Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. september 2020 18:30 Quim Torra sést hér prýddur gulum borða, einkennistákni sjálfstæðissinna. vísir/epa Hæstiréttur svipti Quim Torra embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu vegna þess að hann hefði brotið gegn kosningalögum ríkisins. Málið snýst um að Torra neitaði að fjarlægja borða. þar sem kallað var eftir því að fangelsaðir leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar yrðu leystir úr haldi, af opinberu húsi í aðdraganda þingkosninganna 2019. Torra sagði í gærkvöldi skjóta skökku við að dómarar, ekki héraðsbúar, væru nú að ákveða að hann fengi ekki lengur að vera forseti héraðsstjórnarinnar. „Ég vil segja ykkur að það er ekki hægt að vinna bug á lýðræðinu með því að beita óréttlátum lögum í hefndarskyni gegn þeim sem standa vörð um mannréttindi,“ sagði Torra. Enginn verðir skipaður í embætti héraðsforseta fyrr en eftir héraðsþingkosningar á næsta ári. Þangað til mun Pere Aragonés varaforseti fara með skyldur Torra. Ákvörðun hæstaréttar var harðlega mótmælt á götum Barcelona í nótt. Bernat Solé, utanríkismálastjóri héraðsstjórnarinnar, segir miður að ágreiningsmál sem varða katalónsku sjálfstæðishreyfinguna sé enn á ný leyst fyrir dómstólum, en slíkt hið sama var gert þegar níu leiðtogar hreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á síðasta ári. „Þetta bann sýnir okkur að mannréttindabrot eiga sér stað á Spáni. Í þessu tilfelli brot á tjáningarfrelsinu. Þetta sýnir einnig fram á illvilja í garð sjálfstæðishreyfingarinnar,“ segir Solé. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tjáningarfrelsi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Hæstiréttur svipti Quim Torra embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu vegna þess að hann hefði brotið gegn kosningalögum ríkisins. Málið snýst um að Torra neitaði að fjarlægja borða. þar sem kallað var eftir því að fangelsaðir leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar yrðu leystir úr haldi, af opinberu húsi í aðdraganda þingkosninganna 2019. Torra sagði í gærkvöldi skjóta skökku við að dómarar, ekki héraðsbúar, væru nú að ákveða að hann fengi ekki lengur að vera forseti héraðsstjórnarinnar. „Ég vil segja ykkur að það er ekki hægt að vinna bug á lýðræðinu með því að beita óréttlátum lögum í hefndarskyni gegn þeim sem standa vörð um mannréttindi,“ sagði Torra. Enginn verðir skipaður í embætti héraðsforseta fyrr en eftir héraðsþingkosningar á næsta ári. Þangað til mun Pere Aragonés varaforseti fara með skyldur Torra. Ákvörðun hæstaréttar var harðlega mótmælt á götum Barcelona í nótt. Bernat Solé, utanríkismálastjóri héraðsstjórnarinnar, segir miður að ágreiningsmál sem varða katalónsku sjálfstæðishreyfinguna sé enn á ný leyst fyrir dómstólum, en slíkt hið sama var gert þegar níu leiðtogar hreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á síðasta ári. „Þetta bann sýnir okkur að mannréttindabrot eiga sér stað á Spáni. Í þessu tilfelli brot á tjáningarfrelsinu. Þetta sýnir einnig fram á illvilja í garð sjálfstæðishreyfingarinnar,“ segir Solé.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tjáningarfrelsi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira