Valdi frekar að verða liðsfélagi Andra Fannars en að fara til Evrópumeistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2020 14:00 Aaron Hickey fagnaði samningi sínum við Bologna með ítalska fánanum. Getty/Mark Scates Evrópumeistarar Bayern München vildu fá hann en Aaron Hickey sagði nei takk. Jafnaldrarnir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson eru í staðinn orðnir liðsfélagar í ítalska fótboltanum. Hinn átján ára gamli Aaron Hickey hefur ákveðið að fara til ítalska félagsins Bologna en mörg félög voru á eftir honum þar á meðal Bayern München, Aston Villa og Celtic. Breska ríkisútvarðið fjallaði um Aaron Hickey og þessa ákvörðun hans enda eru ekki margir skoskir knattspyrnumenn sem hafna stórliði eins og Bayern München. BBC segir að ein af stóru ástæðunum fyrir vali Aaron Hickey er að hjá Bologna fær hann að spila með aðalliðinu. Aaron Hickey: The Scottish teenager who turned down Bayern Munich https://t.co/nGqJSYSzxy pic.twitter.com/GjlbbepskO— BBC Sport (@BBCSport) September 25, 2020 Annar átján ára strákur hefur fengið tækifæri hjá Bologna upp á síðkastið og það er íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson. Andri Fannar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland mætti einu allra besta landsliði heims í Belgíu í Þjóðadeildinni. Andri Fannar Baldursson er fæddur í janúar 2002 en Aaron Hickey er fæddur í júní sama ár. Bologna keypti Andra Fannar frá Breiðabliki í ágúst 2019 og hann spilaði sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni í febrúar á þessu ári. Aaron Hickey kom inn í lið Hearts tímabilið 2018-19 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hickey varð meðal annars yngsti leikmaðurinn til að byrja bikaúrslitaleik í Skotlandi. Aaron Hickey hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Hearts undanfarin tvö tímabil en hann hefur einnig spilað sem afturliggjandi miðjumaður og er því fjölhæfur knattspyrnumaður. „Hann er eins og 24 eða 25 ára maður í líkama átján ára stráks,“ sagði Robbie Neilson, þjálfari hans hjá Hearts. Aaron Hickey er sagður þroskaður strákur sem lætur ekki mikið fyrir sér fara og segir ekki mikið. Hann hefur hins vegar mikinn metnað sem fótboltamaður og hann vill spila alvöru fótbolta. Það er einkum þess vegna að hann valdi það að spila með aðalliði Bologna í stað þess að dúsa á bekknum hjá Bayern. Hver veit nema að þeir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson myndi framtíðarpar á miðju Bologna í næstu framtíð. Bologna's announcement for Aaron Hickey is certainly special pic.twitter.com/McO9CbOI7W— Goal (@goal) September 24, 2020 Ítalski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Evrópumeistarar Bayern München vildu fá hann en Aaron Hickey sagði nei takk. Jafnaldrarnir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson eru í staðinn orðnir liðsfélagar í ítalska fótboltanum. Hinn átján ára gamli Aaron Hickey hefur ákveðið að fara til ítalska félagsins Bologna en mörg félög voru á eftir honum þar á meðal Bayern München, Aston Villa og Celtic. Breska ríkisútvarðið fjallaði um Aaron Hickey og þessa ákvörðun hans enda eru ekki margir skoskir knattspyrnumenn sem hafna stórliði eins og Bayern München. BBC segir að ein af stóru ástæðunum fyrir vali Aaron Hickey er að hjá Bologna fær hann að spila með aðalliðinu. Aaron Hickey: The Scottish teenager who turned down Bayern Munich https://t.co/nGqJSYSzxy pic.twitter.com/GjlbbepskO— BBC Sport (@BBCSport) September 25, 2020 Annar átján ára strákur hefur fengið tækifæri hjá Bologna upp á síðkastið og það er íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson. Andri Fannar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland mætti einu allra besta landsliði heims í Belgíu í Þjóðadeildinni. Andri Fannar Baldursson er fæddur í janúar 2002 en Aaron Hickey er fæddur í júní sama ár. Bologna keypti Andra Fannar frá Breiðabliki í ágúst 2019 og hann spilaði sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni í febrúar á þessu ári. Aaron Hickey kom inn í lið Hearts tímabilið 2018-19 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hickey varð meðal annars yngsti leikmaðurinn til að byrja bikaúrslitaleik í Skotlandi. Aaron Hickey hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Hearts undanfarin tvö tímabil en hann hefur einnig spilað sem afturliggjandi miðjumaður og er því fjölhæfur knattspyrnumaður. „Hann er eins og 24 eða 25 ára maður í líkama átján ára stráks,“ sagði Robbie Neilson, þjálfari hans hjá Hearts. Aaron Hickey er sagður þroskaður strákur sem lætur ekki mikið fyrir sér fara og segir ekki mikið. Hann hefur hins vegar mikinn metnað sem fótboltamaður og hann vill spila alvöru fótbolta. Það er einkum þess vegna að hann valdi það að spila með aðalliði Bologna í stað þess að dúsa á bekknum hjá Bayern. Hver veit nema að þeir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson myndi framtíðarpar á miðju Bologna í næstu framtíð. Bologna's announcement for Aaron Hickey is certainly special pic.twitter.com/McO9CbOI7W— Goal (@goal) September 24, 2020
Ítalski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira