Fjallið úr sóttkví og segir fimm COVID-19 skimanir að baki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 09:30 Hafþór Júlíus Björnson með konu sinni Kelsey og nýfæddum syni þeirra. Mynd/Instagram Síðustu tvær vikur hafa reynt á þolinmæðina hjá Hafþóri Júlíusi Björnssyni en hann sagði frá reynslu sinni í nýjasta Youtube myndbandinu sínu. Hafþór Júlíus er áfram að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardagann við Eddie Hall í Las Vegas. Það kom smá babb í bátinn á dögunum. Hafþór fór til Danmerkur og Austurríkis á dögunum og þurfti að sjálfsögðu að fara í fimm daga sóttkví þegar hann kom til baka. Hafþór hélt að hann væri laus eftir þessa fimm daga og neikvætt próf. Annað kom þó á daginn. „Ég var laus úr sóttkví eftir að prófið sýndi að ég væri ekki með COVID. Allt leit vel úr og ég var frjáls maður,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu sínu sem sjá má hér fyrir neðan. Hann hélt svo áfram. watch on YouTube „Ég fór í myndatöku daginn eftir og vitið þið hvað? Ég var svo óheppinn að einstaklingur sem var með mér í myndatökunni greindist með COVID-19 sama dag og hann hitti mig. Ég fékk því símtal og mér var sagt að ég þyrfti að fara í sóttkví í sjö daga,“ sagði Hafþór Júlíus. „Í dag er því fyrsti dagurinn þar sem ég kemst aftur í æfingasalinn. Ég er spenntur að geta æft að nýju og tilbúinn í alvöru átök. Ég er búinn að fara hingað til í fimm COVID-19 próf og ég hef verið neikvæður í öll skiptin,“ sagði Hafþór Júlíus. „Mörg ykkar eru örugglega að velta því fyrir ykkur af hverju ég er ekki bara heima hjá mér en málið er bara að ég verð að æfa. Ég var með æfingahjólið og lóðin með mér á hótelinu og reyndi að gera það sem ég gat. Ég er svo ánægður að geta mætt aftur á æfingu hingað,“ sagði Hafþór Júlíus sem viðurkenndi að hann væri búinn að missa aðeins niður í sóttkvínni. „Ég sat mikið á hótelherberginu og það hjálpaði ekki þolinu mínu. Ég fór á hjólið á hverjum degi og skuggaboxaði á hverjum degi. Það var samt ekki gott að missa af þessum æfingum og ég ligg núna á bæn að þurfa ekki að fara í sóttkví aftur. Ég hef ekki efni á því,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að auka æfingarnar sínar. „Ég ætla að æfa tvisvar á dag núna. Ég æfði sex daga í viku og ætla halda áfram að hvíla mig á laugardögum,“ sagði Hafþór Júlíus. Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira
Síðustu tvær vikur hafa reynt á þolinmæðina hjá Hafþóri Júlíusi Björnssyni en hann sagði frá reynslu sinni í nýjasta Youtube myndbandinu sínu. Hafþór Júlíus er áfram að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardagann við Eddie Hall í Las Vegas. Það kom smá babb í bátinn á dögunum. Hafþór fór til Danmerkur og Austurríkis á dögunum og þurfti að sjálfsögðu að fara í fimm daga sóttkví þegar hann kom til baka. Hafþór hélt að hann væri laus eftir þessa fimm daga og neikvætt próf. Annað kom þó á daginn. „Ég var laus úr sóttkví eftir að prófið sýndi að ég væri ekki með COVID. Allt leit vel úr og ég var frjáls maður,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu sínu sem sjá má hér fyrir neðan. Hann hélt svo áfram. watch on YouTube „Ég fór í myndatöku daginn eftir og vitið þið hvað? Ég var svo óheppinn að einstaklingur sem var með mér í myndatökunni greindist með COVID-19 sama dag og hann hitti mig. Ég fékk því símtal og mér var sagt að ég þyrfti að fara í sóttkví í sjö daga,“ sagði Hafþór Júlíus. „Í dag er því fyrsti dagurinn þar sem ég kemst aftur í æfingasalinn. Ég er spenntur að geta æft að nýju og tilbúinn í alvöru átök. Ég er búinn að fara hingað til í fimm COVID-19 próf og ég hef verið neikvæður í öll skiptin,“ sagði Hafþór Júlíus. „Mörg ykkar eru örugglega að velta því fyrir ykkur af hverju ég er ekki bara heima hjá mér en málið er bara að ég verð að æfa. Ég var með æfingahjólið og lóðin með mér á hótelinu og reyndi að gera það sem ég gat. Ég er svo ánægður að geta mætt aftur á æfingu hingað,“ sagði Hafþór Júlíus sem viðurkenndi að hann væri búinn að missa aðeins niður í sóttkvínni. „Ég sat mikið á hótelherberginu og það hjálpaði ekki þolinu mínu. Ég fór á hjólið á hverjum degi og skuggaboxaði á hverjum degi. Það var samt ekki gott að missa af þessum æfingum og ég ligg núna á bæn að þurfa ekki að fara í sóttkví aftur. Ég hef ekki efni á því,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að auka æfingarnar sínar. „Ég ætla að æfa tvisvar á dag núna. Ég æfði sex daga í viku og ætla halda áfram að hvíla mig á laugardögum,“ sagði Hafþór Júlíus.
Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti