Íslandsmeistarar verða krýndir Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2020 13:30 Valsmenn eru afar sigurstranglegir í Pepsi Max-deild karla eftir sigurinn gegn FH í toppslag í gær. VÍSIR/VILHELM Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. Knattspyrnusamband Íslands setti sérstakar reglur í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Þar kom fram að Íslandsmótinu yrði að vera lokið 1. desember, og að spila þyrfti 2/3 hluta leikja til þess að staða í viðkomandi deild teldist gild. Ef ekki tækist að spila allt mótið færi þá lokastaðan eftir meðalstigafjölda í leik. Eftir að heil umferð var leikin í Pepsi Max-deild karla í gær hafa verið spilaðir 92 leikir í deildinni í sumar, af þeim 132 leikjum sem mótið telur. Spila þurfti að minnsta kosti 88 leiki til að mótið teldist gilt. Þó að mótið hafi hafist seinna en ella, og dregist á langinn vegna keppnishlés, af völdum faraldursins, er því búið að spila nógu marga leiki. Valur er líklegastur til að landa titlinum með ellefu stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar karla eftir 16 leiki af 22 en FH, sem er í 2. sæti, á þó einn leik til góða. Fjölnir og Grótta hefðu getað haldið sér uppi ef mótið hefði ekki talið en eru nú afar líkleg til að kveðja og fara niður í Lengjudeildina. Titilbaráttan er afar hörð í Pepsi Max-deild kvenna þar sem Valur er með eins stigs forskot á Breiðablik sem á leik til góða. Liðin mætast á Hlíðarenda eftir viku. Þó að sóttkvíarmál hafi sett mikið mark á deildina, sérstaklega á KR sem hefur leikið 2-3 leikjum færra en önnur lið, hafa verið leiknir nógu margir leikir, og einni umferð betur, til að mótið teljist gilt. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20 Valur og Breiðablik örugg í Meistaradeildina Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. 24. september 2020 11:30 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. Knattspyrnusamband Íslands setti sérstakar reglur í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Þar kom fram að Íslandsmótinu yrði að vera lokið 1. desember, og að spila þyrfti 2/3 hluta leikja til þess að staða í viðkomandi deild teldist gild. Ef ekki tækist að spila allt mótið færi þá lokastaðan eftir meðalstigafjölda í leik. Eftir að heil umferð var leikin í Pepsi Max-deild karla í gær hafa verið spilaðir 92 leikir í deildinni í sumar, af þeim 132 leikjum sem mótið telur. Spila þurfti að minnsta kosti 88 leiki til að mótið teldist gilt. Þó að mótið hafi hafist seinna en ella, og dregist á langinn vegna keppnishlés, af völdum faraldursins, er því búið að spila nógu marga leiki. Valur er líklegastur til að landa titlinum með ellefu stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar karla eftir 16 leiki af 22 en FH, sem er í 2. sæti, á þó einn leik til góða. Fjölnir og Grótta hefðu getað haldið sér uppi ef mótið hefði ekki talið en eru nú afar líkleg til að kveðja og fara niður í Lengjudeildina. Titilbaráttan er afar hörð í Pepsi Max-deild kvenna þar sem Valur er með eins stigs forskot á Breiðablik sem á leik til góða. Liðin mætast á Hlíðarenda eftir viku. Þó að sóttkvíarmál hafi sett mikið mark á deildina, sérstaklega á KR sem hefur leikið 2-3 leikjum færra en önnur lið, hafa verið leiknir nógu margir leikir, og einni umferð betur, til að mótið teljist gilt.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20 Valur og Breiðablik örugg í Meistaradeildina Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. 24. september 2020 11:30 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20
Valur og Breiðablik örugg í Meistaradeildina Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. 24. september 2020 11:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn