„Við höfum einstakt tækifæri til að líta í spegil“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:15 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að íslenskt samfélag hafi nú einstakt tækifæri á því að líta í spegil til þess að spyrja sig hvort samfélagið sem skapað hefur verið sé eins og við viljum hafa það. Hún segir verk ríkisstjórnarinnar sýna að hún deili ekki gildismati með þjóðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Þórhildar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem nú standa yfir. Þar sagði hún ráðherra ríkisstjórnarinnar stöðugt kalla eftir samstöðu, en aldrei vera sjálf tilbúin til þess að vera með. „Hæstvirtur forsætisráðherra kallar eftir samstöðu á erfiðum tímum. Og hæstvirtur fjármálaráðherra segir vinnandi fólki, sem vill halda umsömdum launahækkunum lífskjarasamningsins til streitu, að það verði nú að átta sig á því að við séum öll á sama bátnum,“ sagði Þórhildur. „En þegar við Píratar lögðum til að frysta launahækkanir kjörinna fulltrúa fyrr á þessu ári var minna um samstöðu og sjómannalíkingar á þeim bænum. Ráðherrarnir sóttu sína 115 þúsund króna launahækkun og sýndu í verki að hjal þeirra um samstöðu átti ekki við þau sjálf,“ bætti hún við. Sakaði hún ríkisstjórnina um að segja eitt, en gera annað. „Þau segja ekkert mikilvægara en að tryggja atvinnu, og borga fyrirtækjum milljarða til að halda starfsfólki - en borga svo sömu fyrirtækjum fleiri milljarða til að reka þetta sama starfsfólk stuttu síðar.“ Enginn þörf væri á slíkri ríkisstjórn. „Við þurfum ekki ríkisstjórn sem blessar brottvísanir barna og líður rasisma innan sinna raða. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem vanvirðir kvennastéttir. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað. Við getum valið stjórnvöld sem deila gildismati með þjóðinni. Við getum valið betri, heiðarlegri og réttlátari framtíð. Til þess þurfum við að þora að velja nýja kosti í kjörklefanum.“ Alþingi Píratar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að íslenskt samfélag hafi nú einstakt tækifæri á því að líta í spegil til þess að spyrja sig hvort samfélagið sem skapað hefur verið sé eins og við viljum hafa það. Hún segir verk ríkisstjórnarinnar sýna að hún deili ekki gildismati með þjóðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Þórhildar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem nú standa yfir. Þar sagði hún ráðherra ríkisstjórnarinnar stöðugt kalla eftir samstöðu, en aldrei vera sjálf tilbúin til þess að vera með. „Hæstvirtur forsætisráðherra kallar eftir samstöðu á erfiðum tímum. Og hæstvirtur fjármálaráðherra segir vinnandi fólki, sem vill halda umsömdum launahækkunum lífskjarasamningsins til streitu, að það verði nú að átta sig á því að við séum öll á sama bátnum,“ sagði Þórhildur. „En þegar við Píratar lögðum til að frysta launahækkanir kjörinna fulltrúa fyrr á þessu ári var minna um samstöðu og sjómannalíkingar á þeim bænum. Ráðherrarnir sóttu sína 115 þúsund króna launahækkun og sýndu í verki að hjal þeirra um samstöðu átti ekki við þau sjálf,“ bætti hún við. Sakaði hún ríkisstjórnina um að segja eitt, en gera annað. „Þau segja ekkert mikilvægara en að tryggja atvinnu, og borga fyrirtækjum milljarða til að halda starfsfólki - en borga svo sömu fyrirtækjum fleiri milljarða til að reka þetta sama starfsfólk stuttu síðar.“ Enginn þörf væri á slíkri ríkisstjórn. „Við þurfum ekki ríkisstjórn sem blessar brottvísanir barna og líður rasisma innan sinna raða. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem vanvirðir kvennastéttir. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað. Við getum valið stjórnvöld sem deila gildismati með þjóðinni. Við getum valið betri, heiðarlegri og réttlátari framtíð. Til þess þurfum við að þora að velja nýja kosti í kjörklefanum.“
Alþingi Píratar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira