Í beinni: Tveir hörkuleikir í úrvalsdeildinni í eFótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 19:16 Róbert Daði [Fylki] er meðal keppanda í kvöld. Skjáskot Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Leikir kvöldsins verða sýndir beint á Twitch-rás KSÍ. Finna má streymi á leiki kvöldsins neðst í fréttinni. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur mæta með FIFA Ultimate Team-lið sín og verðuur spilað í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Útsending kvöldsins hefst klukkan 19:15 og stendur yfir til 21:00. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. Spilaðar verða fjórtán umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Leikirnir tveir í kvöld eru eftirtaldir: Róbert Daði [Fylkir] og Tindur Örvar [Fylkir] mætast klukkan 19.25. Jóhann Ólafur [LFG] mætir Bjarka Má [Víking] klukkan 20.15 Hér má sjá beina útsendingu leikja kvöldsins. Hér má finna stöðuna í deildinni sem og leikjadagskrá mótsins. Rafíþróttir Fótbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport
Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Leikir kvöldsins verða sýndir beint á Twitch-rás KSÍ. Finna má streymi á leiki kvöldsins neðst í fréttinni. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur mæta með FIFA Ultimate Team-lið sín og verðuur spilað í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Útsending kvöldsins hefst klukkan 19:15 og stendur yfir til 21:00. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. Spilaðar verða fjórtán umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Leikirnir tveir í kvöld eru eftirtaldir: Róbert Daði [Fylkir] og Tindur Örvar [Fylkir] mætast klukkan 19.25. Jóhann Ólafur [LFG] mætir Bjarka Má [Víking] klukkan 20.15 Hér má sjá beina útsendingu leikja kvöldsins. Hér má finna stöðuna í deildinni sem og leikjadagskrá mótsins.
Rafíþróttir Fótbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport