Ánægðir með Vilhjálm dómara: „Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið“ Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 11:31 Valgeir Lunddal fékk tvö gul spjöld og rautt á tveggja mínútna kafla. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn,“ sagði Hjörvar Hafliðason um rauða spjaldið sem Valgeir Lunddal Friðriksson fékk gegn Breiðabliki í gær. Rauða spjaldið fór tvívegis á loft, með skömmu millibili í seinni hálfleik, þegar Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gær. Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson hrósuðu dómaranum Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni í hástert fyrir hans störf í leiknum. Rauða spjaldið fór fyrst á loft eftir háskalegt brot Davíðs Ingvarssonar á Hauki Páli Sigurðssyni. „Davíð veður þarna með sólann á undan sér og er heppinn að hitta ekki Hauk sem hoppar upp úr tæklingunni,“ sagði Kjartan Atli í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. „Það er ekkert við þessu að segja,“ tók Hjörvar undir. Engin ástæða til að vaða í manninn Valgeir fékk gult spjald eftir ryskingar í kjölfar brotsins hjá Davíð: „Gult spjald sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Fáránlegt, því það var engin ástæða til að vaða í leikmanninn þarna. Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson, dómari] var með þetta alveg upp á 10 og var að fara að reka hann [Davíð] út af,“ sagði Hjörvar, en Valgeir fékk svo seinna gula spjaldið sitt strax í kjölfarið fyrir brot á Brynjólfi Willumssyni: „Svo fer Brynjólfur illa með hann, Valgeir tosar í hann, fær annað gult spjald og rautt. Hárrétt, og Valgeir Lunddal nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn. Sem betur fyrir hann var það gamli maðurinn í hægri bakverðinum sem bjargaði honum,“ sagði Hjörvar, en Birkir Már Sævarsson jafnaði metin í 1-1 á síðustu stundu, eftir að Róbert Orri Þorkelsson hafði komið Breiðabliki yfir. Klippa: Tilþrifin - Rauð spjöld í leik Vals og Breiðabliks Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn,“ sagði Hjörvar Hafliðason um rauða spjaldið sem Valgeir Lunddal Friðriksson fékk gegn Breiðabliki í gær. Rauða spjaldið fór tvívegis á loft, með skömmu millibili í seinni hálfleik, þegar Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gær. Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson hrósuðu dómaranum Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni í hástert fyrir hans störf í leiknum. Rauða spjaldið fór fyrst á loft eftir háskalegt brot Davíðs Ingvarssonar á Hauki Páli Sigurðssyni. „Davíð veður þarna með sólann á undan sér og er heppinn að hitta ekki Hauk sem hoppar upp úr tæklingunni,“ sagði Kjartan Atli í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. „Það er ekkert við þessu að segja,“ tók Hjörvar undir. Engin ástæða til að vaða í manninn Valgeir fékk gult spjald eftir ryskingar í kjölfar brotsins hjá Davíð: „Gult spjald sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Fáránlegt, því það var engin ástæða til að vaða í leikmanninn þarna. Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson, dómari] var með þetta alveg upp á 10 og var að fara að reka hann [Davíð] út af,“ sagði Hjörvar, en Valgeir fékk svo seinna gula spjaldið sitt strax í kjölfarið fyrir brot á Brynjólfi Willumssyni: „Svo fer Brynjólfur illa með hann, Valgeir tosar í hann, fær annað gult spjald og rautt. Hárrétt, og Valgeir Lunddal nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn. Sem betur fyrir hann var það gamli maðurinn í hægri bakverðinum sem bjargaði honum,“ sagði Hjörvar, en Birkir Már Sævarsson jafnaði metin í 1-1 á síðustu stundu, eftir að Róbert Orri Þorkelsson hafði komið Breiðabliki yfir. Klippa: Tilþrifin - Rauð spjöld í leik Vals og Breiðabliks
Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30