Brotaþoli í nauðgunarmáli nuddara fær að bera vitni í gegnum Teams Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:39 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Manninum er alls gefið að sök að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans sem nuddara á árunum 2009 til 2015. Er manninum gefið að sök að hafa nuddað kynfæri þeirra og sett fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm, þeim að óvörum. Alls gera konurnar kröfu um að maðurinn greiði hverri þeirra 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Það sem tekist var á um í Landsrétti og í Héraðsdómi var hvort að umrætt vitni þyrfti að mæta í persónu í dómsal til þess að bera vitni. Verjandi nuddarans gerði þá kröfu, um lykilvitni væri að ræða og því ætti að skylda hana til að mæta í dómsal, ella ætti að draga mál hennar til baka. Saksóknari í málinu benti hins vegar á að umrædd kona væri í ferli um að fá varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum, hún mætti því ekki yfirgefa landið. Auk þess lægi það ljóst fyrir að kórónuveirufaraldurinn flækti allar brottfarir frá Bandaríkjunum og óvíst væri hvort konan myndi komast heim á nýjan leik. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir að þrátt fyrir að æskilegt væri að konan kæmi til landsins til þess að bera vitni væri hægt að fallast á það að slíkt væri ekki hægt miðað við núverandi stöðu. Konunni væri því heimilt að bera vitni í gegnum fjarfundabúnað Microsoft Teams með því að mæta á skrifstofu ótilgreinds ræðismanns í Bandaríkjunum með vegabréf, þar sem hún gefi skýrslu í hljóði og mynd, sem tekin verði upp af hálfu Héraðsdóms Reykjaness. Kemur einnig fram að haga skuli skýrslutökunni þannig að allir sem staddir verði í dómsal geti séð og hlýtt á orðaskipti á milli spyrjenda og vitnisins, líkt og hún væri á staðnum í persónu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Manninum er alls gefið að sök að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans sem nuddara á árunum 2009 til 2015. Er manninum gefið að sök að hafa nuddað kynfæri þeirra og sett fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm, þeim að óvörum. Alls gera konurnar kröfu um að maðurinn greiði hverri þeirra 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Það sem tekist var á um í Landsrétti og í Héraðsdómi var hvort að umrætt vitni þyrfti að mæta í persónu í dómsal til þess að bera vitni. Verjandi nuddarans gerði þá kröfu, um lykilvitni væri að ræða og því ætti að skylda hana til að mæta í dómsal, ella ætti að draga mál hennar til baka. Saksóknari í málinu benti hins vegar á að umrædd kona væri í ferli um að fá varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum, hún mætti því ekki yfirgefa landið. Auk þess lægi það ljóst fyrir að kórónuveirufaraldurinn flækti allar brottfarir frá Bandaríkjunum og óvíst væri hvort konan myndi komast heim á nýjan leik. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir að þrátt fyrir að æskilegt væri að konan kæmi til landsins til þess að bera vitni væri hægt að fallast á það að slíkt væri ekki hægt miðað við núverandi stöðu. Konunni væri því heimilt að bera vitni í gegnum fjarfundabúnað Microsoft Teams með því að mæta á skrifstofu ótilgreinds ræðismanns í Bandaríkjunum með vegabréf, þar sem hún gefi skýrslu í hljóði og mynd, sem tekin verði upp af hálfu Héraðsdóms Reykjaness. Kemur einnig fram að haga skuli skýrslutökunni þannig að allir sem staddir verði í dómsal geti séð og hlýtt á orðaskipti á milli spyrjenda og vitnisins, líkt og hún væri á staðnum í persónu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira