Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 08:01 Þó að það sé ekki líklegt er mögulegt að strákarnir okkar rökræði við íslenskan dómara í leiknum við Rúmeníu. Vísir/Hulda Margrét Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. Að óbreyttu mætast Ísland og Rúmenía á Laugardalsvelli eftir viku, 8. október. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars síðastliðnum. Sigurliðið mun svo mæta sigurvegara leiks Búlgaríu og Ungverjalands, á útivelli þann 12. nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM. Nóg að þrettán leikmenn séu til taks Framkvæmdanefnd UEFA tilkynnti á dögunum um sérstakar kórónuveirureglur vegna umspilsleikjanna. Þar segir að til að leikur fari fram þurfi hvort lið aðeins að hafa 13 leikmenn til taks (þar af einn markmann), fari svo að hluti leikmannahóps sé skikkaður í sóttkví af yfirvöldum í viðkomandi landi. Ef að ekki tekst að tefla fram 13 leikmönnum verður hægt að fresta leik. Þetta er öfugt við það sem verið hefur í Evrópukeppnum félagsliða í haust þar sem lið hafa getað tapað 3-0 án þess að spila. Þar hafa liðin verið ábyrg fyrir því að leikmenn sínir lendi ekki í sóttkví og heimalið ábyrgt fyrir því að gestalið megi yfir höfuð koma inn í landið að því gefnu að enginn sé smitaður. Dómari frá Íslandi á Laugardalsvelli? UEFA segir að hægt verði að fresta umspilsleikjum alveg fram í landsleikjagluggann frá 31. maí til 8. júní næsta sumar, gerist þess þörf. Hafa má í huga að EM hefst 11. júní. Fyrsti leikur í dauðariðlinum sem Ísland myndi lenda í, með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal, er 15. júní. UEFA áskilur sér einnig rétt til að færa umspilsleik til annars lands gerist þess þörf. Loks kemur einnig fram í reglum UEFA um umspilsleikina að fari svo að meðlimur úr dómarateymi leiks greinist með kórónuveiruna geti UEFA fyllt í skarðið með dómara frá heimaþjóðinni, jafnvel dómara sem ekki sé á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sjá meira
Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. Að óbreyttu mætast Ísland og Rúmenía á Laugardalsvelli eftir viku, 8. október. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars síðastliðnum. Sigurliðið mun svo mæta sigurvegara leiks Búlgaríu og Ungverjalands, á útivelli þann 12. nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM. Nóg að þrettán leikmenn séu til taks Framkvæmdanefnd UEFA tilkynnti á dögunum um sérstakar kórónuveirureglur vegna umspilsleikjanna. Þar segir að til að leikur fari fram þurfi hvort lið aðeins að hafa 13 leikmenn til taks (þar af einn markmann), fari svo að hluti leikmannahóps sé skikkaður í sóttkví af yfirvöldum í viðkomandi landi. Ef að ekki tekst að tefla fram 13 leikmönnum verður hægt að fresta leik. Þetta er öfugt við það sem verið hefur í Evrópukeppnum félagsliða í haust þar sem lið hafa getað tapað 3-0 án þess að spila. Þar hafa liðin verið ábyrg fyrir því að leikmenn sínir lendi ekki í sóttkví og heimalið ábyrgt fyrir því að gestalið megi yfir höfuð koma inn í landið að því gefnu að enginn sé smitaður. Dómari frá Íslandi á Laugardalsvelli? UEFA segir að hægt verði að fresta umspilsleikjum alveg fram í landsleikjagluggann frá 31. maí til 8. júní næsta sumar, gerist þess þörf. Hafa má í huga að EM hefst 11. júní. Fyrsti leikur í dauðariðlinum sem Ísland myndi lenda í, með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal, er 15. júní. UEFA áskilur sér einnig rétt til að færa umspilsleik til annars lands gerist þess þörf. Loks kemur einnig fram í reglum UEFA um umspilsleikina að fari svo að meðlimur úr dómarateymi leiks greinist með kórónuveiruna geti UEFA fyllt í skarðið með dómara frá heimaþjóðinni, jafnvel dómara sem ekki sé á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki