Uppfært: Höskuldur kominn í leitirnar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. september 2020 12:37 Hundurinn Höskuldur hvarf frá eiganda sínum á Geirsnefi um sexleytið í gær. Síðast sást til hans í Rofabæ. Úr einkasafni „Ég er búin að leita að honum í alla nótt. Ég fór heim og náði að leggja mig í klukkutíma og er búin að vera að leita í allan dag,“ segir Emma Lovísa Fjeldsted sem saknar rauðbrúna mini Pinscher hundarins Höskuldar . Emma Lovísa var með hundana sína tvo á Geirsnefi um sexleytið í gær þegar annar hundur kom hlaupandi að þeim geltandi. „Þetta var íslenskur hundur sem byrjaði að gelta og elta Höskuld, hundinn minn. Hann hleypur að þeim og eltir svo Höskuld út um allt svæðið. Eigandi íslenska hundsins náði ekki að stoppa hann af en svo kom önnur kona okkur til hjálpar og náði honum loksins. Þá var hundurinn minn greinilega orðinn mjög hræddur og heldur áfram að hlaupa og hleypur út veginn.“ Emma segist ekki hafa grunað að hundurinn hennar myndi hlaupa út af svæðinu því hann fari aldrei langt frá henni. Hún segist hafa tekið hinn hundinn sinn upp í bílinn og svo farið að leita eftir Höskuldi. „Þegar ég var búin að leita eftir honum árangurslaust þarna í kring í rúman klukkutíma ákvað ég að auglýsa eftir honum á Facebook. Ég fékk strax ábendingu um að sést hafi til hans hlaupa upp Ártúnsbrekkuna í umferðinni. Ég bý sjálf í Hraunbænum svo að ég hugsa að hann hafi bara ætlað að fara heim.“ Höskuldur minn hefur ekki enn fundist. Það var leitað alveg framm undir morgun án árangurs. Hann hvarf frá Geirsnefi...Posted by Emma Lovísa Eðvarðsdóttir Fjeldsted on Wednesday, September 30, 2020 Einnig barst Emmu ábending um að sést hafi til Höskuldar í Rofabæ tæplega tveimur tímum eftir að hann hvarf. „Ég er búin að leita út um allt á þessu svæði og er mjög þakklát þeim sem hafa hjálpað til við leitina en ég er algjörlega í molum að vera ekki búin að finna hann.“ Emma biðlar til fólks á þessu svæði að hafa augun opin fyrir rauðbrúnum mini Pinscher. Fyrir þá sem hafa ábendingar um farir Höskuldar er bent á að hafa samband við Emmu í gegnum Facebooksíðu hennar eða í símanúmer: 851-8805. Uppfært klukkan 15:50 Höskuldur er kominn í leitirnar að sögn Emmu Lovísu þökk sé yndislegu fólki sem rakst á hann við Urriðastakk. „Þvílíka hetjan að hafa lifað þessa köldu nótt af var farin að ímynda mér og undirbúa mig undir það versta, en guð er góður takk allir fyrir hjálpina að finna hann með mér þvílík samheldni sem verður þegar eitthvað er að, vá er svo ótrúlega þakklát fyrir alla sem hjálpuðu mérá þessum erfiðan sólahring, á erfitt með að koma í orð yfir hversu þakklát og glöð ég er veit ekki hvar ég hefði verið án ykkar. Höskuldur er bara mjög góður miðað við bara þurfti bað og mat þegar heim var komið.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Sjá meira
„Ég er búin að leita að honum í alla nótt. Ég fór heim og náði að leggja mig í klukkutíma og er búin að vera að leita í allan dag,“ segir Emma Lovísa Fjeldsted sem saknar rauðbrúna mini Pinscher hundarins Höskuldar . Emma Lovísa var með hundana sína tvo á Geirsnefi um sexleytið í gær þegar annar hundur kom hlaupandi að þeim geltandi. „Þetta var íslenskur hundur sem byrjaði að gelta og elta Höskuld, hundinn minn. Hann hleypur að þeim og eltir svo Höskuld út um allt svæðið. Eigandi íslenska hundsins náði ekki að stoppa hann af en svo kom önnur kona okkur til hjálpar og náði honum loksins. Þá var hundurinn minn greinilega orðinn mjög hræddur og heldur áfram að hlaupa og hleypur út veginn.“ Emma segist ekki hafa grunað að hundurinn hennar myndi hlaupa út af svæðinu því hann fari aldrei langt frá henni. Hún segist hafa tekið hinn hundinn sinn upp í bílinn og svo farið að leita eftir Höskuldi. „Þegar ég var búin að leita eftir honum árangurslaust þarna í kring í rúman klukkutíma ákvað ég að auglýsa eftir honum á Facebook. Ég fékk strax ábendingu um að sést hafi til hans hlaupa upp Ártúnsbrekkuna í umferðinni. Ég bý sjálf í Hraunbænum svo að ég hugsa að hann hafi bara ætlað að fara heim.“ Höskuldur minn hefur ekki enn fundist. Það var leitað alveg framm undir morgun án árangurs. Hann hvarf frá Geirsnefi...Posted by Emma Lovísa Eðvarðsdóttir Fjeldsted on Wednesday, September 30, 2020 Einnig barst Emmu ábending um að sést hafi til Höskuldar í Rofabæ tæplega tveimur tímum eftir að hann hvarf. „Ég er búin að leita út um allt á þessu svæði og er mjög þakklát þeim sem hafa hjálpað til við leitina en ég er algjörlega í molum að vera ekki búin að finna hann.“ Emma biðlar til fólks á þessu svæði að hafa augun opin fyrir rauðbrúnum mini Pinscher. Fyrir þá sem hafa ábendingar um farir Höskuldar er bent á að hafa samband við Emmu í gegnum Facebooksíðu hennar eða í símanúmer: 851-8805. Uppfært klukkan 15:50 Höskuldur er kominn í leitirnar að sögn Emmu Lovísu þökk sé yndislegu fólki sem rakst á hann við Urriðastakk. „Þvílíka hetjan að hafa lifað þessa köldu nótt af var farin að ímynda mér og undirbúa mig undir það versta, en guð er góður takk allir fyrir hjálpina að finna hann með mér þvílík samheldni sem verður þegar eitthvað er að, vá er svo ótrúlega þakklát fyrir alla sem hjálpuðu mérá þessum erfiðan sólahring, á erfitt með að koma í orð yfir hversu þakklát og glöð ég er veit ekki hvar ég hefði verið án ykkar. Höskuldur er bara mjög góður miðað við bara þurfti bað og mat þegar heim var komið.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Sjá meira