Costco dæmt til að greiða sjö milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 14:50 Verslun Costco á Íslandi. Vísir/hanna Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. SVÞ höfðaði málið gegn Costco í apríl á þessu ári. Samtökin kröfðust þess að Costco greiddi vangoldin félagsgjöld frá nóvember 2018 til nóvember 2019, bæði til sín og Samtaka atvinnulífsins (SA). Málinu hafði áður verið vísað frá dómi vegna óljósrar kröfu SVÞ. Fram kemur í dómi að Costco hafi sótt um aðild að samtökunum í ágúst 2016 en aðild að SVÞ felur jafnframt í sér aðild að Samtökum atvinnulífsins. Costco hélt því fram fyrir dómi að fyrirtækið hafi aldrei verið upplýst um að umsókn fæli í sér ótímabundna aðild að samtökunum og þá hafi ekkert gefið til kynna að greiða ætti félagsgjöld. Fyrstu reikningar fyrir félagsgjöld að samtökunum hafi numið á bilinu 8.250 til 13 þúsund krónum en þeir hafi hins vegar margfaldast án útskýringa í lok árs 2018, farið úr áðurnefndum upphæðum og upp í rúmar þrjár milljónir króna. Dómurinn leit svo á að með samþykki á umsókn Costco um aðild að félögunum hafi komist á samningur með þeim. Þá liggi fyrir að ástæða þess að félagsgjöldin voru svo lág í fyrstu hafi verið sú að SVÞ hafði ekki upplýsingar um launagreiðslur Costco. Þær hafi svo fengist og reikningarnir því hækkað. Þá hefðu fyrstu reikningarnir, sem Costco greiddi vandkvæðalaust, jafnframt átt að gefa Costco til kynna að aðild að samtökunum væri ekki ókeypis. Costco var að endingu dæmt til að greiða SVÞ umrædd félagsgjöld, alls að upphæð 7,3 milljónum króna, auk dráttarvaxta. Þá var Costco jafnframt gert að greiða SVÞ 750 þúsund krónur í málskostnað. Costco Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00 Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. SVÞ höfðaði málið gegn Costco í apríl á þessu ári. Samtökin kröfðust þess að Costco greiddi vangoldin félagsgjöld frá nóvember 2018 til nóvember 2019, bæði til sín og Samtaka atvinnulífsins (SA). Málinu hafði áður verið vísað frá dómi vegna óljósrar kröfu SVÞ. Fram kemur í dómi að Costco hafi sótt um aðild að samtökunum í ágúst 2016 en aðild að SVÞ felur jafnframt í sér aðild að Samtökum atvinnulífsins. Costco hélt því fram fyrir dómi að fyrirtækið hafi aldrei verið upplýst um að umsókn fæli í sér ótímabundna aðild að samtökunum og þá hafi ekkert gefið til kynna að greiða ætti félagsgjöld. Fyrstu reikningar fyrir félagsgjöld að samtökunum hafi numið á bilinu 8.250 til 13 þúsund krónum en þeir hafi hins vegar margfaldast án útskýringa í lok árs 2018, farið úr áðurnefndum upphæðum og upp í rúmar þrjár milljónir króna. Dómurinn leit svo á að með samþykki á umsókn Costco um aðild að félögunum hafi komist á samningur með þeim. Þá liggi fyrir að ástæða þess að félagsgjöldin voru svo lág í fyrstu hafi verið sú að SVÞ hafði ekki upplýsingar um launagreiðslur Costco. Þær hafi svo fengist og reikningarnir því hækkað. Þá hefðu fyrstu reikningarnir, sem Costco greiddi vandkvæðalaust, jafnframt átt að gefa Costco til kynna að aðild að samtökunum væri ekki ókeypis. Costco var að endingu dæmt til að greiða SVÞ umrædd félagsgjöld, alls að upphæð 7,3 milljónum króna, auk dráttarvaxta. Þá var Costco jafnframt gert að greiða SVÞ 750 þúsund krónur í málskostnað.
Costco Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00 Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00
Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05