“ svo hvorki kæmi til frekari átaka milli þeirra né hópanna. Hamar, hnífur og hasskaup Að sögn ákærða hafði hann farið upp í Breiðholt til þess að kaupa hass ásamt öðrum drengjum. Í kjölfarið hafi brotaþoli komið á vespu og ráðist á hann ásamt öðrum dreng með hamri. Þá hafi ákærði tekið upp hníf til þess að verja sig. Hann kvaðst áður hafa orðið fyrir árás af hálfu brotaþola og þess vegna haft hníf meðferðis. Einhver illindi hafi verið á milli þeirra eftir að brotaþoli hafi beðið ákærða um símanúmer sem hann neitaði að gefa upp. Brotaþoli hafnaði því að hamar hefði komið við sögu og sagðist ekki hafa haft vopn meðferðis. Hann þekkti vissulega til árásarmannsins og þeir hefðu átt í deilum sín á milli, en engar líkamsárásir hefðu átt sér stað fyrr en þarna. Þá sagði hann ákærða hafa átt frumkvæðið að árásinni þegar hann reyndi tilefnislaust að stinga hnífnum í hálsinn á sér. Mikill fjöldi fólks var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði eftir árásina. Þar á meðal var móðir drengsins sem hafði verið stunginn og hélt hún handklæði að kvið hans þar sem hann hafði verið stunginn. Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Drengurinn hlaut alvarlega áverka.Vísir/Vilhelm Handtekinn næsta dag Fjölmörg vitni lýstu atburðarásinni og sögðust hafa séð hóp drengja í átökum. Félagsmiðstöðvarstarfsmaður í hverfinu varð vitni að árásinni eftir að hann heyrði öskur og leit út. Þar hafi hann séð nokkra drengi í slagsmálum og einn þeirra hafi veist að öðrum með felgujárni eða harmi. Hann kannaðist þó ekki við þá sem tóku þátt í slagsmálunum en gerði lögreglu viðvart. Hjón sem keyrðu nærri vettvangi höfðu séð tvo drengi koma á vespu á miklum hraða inn á bílastæði. Ljóst væri að um tvo drengjahópa væri að ræða, hávær köll hafi borist frá þeim og mikil heift í samskiptunum. Einnig sáu þau dreng halda á hamri og sagði konan að um klaufhamar væri að ræða. Lögreglumaður sem gaf skýrslu fyrir dómi sagði lögreglu hafa lýst eftir drengnum eftir árásina. Hann hafi verið handtekinn næsta dag en rannsókn hafi leitt í ljós að árásina mætti rekja til átaka milli þessara hópa. Við meðferð málsins var litið til þess að ákærði er fæddur árið 2003 og hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Árásin hafi þó verið sérstaklega hættuleg en ekki þótti unnt að slá því föstu að árásarmanninum hafi verið ljóst að líklegt væri að brotaþoli myndi hljóta bana af stungunni.
Dómsmál Tengdar fréttir Pilturinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Sautján ára piltur var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 24. apríl 2020 20:30 Sautján ára piltur annan mánuð í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, mun þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi. 28. maí 2020 16:16 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Pilturinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Sautján ára piltur var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 24. apríl 2020 20:30
Sautján ára piltur annan mánuð í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, mun þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi. 28. maí 2020 16:16