Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2020 16:46 Sveinbjörn Indriðason er forstjóri Isavia. Fram kom í Viðskiptablaðinu á dögunum að laun forstjóra Isavia hefðu hækkað úr tæplega 1,6 milljónum króna í tæpar þrjár milljónir á mánuði. Hækkunin næmi 88 prósentum á fjórum árum. Sveinbjörn tók við sem forstjóri af Birni Óla Haukssyni í fyrra. Isavia Kórónuveiran hafði veruleg áhrif á rekstur Isavia á fyrri hluta ársins. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 7,6 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 2,5 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Inni í þeirri afkomu var niðurfærsla upp á um 1,9 milljarð króna vegna falls Wow air. Í tilkynningu frá Isavia segir að rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á fyrri helmingi ársins 2020 hafi verið neikvæð um 5,3 milljarða króna. Til samanburðar var rekstrarafkomu neikvæð upp á 942 milljónir króna árið á undan. „Áhrif kórónuveirunnar voru veruleg á rekstur félagsins á fyrri helmingi ársins og nam samdráttur í tekjum frá sama tímabili í fyrra um 9,6 milljörðum króna eða 53%. Ef horft er eingöngu til annars ársfjórðungs nam tekjusamdráttur milli ára um 77% fyrir samstæðu Isavia en 97% ef horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur gripið til verulegra hagræðingaaðgerða til að mæta tekjusamdrættinum en áhrifa þeirra mun gæta á síðari hluta ársins. Engu að síður lækkaði rekstrarkostnaður um 12,4% milli fyrri helmings árs 2019 og 2020 sem má að stærstum hluta rekja til aðgerða sem félagið greip til í kjölfar falls Wow air í lok fyrsta ársfjórðungs á síðasta ári og áhrifa af kyrrsetningu Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir áhrif kórónuveirunnar á rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hafa verið veruleg. Afkoman hjá samstæðu Isavia beri þess merki. „Við höfum gripið til umfangsmikilla aðgerða til að mæta þessum áhrifum og höfum m.a. því miður neyðst til þess að segja upp fjölda starfsmanna hjá móðurfélaginu og í Fríhöfninni ásamt því að skerða starfshlutföll starfsmanna hjá samstæðunni. Við búum okkur undir að flugumferð fari jafnvel ekki af stað á ný fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Þannig lítur þetta út í dag. Afkomuspá okkar gerir nú ráð fyrir að heildarafkoma samstæðu Isavia verði neikvæð um 13-14 milljarða króna á árinu 2020 og að áhrif kórónuveirunnar geti því numið um 15-16 milljörðum króna á heildarafkomuna. Aftur á móti er sjóðstaða félagsins sterk og við ráðum við að vera tekjulaus á Keflavíkurflugvelli fram á næsta vor án þess að sækja viðbótar fjármögnun. Við gerum þó ráð fyrir í okkar áætlunum að sækja nýtt fjármagn inn í félagið til að geta viðhaldið okkar umsvifum til næstu ára.“ Þrátt fyrir gríðarmikil áhrif kórónuveirunnar á rekstur Isavia og ferðaþjónustunnar í heild þá telji félagið að mikil tækifæri séu til staðar fyrir Ísland og innlenda ferðaþjónustu þegar flug hefst á ný. „Við sáum í sumar að það er mjög mikill áhugi hjá ferðamönnum að heimsækja Ísland og þá kom það okkur í rauninni á óvart hversu hratt flugfélög fjölguðu ferðum þegar byrjað var að skima fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli í júní,“ segir Sveinbjörn. „Ferðamenn munu að okkar mati sækja heim áfangastaði sem bjóða upp víðáttu og hreinleika, þannig að við teljum að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður þegar flug hefst á ný. Við sjáum líka mikil tækifæri til að styrkja samkeppnisstöðu Keflavíkurflugvallar sem tengiflugvallar milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þá má ekki gleyma því að það flugfélag sem hefur nýtt flugvöllinn sem tengiflugvöll tryggði sér nýverið mikilvæga fjármögnun. Þó að staðan núna sé afar krefjandi megum við ekki missa sjónar á þeim miklu möguleikum sem við höfum til framtíðar,” segir Sveinbjörn. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Kórónuveiran hafði veruleg áhrif á rekstur Isavia á fyrri hluta ársins. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 7,6 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 2,5 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Inni í þeirri afkomu var niðurfærsla upp á um 1,9 milljarð króna vegna falls Wow air. Í tilkynningu frá Isavia segir að rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á fyrri helmingi ársins 2020 hafi verið neikvæð um 5,3 milljarða króna. Til samanburðar var rekstrarafkomu neikvæð upp á 942 milljónir króna árið á undan. „Áhrif kórónuveirunnar voru veruleg á rekstur félagsins á fyrri helmingi ársins og nam samdráttur í tekjum frá sama tímabili í fyrra um 9,6 milljörðum króna eða 53%. Ef horft er eingöngu til annars ársfjórðungs nam tekjusamdráttur milli ára um 77% fyrir samstæðu Isavia en 97% ef horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur gripið til verulegra hagræðingaaðgerða til að mæta tekjusamdrættinum en áhrifa þeirra mun gæta á síðari hluta ársins. Engu að síður lækkaði rekstrarkostnaður um 12,4% milli fyrri helmings árs 2019 og 2020 sem má að stærstum hluta rekja til aðgerða sem félagið greip til í kjölfar falls Wow air í lok fyrsta ársfjórðungs á síðasta ári og áhrifa af kyrrsetningu Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir áhrif kórónuveirunnar á rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hafa verið veruleg. Afkoman hjá samstæðu Isavia beri þess merki. „Við höfum gripið til umfangsmikilla aðgerða til að mæta þessum áhrifum og höfum m.a. því miður neyðst til þess að segja upp fjölda starfsmanna hjá móðurfélaginu og í Fríhöfninni ásamt því að skerða starfshlutföll starfsmanna hjá samstæðunni. Við búum okkur undir að flugumferð fari jafnvel ekki af stað á ný fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Þannig lítur þetta út í dag. Afkomuspá okkar gerir nú ráð fyrir að heildarafkoma samstæðu Isavia verði neikvæð um 13-14 milljarða króna á árinu 2020 og að áhrif kórónuveirunnar geti því numið um 15-16 milljörðum króna á heildarafkomuna. Aftur á móti er sjóðstaða félagsins sterk og við ráðum við að vera tekjulaus á Keflavíkurflugvelli fram á næsta vor án þess að sækja viðbótar fjármögnun. Við gerum þó ráð fyrir í okkar áætlunum að sækja nýtt fjármagn inn í félagið til að geta viðhaldið okkar umsvifum til næstu ára.“ Þrátt fyrir gríðarmikil áhrif kórónuveirunnar á rekstur Isavia og ferðaþjónustunnar í heild þá telji félagið að mikil tækifæri séu til staðar fyrir Ísland og innlenda ferðaþjónustu þegar flug hefst á ný. „Við sáum í sumar að það er mjög mikill áhugi hjá ferðamönnum að heimsækja Ísland og þá kom það okkur í rauninni á óvart hversu hratt flugfélög fjölguðu ferðum þegar byrjað var að skima fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli í júní,“ segir Sveinbjörn. „Ferðamenn munu að okkar mati sækja heim áfangastaði sem bjóða upp víðáttu og hreinleika, þannig að við teljum að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður þegar flug hefst á ný. Við sjáum líka mikil tækifæri til að styrkja samkeppnisstöðu Keflavíkurflugvallar sem tengiflugvallar milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þá má ekki gleyma því að það flugfélag sem hefur nýtt flugvöllinn sem tengiflugvöll tryggði sér nýverið mikilvæga fjármögnun. Þó að staðan núna sé afar krefjandi megum við ekki missa sjónar á þeim miklu möguleikum sem við höfum til framtíðar,” segir Sveinbjörn.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent