Krossleggur putta meðan fimm Gullverjar bíða niðurstöðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 13:17 Gullver í höfn á Seyðisfirði. Síldarvinnslan/Ómar Bogason Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. Hinir tíu eru í sjálfskipuðu sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar segir málið tekið alvarlega en vonast að um haustpest sé að ræða. Skipinu var siglt til hafnar á Seyðisfirði í gærkvöldi eftir að fimm skipverjar voru með einkenni sem gætu bent til Covid-smits af sem kórónuveiran veldur. Starfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Austurlands hitti skipverjana í morgunsárið og tók af þeim sýni. Ómar Bogason, framleiðslustjóri bolfisks hjá Síldarvinnslunni, segir skipverjana bíða niðurstöðu á hóteli í bænum. Hinir tíu séu í leiguhúsnæði sem alla jafna er nýtt af ferðamönnum sem lítið er af hér á landi þessa dagana. „Mér fannst það mjög vel gert hjá þeim. Þeir hefðu getað farið heim á herbergi,“ segir Ómar. Allir vilji fara varlega og skipverjarnir því frestað að hitta konu og börn svo alls öryggis væri gætt. „Maður vonar að þetta sé bara haustpest. Okkur ber að fara varlega. Ég er mjög ánægður með skipstjórann. Hann tók á þessu af mikilli festu.“ Verið er að landa úr skipinu sem stendur en aðeins þrír fara um borð í skipið, í hlífðarbúnaði. Skipið er lokað að því undanskildu lestinni og löndunarkrana um borð í skipinu. Ómar segir að frekari ákvarðanir verði teknar þegar niðurstaða liggi fyrir, vonandi seinna í dag. Mögulegu smiti sé tekið af mikilli alvöru. „Ef af yrði er þetta gríðarlega stórt mál á svona litlum stað eins og Seyðisfirði. Þá þyrftu margir að fara í einangrun. Maður krossar putta og vonar að þetta sé bara flensa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Sjávarútvegur Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. Hinir tíu eru í sjálfskipuðu sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar segir málið tekið alvarlega en vonast að um haustpest sé að ræða. Skipinu var siglt til hafnar á Seyðisfirði í gærkvöldi eftir að fimm skipverjar voru með einkenni sem gætu bent til Covid-smits af sem kórónuveiran veldur. Starfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Austurlands hitti skipverjana í morgunsárið og tók af þeim sýni. Ómar Bogason, framleiðslustjóri bolfisks hjá Síldarvinnslunni, segir skipverjana bíða niðurstöðu á hóteli í bænum. Hinir tíu séu í leiguhúsnæði sem alla jafna er nýtt af ferðamönnum sem lítið er af hér á landi þessa dagana. „Mér fannst það mjög vel gert hjá þeim. Þeir hefðu getað farið heim á herbergi,“ segir Ómar. Allir vilji fara varlega og skipverjarnir því frestað að hitta konu og börn svo alls öryggis væri gætt. „Maður vonar að þetta sé bara haustpest. Okkur ber að fara varlega. Ég er mjög ánægður með skipstjórann. Hann tók á þessu af mikilli festu.“ Verið er að landa úr skipinu sem stendur en aðeins þrír fara um borð í skipið, í hlífðarbúnaði. Skipið er lokað að því undanskildu lestinni og löndunarkrana um borð í skipinu. Ómar segir að frekari ákvarðanir verði teknar þegar niðurstaða liggi fyrir, vonandi seinna í dag. Mögulegu smiti sé tekið af mikilli alvöru. „Ef af yrði er þetta gríðarlega stórt mál á svona litlum stað eins og Seyðisfirði. Þá þyrftu margir að fara í einangrun. Maður krossar putta og vonar að þetta sé bara flensa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Sjávarútvegur Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira