220 nemendur geta ekki tekið samræmdu prófin vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2020 11:05 Frá Melaskóla. Nokkrir nemendur í 7. bekk skólans hafa þurft að fara í sóttkví á síðustu dögum. Vísir/Vilhelm 220 nemendur 7. bekkja í fimm skólum geta ekki þreytt samræmd könnunarpróf vegna kórónuveirunnar. Nemendunum er boðið að taka prófin á varaprófdögum dagana 12. og 13. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. Samræmdu prófin í 7. bekk hófust í dag. Um 4.300 nemendur í 155 skólum þreyta próf í íslensku í dag. Könnunarpróf í stærðfræði fer fram á morgun. Samræmd próf verða svo lögð fyrir 4. bekk í næstu viku. Framkvæmd prófanna hefur gengið vel, að því er segir í tilkynningu Menntamálastofnunar. Hluti nemenda í 7. bekk hafi þó ekki átt kost á að þreyta prófin í dag vegna kórónuveirunnar, eða 220 nemendur í fimm skólum. Ætla má að flestir umræddra nemenda séu í sóttkví en talsvert hefur borið á því að starfsfólk og nemendur í grunnskólum hafi greinst með veiruna undanfarna daga. Nemendum sem ekki geta þreytt prófin nú er boðið að taka þau á varaprófdögum 12. og 13. október. Ef skólar geta ekki haldið próf á varaprófdögum verða nýir prófdagar ákveðnir. „Það er skiljanlegt að foreldrar og nemendur hafi áhyggjur af stöðunni en Menntamálastofnun hefur lagt mikið upp úr því að eiga gott samtal við alla aðila skólasamfélagsins og unnið að lausnum í samráði við þá. Þá hefur stofnunin verið í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið til að undirbúa fyrirlögnina sem best,“ segir í tilkynningu Menntamálastofnunar. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti kennara með veiruna og allur skólinn í sóttkví Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. 23. september 2020 15:56 Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
220 nemendur 7. bekkja í fimm skólum geta ekki þreytt samræmd könnunarpróf vegna kórónuveirunnar. Nemendunum er boðið að taka prófin á varaprófdögum dagana 12. og 13. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. Samræmdu prófin í 7. bekk hófust í dag. Um 4.300 nemendur í 155 skólum þreyta próf í íslensku í dag. Könnunarpróf í stærðfræði fer fram á morgun. Samræmd próf verða svo lögð fyrir 4. bekk í næstu viku. Framkvæmd prófanna hefur gengið vel, að því er segir í tilkynningu Menntamálastofnunar. Hluti nemenda í 7. bekk hafi þó ekki átt kost á að þreyta prófin í dag vegna kórónuveirunnar, eða 220 nemendur í fimm skólum. Ætla má að flestir umræddra nemenda séu í sóttkví en talsvert hefur borið á því að starfsfólk og nemendur í grunnskólum hafi greinst með veiruna undanfarna daga. Nemendum sem ekki geta þreytt prófin nú er boðið að taka þau á varaprófdögum 12. og 13. október. Ef skólar geta ekki haldið próf á varaprófdögum verða nýir prófdagar ákveðnir. „Það er skiljanlegt að foreldrar og nemendur hafi áhyggjur af stöðunni en Menntamálastofnun hefur lagt mikið upp úr því að eiga gott samtal við alla aðila skólasamfélagsins og unnið að lausnum í samráði við þá. Þá hefur stofnunin verið í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið til að undirbúa fyrirlögnina sem best,“ segir í tilkynningu Menntamálastofnunar.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti kennara með veiruna og allur skólinn í sóttkví Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. 23. september 2020 15:56 Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Meirihluti kennara með veiruna og allur skólinn í sóttkví Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. 23. september 2020 15:56
Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23
Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01