Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2020 18:27 Hluti skýrsluhöfunda kom saman í gær og fögnuðu útgáfu skýrslunnar sem unnið hefur verið að síðustu tvö ár. Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Skýrslan er unnin með þátttöku barna og ungmenna víðsvegar af landinu til að mæta aðaláherslu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna; að börn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða þau. Við vinnslu skýrslunnar skein í gegn áhyggjur barna af kynfeðrislegri misnotkun á netinu og vantrú á að dómskerfið taki á slikum málum. Þau vilja aukna fræðslu. „Það er erfitt að halda utan um það sem gerist á netinu og okkur finnst að það verði að fræða fólk,“ segir Soffía Kristjánsdóttir, ein þeirra sem tók þátt í starfinu. „Það þarf að fræða ungmenni og börn um hættur á netinu og hvernig þau geti sýnt ábyrga net-og samfélagsmiðlanotkun.“ Skýrsluhöfundar tóku viðtal við Sólborgu Guðbrandsdóttur sem heldur úti instagramsíðunni Fávitar. Hún fær tugi fyrirspurna frá börnum á degi hverjum sem varðaa kynlíf og kynferðislega áreitni. „Yngsta barnið sem hefur leitað til mín er 11 ára og mörg börn í grunnskóla hafa hringt og beðið um ráð,“ segir Sólborg meðal annars í myndbandi sem hópurinn setti saman. Hún telur síðan upp um hvað fyrirspurnirnar fjalla helst um. Soffía tók þátt í að vinna skýrsluna og Einar Hrafn var ritstjórnarmeðlimur.vísir/sigurjón „Algengast er að þetta séu kynferðisskilaboð, kynferðislýsingar, óumbeðnar kynfæramyndir, börnunum boðið vændiskaup og hótanir á dreifingu nektarmynda,“ segir Sólborg. Skýrsluhöfundar segja að það skorti greinilega kynfræðslu. Einn ristjóra skýrslunnar segir börn leggja mikla áherslu á það. „Og að vinna með börnum í að búa til kynfræðslu. Það kom síítrekað upp. Einnig að vinna með LGBT-börnum við að þróa nýjar áherslur og einnig aðrar breyttar áherslur í breyttum heimi,“ segir Einar Hrafn Árnason. Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Skýrslan er unnin með þátttöku barna og ungmenna víðsvegar af landinu til að mæta aðaláherslu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna; að börn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða þau. Við vinnslu skýrslunnar skein í gegn áhyggjur barna af kynfeðrislegri misnotkun á netinu og vantrú á að dómskerfið taki á slikum málum. Þau vilja aukna fræðslu. „Það er erfitt að halda utan um það sem gerist á netinu og okkur finnst að það verði að fræða fólk,“ segir Soffía Kristjánsdóttir, ein þeirra sem tók þátt í starfinu. „Það þarf að fræða ungmenni og börn um hættur á netinu og hvernig þau geti sýnt ábyrga net-og samfélagsmiðlanotkun.“ Skýrsluhöfundar tóku viðtal við Sólborgu Guðbrandsdóttur sem heldur úti instagramsíðunni Fávitar. Hún fær tugi fyrirspurna frá börnum á degi hverjum sem varðaa kynlíf og kynferðislega áreitni. „Yngsta barnið sem hefur leitað til mín er 11 ára og mörg börn í grunnskóla hafa hringt og beðið um ráð,“ segir Sólborg meðal annars í myndbandi sem hópurinn setti saman. Hún telur síðan upp um hvað fyrirspurnirnar fjalla helst um. Soffía tók þátt í að vinna skýrsluna og Einar Hrafn var ritstjórnarmeðlimur.vísir/sigurjón „Algengast er að þetta séu kynferðisskilaboð, kynferðislýsingar, óumbeðnar kynfæramyndir, börnunum boðið vændiskaup og hótanir á dreifingu nektarmynda,“ segir Sólborg. Skýrsluhöfundar segja að það skorti greinilega kynfræðslu. Einn ristjóra skýrslunnar segir börn leggja mikla áherslu á það. „Og að vinna með börnum í að búa til kynfræðslu. Það kom síítrekað upp. Einnig að vinna með LGBT-börnum við að þróa nýjar áherslur og einnig aðrar breyttar áherslur í breyttum heimi,“ segir Einar Hrafn Árnason.
Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira