Dusty slátraði geitinni Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 22:58 Lokaleikurinn í níundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og GOAT mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Dust2. Leikmenn Dusty mættu heldur betur öflugir til leiks. Strax frá fyrstu lotu létu þeir leikmenn GOAT finna til tevatnins. Hverja lotuna á fætur annari stráfelldi lið Dusty leikmenn GOAT. Þrátt fyrir að vera ofurliði bornir sýndu leikmenn GOAT mikinn dugnað er þeir stóðu sína pligt. Skilaði það GOAT tveimur lotum í einhliða fyrri hálfleik þar sem að leikmenn Dusty þeir th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) og EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fóru hamförum. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 GOAT. Strax í upphafi seinni hálfleiks sýndu leikmenn GOAT hvað þeir geta gert fái þeir tækifæri. Með flottri spilamennsku tóku þeir fyrstu lotuna og tvær til viðbótar. Lið Dusty var þó fljótt að svara og tók aftur stjórnina á leiknum. Nú með leikinn í tangarhaldi sigldu þeir honum heim. Loka staðan Dusty 16 - 5 GOAT Staðan við lok 9.umferðar Var þetta síðasti leikurinn í 9.umferð og eru þá 5 umferðir eftir. Lið Dusty er á topnum taplausir en stórveldi KR fylgir fast á hæla þeirra á meðan HaFiÐ gerir sig líklega til að hrista upp í hlutunum. Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Lokaleikurinn í níundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og GOAT mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Dust2. Leikmenn Dusty mættu heldur betur öflugir til leiks. Strax frá fyrstu lotu létu þeir leikmenn GOAT finna til tevatnins. Hverja lotuna á fætur annari stráfelldi lið Dusty leikmenn GOAT. Þrátt fyrir að vera ofurliði bornir sýndu leikmenn GOAT mikinn dugnað er þeir stóðu sína pligt. Skilaði það GOAT tveimur lotum í einhliða fyrri hálfleik þar sem að leikmenn Dusty þeir th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) og EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fóru hamförum. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 GOAT. Strax í upphafi seinni hálfleiks sýndu leikmenn GOAT hvað þeir geta gert fái þeir tækifæri. Með flottri spilamennsku tóku þeir fyrstu lotuna og tvær til viðbótar. Lið Dusty var þó fljótt að svara og tók aftur stjórnina á leiknum. Nú með leikinn í tangarhaldi sigldu þeir honum heim. Loka staðan Dusty 16 - 5 GOAT Staðan við lok 9.umferðar Var þetta síðasti leikurinn í 9.umferð og eru þá 5 umferðir eftir. Lið Dusty er á topnum taplausir en stórveldi KR fylgir fast á hæla þeirra á meðan HaFiÐ gerir sig líklega til að hrista upp í hlutunum.
Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn