Handtóku leiðtoga sértrúarsafnaðar í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 10:48 Einn forsprakka Kirkju síðustu ritningarinnar í haldi rússneskra alríkislögreglumanna í dag. Vísir/Getty Rússneska lögreglan handtók þekktan leiðtoga sértrúarsafnaðar í afskekktum hluta Síberíu í dag. Trúarleiðtoginn er grunaður um að hafa skaðað heilsu fylgjenda sinna og beitt þá sálfræðilegum þrýstingi til að fá þá til að láta fé af hendi rakna. Sergei Torop var umferðarlögreglumaður þar til hann stofnaði söfnuðinn Kirkju síðustu ritningarinnar í Krasnojarsk-héraði í óbyggðum Síberíu árið 1991, árið sem Sovétríkin liðuðust í sundur. Þúsundir fylgjenda Torop þekkja hann undir nafninu Vissarion en hann heldur því fram að hann sé kristur endurfæddur. Auk Torop handtók lögreglan tvo aðra leiðtoga safnaðarins, Vadim Redkin og Vladímír Vedernikov, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þremenningarnir eru sagðir eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um brotin sem þeir eru grunaðir um að hafa framið. Í umfjöllun The Guardian um söfnuðinn frá árinu 2015 kom fram að fylgjendur Torop kæmu alls staðar að úr heiminum. Þeir þyrftu að afneita því sem söfnuðurinn telur syndir nútímalífs, þar á meðal reykingum, áfengisdrykkju og peningum. Í staðinn búa fylgjendurnir í timburkofum í þorpinu Petropavlovka og stunda landbúnað án nútímatækni. Torop messar yfir söfnuði sínum árið 2002. Hann taldi að geimverur myndu láta söfnuðinn vita af yfirvofandi heimsenda árið eftir.Vísir/Getty Torop sjálfur er þó ekki sagður búa í Petropavlovka heldur í því sem er nefnt „Heimili dögunarinnar“ með um fimmtíu nánustu fylgjendum sínum. Jól eru ekki haldin í Kirkju síðustu ritningarinnar en þess í stað heldur söfnuðurinn 14. janúar hátíðlegan, afmælisdag Torop. Hann boðar fylgjendum sínum heimsendi í miklu flóði sem muni tortíma mannkyninu en eira söfnuðinum. Þeir muni svo dreifa sér frá fyrirheitna landinu sem þeir telja þorpið sitt vera og fjölga mannkyninu á jörðinni og í alheiminum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um Kirkju síðustu ritningarinnar frá árinu 2012. Rússland Trúmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Rússneska lögreglan handtók þekktan leiðtoga sértrúarsafnaðar í afskekktum hluta Síberíu í dag. Trúarleiðtoginn er grunaður um að hafa skaðað heilsu fylgjenda sinna og beitt þá sálfræðilegum þrýstingi til að fá þá til að láta fé af hendi rakna. Sergei Torop var umferðarlögreglumaður þar til hann stofnaði söfnuðinn Kirkju síðustu ritningarinnar í Krasnojarsk-héraði í óbyggðum Síberíu árið 1991, árið sem Sovétríkin liðuðust í sundur. Þúsundir fylgjenda Torop þekkja hann undir nafninu Vissarion en hann heldur því fram að hann sé kristur endurfæddur. Auk Torop handtók lögreglan tvo aðra leiðtoga safnaðarins, Vadim Redkin og Vladímír Vedernikov, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þremenningarnir eru sagðir eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um brotin sem þeir eru grunaðir um að hafa framið. Í umfjöllun The Guardian um söfnuðinn frá árinu 2015 kom fram að fylgjendur Torop kæmu alls staðar að úr heiminum. Þeir þyrftu að afneita því sem söfnuðurinn telur syndir nútímalífs, þar á meðal reykingum, áfengisdrykkju og peningum. Í staðinn búa fylgjendurnir í timburkofum í þorpinu Petropavlovka og stunda landbúnað án nútímatækni. Torop messar yfir söfnuði sínum árið 2002. Hann taldi að geimverur myndu láta söfnuðinn vita af yfirvofandi heimsenda árið eftir.Vísir/Getty Torop sjálfur er þó ekki sagður búa í Petropavlovka heldur í því sem er nefnt „Heimili dögunarinnar“ með um fimmtíu nánustu fylgjendum sínum. Jól eru ekki haldin í Kirkju síðustu ritningarinnar en þess í stað heldur söfnuðurinn 14. janúar hátíðlegan, afmælisdag Torop. Hann boðar fylgjendum sínum heimsendi í miklu flóði sem muni tortíma mannkyninu en eira söfnuðinum. Þeir muni svo dreifa sér frá fyrirheitna landinu sem þeir telja þorpið sitt vera og fjölga mannkyninu á jörðinni og í alheiminum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um Kirkju síðustu ritningarinnar frá árinu 2012.
Rússland Trúmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira