Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 08:01 Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Getty/Epa Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. Anders Björck gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á þeim tíma er slysið varð. „Hafi þetta verið raunin, hefðum við tafarlaust fengið skýrslu um slíkt. Eftir þessu hefði verið tekið,“ segir Björck í samtali við SVT. Björk bregst þar við orðum Magnusar Kurm sem leiddi rannsókn eistneskra yfirvalda á slysinu sem varð í september 1994. Alls fórust 852 manns þegar ferjan sökk í Eystrasalti, en 137 komust lífs af. Árið 2004 sagði frá því í Uppdrag Granskning, fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins, að leynilegir flutningar hergagna hafi stundum átt sér stað í ferðum Estonia í Eystrasalti. Magnus Kurm hefur fullyrt að sænski herinn hafi verið við æfingar á svæðinu á þessum tíma, og þá fylgt ferjunni. „Það kann vel að vera að kafbáturinn hafi ekki rekist á Estonia, heldur að Estonia hafi farið of nálægt kafbátnum,“ segir Kurm í samtali við eistneska fjölmiðla. Skjáskot úr þætti DPlay þar sem sjá má gatið á skrokki ferjunnar.EPA Gat á stjórnborðssíðu skrokksins Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Sú hlið hefur snúið að hafsbotni en eftir því sem skipið hefur verið á hreyfingu á hafsbotninum hefur hún orðið sýnilegri. Eistnesk stjórnvöld hafa farið fram á að ráðist verði í nýja og óháða rannsókn á slysinu. Björck segir að ef um árekstur kafbáts og Estonia hefði verið að ræða hefði séð á kafbátnum. Svíar voru einungis með tólf kafbáta í notkun á þessum tímapunkti. „Þörf hefði verið á gríðarmikilli yfirhylmingaraðgerð ef eitthvað svona hafi átt sér stað og reynt hafi verið að fela það.“ Hafi frekar myndast þegar ferjan sökk SVT ræðir einnig við Olle Rutgersson, prófessor emeritus í skipatækni, og segir vel mögulegt að gatið hafi myndast þegar það sökk niður á hafsbotninn – sér í lagi þar sem gatið hafi verið á þeirri hlið sem sneri niður. „Mér fannst ekki eins og gatið hafi litið út eins og að nef kafbáts hafi farið þar inn. Ég tel frekar að eitthvað hafi gerst þegar skipið sökk.“ Rutgersson segir þó ekki hægt að útiloka að ferjan hafi rekist á annað skip. Hafi lás stafnhurðarinnar verið skaddað þá kunni hún að hafa losnað í árekstri. Illa farin stafnhurð Rannsóknarnefnd sænskra, eistneskra og finnskra yfirvalda komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að ástæða slyssins hafi verið að illa farin stafnhurð skipsins hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Sumir þeirra sem komust lífs af hafa sagt að sú skýring hafi hins vegar ekki komið heim og saman við upplifun þeirra. Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. Anders Björck gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á þeim tíma er slysið varð. „Hafi þetta verið raunin, hefðum við tafarlaust fengið skýrslu um slíkt. Eftir þessu hefði verið tekið,“ segir Björck í samtali við SVT. Björk bregst þar við orðum Magnusar Kurm sem leiddi rannsókn eistneskra yfirvalda á slysinu sem varð í september 1994. Alls fórust 852 manns þegar ferjan sökk í Eystrasalti, en 137 komust lífs af. Árið 2004 sagði frá því í Uppdrag Granskning, fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins, að leynilegir flutningar hergagna hafi stundum átt sér stað í ferðum Estonia í Eystrasalti. Magnus Kurm hefur fullyrt að sænski herinn hafi verið við æfingar á svæðinu á þessum tíma, og þá fylgt ferjunni. „Það kann vel að vera að kafbáturinn hafi ekki rekist á Estonia, heldur að Estonia hafi farið of nálægt kafbátnum,“ segir Kurm í samtali við eistneska fjölmiðla. Skjáskot úr þætti DPlay þar sem sjá má gatið á skrokki ferjunnar.EPA Gat á stjórnborðssíðu skrokksins Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Sú hlið hefur snúið að hafsbotni en eftir því sem skipið hefur verið á hreyfingu á hafsbotninum hefur hún orðið sýnilegri. Eistnesk stjórnvöld hafa farið fram á að ráðist verði í nýja og óháða rannsókn á slysinu. Björck segir að ef um árekstur kafbáts og Estonia hefði verið að ræða hefði séð á kafbátnum. Svíar voru einungis með tólf kafbáta í notkun á þessum tímapunkti. „Þörf hefði verið á gríðarmikilli yfirhylmingaraðgerð ef eitthvað svona hafi átt sér stað og reynt hafi verið að fela það.“ Hafi frekar myndast þegar ferjan sökk SVT ræðir einnig við Olle Rutgersson, prófessor emeritus í skipatækni, og segir vel mögulegt að gatið hafi myndast þegar það sökk niður á hafsbotninn – sér í lagi þar sem gatið hafi verið á þeirri hlið sem sneri niður. „Mér fannst ekki eins og gatið hafi litið út eins og að nef kafbáts hafi farið þar inn. Ég tel frekar að eitthvað hafi gerst þegar skipið sökk.“ Rutgersson segir þó ekki hægt að útiloka að ferjan hafi rekist á annað skip. Hafi lás stafnhurðarinnar verið skaddað þá kunni hún að hafa losnað í árekstri. Illa farin stafnhurð Rannsóknarnefnd sænskra, eistneskra og finnskra yfirvalda komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að ástæða slyssins hafi verið að illa farin stafnhurð skipsins hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Sumir þeirra sem komust lífs af hafa sagt að sú skýring hafi hins vegar ekki komið heim og saman við upplifun þeirra.
Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01
Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42