Vara við „villandi eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækis Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2020 12:19 Neytendastofa hefur áður varað við starfsháttum Almennrar innheimtu. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. Segir í tilkynningu frá samtökunum að margir hafi haft samband við samtökin og kvartað, en í ljós hafi komið að einungis sé verið að bjóða afslátt af einni kröfu en ekki heildarskuldinni. „Um er að ræða staðlaðan texta þar sem lántakendum er boðið að greiða upp heildarskuld með eingreiðslu undir formerkjum „eingreiðslutilboðs“. Í textanum kemur jafnframt fram að allur áfallinn kostnaður tengdur skuldinni falli niður.“ Halda að um endanlegt uppgjör sé að ræða Neytendasamtökin segja að allir þeir sem hafi leitað til þeirra vegna þessa hafi allir lagt þann skilning í tilboðið að um sé að ræða endanlegt uppgjör á öllum útistandandi kröfum, enda sérstaklega kveðið á um fjárhæð „heildarskuldarinnar“. Ekki komi fram neinar upplýsingar um kröfunúmer í textanum. „Í öllum málunum sem samtökunum hefur borist tengdum „eingreiðslutilboðinu“ hafa útistandandi kröfur verið fleiri en ein. Heildarfjárhæð allra útistandandi krafna er þar með mun hærri en sem nemur þeirri fjárhæð sem kemur fram í tilboðinu. Lántakendur eru því flestir undir því yfirskini að um kostaboð sé að ræða þar sem dágóður afsláttur yrði veittur gegn uppgreiðslu krafnanna. Svona hljóða skilaboðin frá Almennri innheimtu: „Góðan dag Við höfum til innheimtu skuld frá kröfuhafanum Ecommerce2020 ApS, sem við viljum bjóða þér að klára fyrir fullt og allt. Okkur langar að koma til móts við þig og fella niður allan áfallinn kostnað á skuldinni. Heildarskuldin í dag er X þar af er höfuðstóllinn Y. Við viljum bjóða þér að klára málið með eingreiðslu að upphæð Y. Við sýnum því skilning að þú getir kannski ekki greitt upphæðina strax og því getum við sent þér greiðsluhlekk sem þú getur greitt um mánaðarmótin eða samkvæmt samkomulagi.“ Villandi orðalag að mati Neytendasamtakanna Í tilkynningunni frá Neytendasamtökunum, sem hafa áður gagnrýnt starfsemi innheimtufyrirtækisins, segir að orðalag „eingreiðslutilboðsins“ sé að hennar mati afar villandi þar sem auðveldlega megi misskilja orðalag um heildarskuld sem allar útistandandi kröfur. „Þar sem Neytendasamtökin hafa séð mörg dæmi um að Almenn innheimta innheimti ólögmæt lán, og hafi þar að auki sett himinháan innheimtukostnað ofan á slíkar kröfur, vara þau fólk við að taka tilboðinu nema ljóst sé að viðkomandi skuldi raunverulega höfuðstól lánanna. Því miður er ekkert opinbert eftirlit með fyrirtækinu sem virðist geta hagað sér að vild og hefur þar af leiðandi verið mikilvægur hlekkur í því smálánabraski sem fengist hefur að viðgangast hér á landi og reynst mörgum dýrkeypt.“ Ekki hefur náðst í eiganda Almennrar innheimtu, Gísli Kr. Björnsson lögmann, í morgun. Smálán Neytendur Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. Segir í tilkynningu frá samtökunum að margir hafi haft samband við samtökin og kvartað, en í ljós hafi komið að einungis sé verið að bjóða afslátt af einni kröfu en ekki heildarskuldinni. „Um er að ræða staðlaðan texta þar sem lántakendum er boðið að greiða upp heildarskuld með eingreiðslu undir formerkjum „eingreiðslutilboðs“. Í textanum kemur jafnframt fram að allur áfallinn kostnaður tengdur skuldinni falli niður.“ Halda að um endanlegt uppgjör sé að ræða Neytendasamtökin segja að allir þeir sem hafi leitað til þeirra vegna þessa hafi allir lagt þann skilning í tilboðið að um sé að ræða endanlegt uppgjör á öllum útistandandi kröfum, enda sérstaklega kveðið á um fjárhæð „heildarskuldarinnar“. Ekki komi fram neinar upplýsingar um kröfunúmer í textanum. „Í öllum málunum sem samtökunum hefur borist tengdum „eingreiðslutilboðinu“ hafa útistandandi kröfur verið fleiri en ein. Heildarfjárhæð allra útistandandi krafna er þar með mun hærri en sem nemur þeirri fjárhæð sem kemur fram í tilboðinu. Lántakendur eru því flestir undir því yfirskini að um kostaboð sé að ræða þar sem dágóður afsláttur yrði veittur gegn uppgreiðslu krafnanna. Svona hljóða skilaboðin frá Almennri innheimtu: „Góðan dag Við höfum til innheimtu skuld frá kröfuhafanum Ecommerce2020 ApS, sem við viljum bjóða þér að klára fyrir fullt og allt. Okkur langar að koma til móts við þig og fella niður allan áfallinn kostnað á skuldinni. Heildarskuldin í dag er X þar af er höfuðstóllinn Y. Við viljum bjóða þér að klára málið með eingreiðslu að upphæð Y. Við sýnum því skilning að þú getir kannski ekki greitt upphæðina strax og því getum við sent þér greiðsluhlekk sem þú getur greitt um mánaðarmótin eða samkvæmt samkomulagi.“ Villandi orðalag að mati Neytendasamtakanna Í tilkynningunni frá Neytendasamtökunum, sem hafa áður gagnrýnt starfsemi innheimtufyrirtækisins, segir að orðalag „eingreiðslutilboðsins“ sé að hennar mati afar villandi þar sem auðveldlega megi misskilja orðalag um heildarskuld sem allar útistandandi kröfur. „Þar sem Neytendasamtökin hafa séð mörg dæmi um að Almenn innheimta innheimti ólögmæt lán, og hafi þar að auki sett himinháan innheimtukostnað ofan á slíkar kröfur, vara þau fólk við að taka tilboðinu nema ljóst sé að viðkomandi skuldi raunverulega höfuðstól lánanna. Því miður er ekkert opinbert eftirlit með fyrirtækinu sem virðist geta hagað sér að vild og hefur þar af leiðandi verið mikilvægur hlekkur í því smálánabraski sem fengist hefur að viðgangast hér á landi og reynst mörgum dýrkeypt.“ Ekki hefur náðst í eiganda Almennrar innheimtu, Gísli Kr. Björnsson lögmann, í morgun.
„Góðan dag Við höfum til innheimtu skuld frá kröfuhafanum Ecommerce2020 ApS, sem við viljum bjóða þér að klára fyrir fullt og allt. Okkur langar að koma til móts við þig og fella niður allan áfallinn kostnað á skuldinni. Heildarskuldin í dag er X þar af er höfuðstóllinn Y. Við viljum bjóða þér að klára málið með eingreiðslu að upphæð Y. Við sýnum því skilning að þú getir kannski ekki greitt upphæðina strax og því getum við sent þér greiðsluhlekk sem þú getur greitt um mánaðarmótin eða samkvæmt samkomulagi.“
Smálán Neytendur Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira