Smáhús fyrir heimilislausa komin í Gufunes: „Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2020 11:55 Eitt smáhúsanna sem búið er að koma fyrir í Gufunesi. reykjavíkurborg Ef áætlanir ganga eftir geta fyrstu íbúar smáhúsa í Gufunesi flutt inn í nóvember en húsin eru ætluð heimilislausu fólki. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heimilisleysi skaðlegt, ekki aðeins fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus, heldur einnig fjölskyldu hans, vini og samfélagið allt. Nú reyni á að samfélagið sýni hvernig komið sé fram við þá sem eigi erfiðast í samfélaginu en heimilislausir séu einmitt sá hópur sem eigi einna erfiðast. Heiða Björg ræddi um smáhúsin í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrir helgi var greint frá því á vef Reykjavíkurborgar að fyrstu húsin hefðu verið sett niður í Gufunesi. Á næstu árum er áætlað að í heild rísi tuttugu smáhýsi fyrir heimilislausa í borginni á sjö mismunandi stöðum, meðal annars í Laugardal og miðborginni. Heiða Björg segir húsin vera um 30 fermetra að stærð og að það sé ekki flókið að koma þeim fyrir á sínum stað. Þá séu þau færanleg og því þarf ekki svo að vera að þar sem þeim sé komið fyrir núna sé varanleg staðsetning til áratuga. Leigan verður hófleg. Smáhúsin eru hugsuð fyrir einstaklinga og mögulega pör að sögn Heiðu Bjargar. „Það er ekki þannig að þú þurfir að deila heimili með neinum. Hugsunin er að þarna getur þú eignast þitt eigið heimili, setja nafn þitt á hurðina, fá til þín póst og borga þína leigu og fá til þess stuðning sem þú þarft til þess að halda heimili og læra í raun og veru bara aftur að ganga um og sjá um að allt sé í lagi og það er bara flóknara fyrir marga en maður getur ímyndað sér.“ Um 80 manns sem eru heimilislausir bíða enn eftir að komast í viðeigandi úrræði. Heiða Björg segir vandann mikinn og margir vilji gjarnan fá að leigja svona hús. Það verði hins vegar líka að huga að umhverfinu, hvaðan viðkomandi kemur og annað slíkt. „Þetta verður vandasamt en það verður vandað til verka,“ segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa því miður orðið vör við mótmæli íbúa Aðspurð um mótmæli frá íbúum þeirra hverfa þar sem smáhúsin verða segir Heiða Björg: „Já, við höfum því miður orðið vör við þó nokkuð mikil mótmæli. Það er kannski skiljanlegt að mörgu leyti, fólk þekkir þetta ekki og veit ekki hvað þarna er á ferðinni. Við erum alltaf of hrædd við allt sem við þekkjum ekki. Fólk hefur talað um „not in my backyard“ eða NIMBY-isma í því. Eflaust eru einhverjir þar staddir, vilja bara að allt sé gert fyrir alla en ekki nálægt sér því það er óþægilegt.“ Þá segist hún telja að flestir þekki ekki hversu fjölbreyttur hópur heimilislausir eru. „Þú sérð ekkert endilega utan á fólki úti á götu hver er heimilislaus og hver ekki. Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin. Þetta er bara fólk sem hefur misst fótanna í lífi sínu og þarf að fá stað til þess að búa á og ég held að þegar við verðum búin að koma þessum húsum og fólk verður farið að búa í þeim þá vona ég bara að þau fái að vera þarna og vera í friði,“ segir Heiða Björg. Um skaðaminnkandi úrræði sé að ræða þar sem heimilisleysi sé skaðlegt. „Það er ekki bara skaðlegt fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus. Það er skaðlegt fyrir fjölskylduna hans, vini og bara fyrir samfélagið allt. Ég held að við sem samfélagið, það reynir á að við sýnum hvernig samfélag við erum og hvernig við komum fram við þá sem hefur það erfiðast í okkar samfélagi og þetta er sá hópur sem hefur það einna erfiðast og ég held að við eigum að standa með þeim.“ Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira
Ef áætlanir ganga eftir geta fyrstu íbúar smáhúsa í Gufunesi flutt inn í nóvember en húsin eru ætluð heimilislausu fólki. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heimilisleysi skaðlegt, ekki aðeins fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus, heldur einnig fjölskyldu hans, vini og samfélagið allt. Nú reyni á að samfélagið sýni hvernig komið sé fram við þá sem eigi erfiðast í samfélaginu en heimilislausir séu einmitt sá hópur sem eigi einna erfiðast. Heiða Björg ræddi um smáhúsin í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrir helgi var greint frá því á vef Reykjavíkurborgar að fyrstu húsin hefðu verið sett niður í Gufunesi. Á næstu árum er áætlað að í heild rísi tuttugu smáhýsi fyrir heimilislausa í borginni á sjö mismunandi stöðum, meðal annars í Laugardal og miðborginni. Heiða Björg segir húsin vera um 30 fermetra að stærð og að það sé ekki flókið að koma þeim fyrir á sínum stað. Þá séu þau færanleg og því þarf ekki svo að vera að þar sem þeim sé komið fyrir núna sé varanleg staðsetning til áratuga. Leigan verður hófleg. Smáhúsin eru hugsuð fyrir einstaklinga og mögulega pör að sögn Heiðu Bjargar. „Það er ekki þannig að þú þurfir að deila heimili með neinum. Hugsunin er að þarna getur þú eignast þitt eigið heimili, setja nafn þitt á hurðina, fá til þín póst og borga þína leigu og fá til þess stuðning sem þú þarft til þess að halda heimili og læra í raun og veru bara aftur að ganga um og sjá um að allt sé í lagi og það er bara flóknara fyrir marga en maður getur ímyndað sér.“ Um 80 manns sem eru heimilislausir bíða enn eftir að komast í viðeigandi úrræði. Heiða Björg segir vandann mikinn og margir vilji gjarnan fá að leigja svona hús. Það verði hins vegar líka að huga að umhverfinu, hvaðan viðkomandi kemur og annað slíkt. „Þetta verður vandasamt en það verður vandað til verka,“ segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa því miður orðið vör við mótmæli íbúa Aðspurð um mótmæli frá íbúum þeirra hverfa þar sem smáhúsin verða segir Heiða Björg: „Já, við höfum því miður orðið vör við þó nokkuð mikil mótmæli. Það er kannski skiljanlegt að mörgu leyti, fólk þekkir þetta ekki og veit ekki hvað þarna er á ferðinni. Við erum alltaf of hrædd við allt sem við þekkjum ekki. Fólk hefur talað um „not in my backyard“ eða NIMBY-isma í því. Eflaust eru einhverjir þar staddir, vilja bara að allt sé gert fyrir alla en ekki nálægt sér því það er óþægilegt.“ Þá segist hún telja að flestir þekki ekki hversu fjölbreyttur hópur heimilislausir eru. „Þú sérð ekkert endilega utan á fólki úti á götu hver er heimilislaus og hver ekki. Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin. Þetta er bara fólk sem hefur misst fótanna í lífi sínu og þarf að fá stað til þess að búa á og ég held að þegar við verðum búin að koma þessum húsum og fólk verður farið að búa í þeim þá vona ég bara að þau fái að vera þarna og vera í friði,“ segir Heiða Björg. Um skaðaminnkandi úrræði sé að ræða þar sem heimilisleysi sé skaðlegt. „Það er ekki bara skaðlegt fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus. Það er skaðlegt fyrir fjölskylduna hans, vini og bara fyrir samfélagið allt. Ég held að við sem samfélagið, það reynir á að við sýnum hvernig samfélag við erum og hvernig við komum fram við þá sem hefur það erfiðast í okkar samfélagi og þetta er sá hópur sem hefur það einna erfiðast og ég held að við eigum að standa með þeim.“
Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira