Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 16:30 Talið er að skíðafólk hafi smitast af kórónuveirunni í austurríska bænum Ischgl þegar í febrúar og borið hana með sér víða um lönd. Vísir/EPA Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. Lögmaður samtakanna vísar meðal annars til upplýsinga sem íslensk stjórnvöld sendu þeim austurrísku í mars. Talið er að skíðafólk sem heimsótti bæinn Ischgl í Týról í vetur hafi borið veiruna með sér til 45 landa, þar á meðal Íslands. Samtökin sem standa að málsókninni segja að 6.000 manns frá nokkrum löndum hafi skráð sig fyrir mögulega hópmálsókn á næsta ári. Flestir þeirra eru frá Þjóðverjar en Austurríkismenn, Bretar og Bandaríkjamenn eru einnig í hópnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa vitað af hættinni á hópsýkingu í skíðabænum en að hafa brugðist of seint við. Ríkisstjórnin fullyrðir að hún hafi brugðist við faraldrinum út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma. Greint var frá fyrsta smitaða einstaklingnum í Ischgl 7. mars en heilbrigðisyfirvöld telja að þeir fyrstu hafi smitast þegar í fyrstu vikunni í febrúar. Alexander Klauser, lögmaður nokkurra þeirra sem stefna stjórnvöldum, bendir á að þegar starfsmaður hótels í Innsbruck greindist smitaður 25. febrúar hafi yfirvöld látið loka því. Upplýsingar um smit í Ischgl hafi þó ekki kallað á sambærileg viðbrögð yfirvalda. „Hópur ferðamanna frá Íslandi greindist smitaður og íslenska ríkisstjórnin greindi þeirri austurrísku frá smitunum þegar 5. mars,“ segir Klauser. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. Lögmaður samtakanna vísar meðal annars til upplýsinga sem íslensk stjórnvöld sendu þeim austurrísku í mars. Talið er að skíðafólk sem heimsótti bæinn Ischgl í Týról í vetur hafi borið veiruna með sér til 45 landa, þar á meðal Íslands. Samtökin sem standa að málsókninni segja að 6.000 manns frá nokkrum löndum hafi skráð sig fyrir mögulega hópmálsókn á næsta ári. Flestir þeirra eru frá Þjóðverjar en Austurríkismenn, Bretar og Bandaríkjamenn eru einnig í hópnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa vitað af hættinni á hópsýkingu í skíðabænum en að hafa brugðist of seint við. Ríkisstjórnin fullyrðir að hún hafi brugðist við faraldrinum út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma. Greint var frá fyrsta smitaða einstaklingnum í Ischgl 7. mars en heilbrigðisyfirvöld telja að þeir fyrstu hafi smitast þegar í fyrstu vikunni í febrúar. Alexander Klauser, lögmaður nokkurra þeirra sem stefna stjórnvöldum, bendir á að þegar starfsmaður hótels í Innsbruck greindist smitaður 25. febrúar hafi yfirvöld látið loka því. Upplýsingar um smit í Ischgl hafi þó ekki kallað á sambærileg viðbrögð yfirvalda. „Hópur ferðamanna frá Íslandi greindist smitaður og íslenska ríkisstjórnin greindi þeirri austurrísku frá smitunum þegar 5. mars,“ segir Klauser.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03