Þakklát fyrir að tennurnar séu heilar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. september 2020 15:30 Danshöfundurinn Chantelle Carey slasaðist í rafskútuslysi í miðbænum í vikunni. Aðsend mynd „Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur ef ég hefði verið með hjálm,“ segir Chantelle Carey danshöfundur í samtali við Vísi. Chantelle birti færslu á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hún segir frá rafskútuslysi sem hún varð fyrir í fyrradag. So.... yesterday was fun... After a great opening weekend of the show... off I go to collect my car from the theatre. I...Posted by Chantelle Carey on Þriðjudagur, 29. september 2020 „Ég ætlaði að sækja bílinn minn í Þjóðleikhúsið og var á leiðinni frá Hlemmi á rafskútu þegar slysið gerist. Ég hef oft tekið rafskútu þessa leið svo að þetta var bara einhver óheppni í mér í þetta skiptið.“ Slysið segir Chantelle hafi atvikast þannig að þegar hún fór á rafskútunni yfir götu á Rauðarárstíg og upp á gangstétt þá hafi hjólið staðið á sér. „Gangstéttin þarna er svolítið ójöfn svo að þegar ég ætlaði upp á hana af götunni þá stóð hjólið á sér með þeim afleiðingum að ég skall beint með andlitið á stéttina.“ Chantelle segist í kjölfarið strax hafa farið upp á sjúkrahús þar sem hugað var að henni eftir slysið. Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur fyrir mig ef ég hefði verið með hjálm. Chantelle segist prísa sig sæla að hafa ekki hlotið neinn skaða á tönnum sínum við höggið en hún marðist töluvert í andliti og fékk einnig vott af heilahristingi. „Þetta var mjög þungt högg og ég er bara þakklát fyrir að tennurnar séu heilar. Það verður eitthvað í það að ég fari aftur á rafskútu, svo mikið er víst,“ segir Chantelle. Hún bætir því við að gangstéttir á þessu svæði séu margar hverjar ójafnar og að fólk þurfi að gæta fyllstu varúðar ef ferðast á þar um á rafskútum. „Auðvitað var þetta óheppni hjá mér en ég held samt að gangstéttir á þessu svæði séu ekkert sérstaklega góðar fyrir svona faratæki. Ég mæli allavega með því að fólk fari varlega og noti hjálm. Hann hefði bjargað miklu í mínu tilviki.“ Rafhlaupahjól Reykjavík Leikhús Samgönguslys Tengdar fréttir Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28 Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25 Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur ef ég hefði verið með hjálm,“ segir Chantelle Carey danshöfundur í samtali við Vísi. Chantelle birti færslu á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hún segir frá rafskútuslysi sem hún varð fyrir í fyrradag. So.... yesterday was fun... After a great opening weekend of the show... off I go to collect my car from the theatre. I...Posted by Chantelle Carey on Þriðjudagur, 29. september 2020 „Ég ætlaði að sækja bílinn minn í Þjóðleikhúsið og var á leiðinni frá Hlemmi á rafskútu þegar slysið gerist. Ég hef oft tekið rafskútu þessa leið svo að þetta var bara einhver óheppni í mér í þetta skiptið.“ Slysið segir Chantelle hafi atvikast þannig að þegar hún fór á rafskútunni yfir götu á Rauðarárstíg og upp á gangstétt þá hafi hjólið staðið á sér. „Gangstéttin þarna er svolítið ójöfn svo að þegar ég ætlaði upp á hana af götunni þá stóð hjólið á sér með þeim afleiðingum að ég skall beint með andlitið á stéttina.“ Chantelle segist í kjölfarið strax hafa farið upp á sjúkrahús þar sem hugað var að henni eftir slysið. Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur fyrir mig ef ég hefði verið með hjálm. Chantelle segist prísa sig sæla að hafa ekki hlotið neinn skaða á tönnum sínum við höggið en hún marðist töluvert í andliti og fékk einnig vott af heilahristingi. „Þetta var mjög þungt högg og ég er bara þakklát fyrir að tennurnar séu heilar. Það verður eitthvað í það að ég fari aftur á rafskútu, svo mikið er víst,“ segir Chantelle. Hún bætir því við að gangstéttir á þessu svæði séu margar hverjar ójafnar og að fólk þurfi að gæta fyllstu varúðar ef ferðast á þar um á rafskútum. „Auðvitað var þetta óheppni hjá mér en ég held samt að gangstéttir á þessu svæði séu ekkert sérstaklega góðar fyrir svona faratæki. Ég mæli allavega með því að fólk fari varlega og noti hjálm. Hann hefði bjargað miklu í mínu tilviki.“
Rafhlaupahjól Reykjavík Leikhús Samgönguslys Tengdar fréttir Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28 Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25 Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28
Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25
Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20