Dómarar verða minna strangir varðandi hendi Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 13:01 Martin Atkinson dæmdi hendi á Victor Lindelöf, eftir að hafa skoðað atvikið á skjá, en hefði sennilega sleppt því miðað við nýju viðmiðin. vísir/getty Ensku úrvalsdeildarfélögin í fótbolta hafa fengið í gegn að dómarar verði mildari varðandi það hvenær dæma skuli hendi, eftir fjölda umdeildra vítaspyrnudóma í upphafi leiktíðar. Það var viðbúið að vítaspyrnudómarnir yrðu fleiri en áður í Englandi í vetur eftir að þess var krafist að sama lína yrði í úrvalsdeildinni eins og öðrum helstu deildum Evrópu, varðandi það hvenær dæma skyldi hendi. Í fyrstu þremur umferðunum hafa nú þegar sex vítaspyrnur verið dæmdar á menn fyrir hendi, sem vakið hafa miklar deilur. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú fundað með IFAB, stjórninni sem semur lög fótboltans, og fengið í gegn að dómarar hafi meira frelsi til að meta ákveðin atriði huglægt. Enn verði þó farið eftir útgefnum reglum. Dómurum er því uppálagt, frá og með næstu helgi, að meta betur sjálfir hvernig líkamsstaða leikmanns sé og hversu langt hann sé frá boltanum áður en hann fær hann í höndina. Hefðu dæmdt víti á Dier en ekki Lindelöf Samkvæmt ESPN þýðir það þó ekki að menn sleppi við að fá dæmt á sig víti fyrir að sveifla hendi fyrir ofan öxl, jafnvel þó þeir snúi baki í boltann eins og í tilviki Eric Dier í leik Tottenham og Newcastle. ESPN segir hins vegar að líklega hefðu vítaspyrnurnar sem dæmdar voru á Matt Doherty í leik gegn Southampton, Victor Lindelöf í leik gegn Crystal Palace og Joel Ward í leik gegn Everton, ekki verið dæmdar miðað við nýju viðmiðin. Boltinn hafi skoppað í Doherty af stuttu færi, hönd Lindelöf hafi verið í eðlilegri stöðu, og hönd Wards verið nálægt búknum. Vítið sem dæmt var á Robin Koch, þegar Liverpool vann Leeds í fyrstu umferð, hefði aftur á móti verið dæmt þar sem að boltinn fór nægilega langa vegalengd og handleggur Koch var of langt frá búknum. Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarfélögin í fótbolta hafa fengið í gegn að dómarar verði mildari varðandi það hvenær dæma skuli hendi, eftir fjölda umdeildra vítaspyrnudóma í upphafi leiktíðar. Það var viðbúið að vítaspyrnudómarnir yrðu fleiri en áður í Englandi í vetur eftir að þess var krafist að sama lína yrði í úrvalsdeildinni eins og öðrum helstu deildum Evrópu, varðandi það hvenær dæma skyldi hendi. Í fyrstu þremur umferðunum hafa nú þegar sex vítaspyrnur verið dæmdar á menn fyrir hendi, sem vakið hafa miklar deilur. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú fundað með IFAB, stjórninni sem semur lög fótboltans, og fengið í gegn að dómarar hafi meira frelsi til að meta ákveðin atriði huglægt. Enn verði þó farið eftir útgefnum reglum. Dómurum er því uppálagt, frá og með næstu helgi, að meta betur sjálfir hvernig líkamsstaða leikmanns sé og hversu langt hann sé frá boltanum áður en hann fær hann í höndina. Hefðu dæmdt víti á Dier en ekki Lindelöf Samkvæmt ESPN þýðir það þó ekki að menn sleppi við að fá dæmt á sig víti fyrir að sveifla hendi fyrir ofan öxl, jafnvel þó þeir snúi baki í boltann eins og í tilviki Eric Dier í leik Tottenham og Newcastle. ESPN segir hins vegar að líklega hefðu vítaspyrnurnar sem dæmdar voru á Matt Doherty í leik gegn Southampton, Victor Lindelöf í leik gegn Crystal Palace og Joel Ward í leik gegn Everton, ekki verið dæmdar miðað við nýju viðmiðin. Boltinn hafi skoppað í Doherty af stuttu færi, hönd Lindelöf hafi verið í eðlilegri stöðu, og hönd Wards verið nálægt búknum. Vítið sem dæmt var á Robin Koch, þegar Liverpool vann Leeds í fyrstu umferð, hefði aftur á móti verið dæmt þar sem að boltinn fór nægilega langa vegalengd og handleggur Koch var of langt frá búknum.
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00
Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30