Grípa til harðra aðgerða í Madríd Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 16:23 Heilbrigðisstarfsmernn við skimun í Madríd. AP/Bernat Armangue Um það bil 4,8 milljónir íbúa Madrídar mega nú ekki yfirgefa borgina, sem er fyrsta höfuðborg Evrópu þar sem gripið er til svo harðra sóttvarnaraðgerða á nýjan leik. Veitingahúsum og krám í Madríd verður lokað snemma í kvöld og verður hámarksfjöldi gesta þeirra takmarkaður um helming í framhaldi af því. Aðgerðirnar nú eru ekki jafn strangar og þær voru fyrr á árinu þegar Covid-19 var í hraðri útbreiðslu á Spáni. Fólki var meinað að yfirgefa heimili sín í mars. Nú hefur þeim verið ráðlagt að yfirgefa ekki heimili sín nema þegar nauðsynlegt er. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Spáni og í Madríd. Um 850 af hverjum hundrað þúsund íbúum hafa smitast, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem Reuters vitnar í. Íbúar sem blaðamenn Reuters ræddu við segjast þreyttir á deilum embættismanna í Madríd og ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórn Madrídar hafði sett sambærilegar takmarkanir á í fátækari hverfum borgarinnar en ríkisstjórn Spánar fyrirskipaði að þær áttu að ná yfir alla íbúa og íbúa úthverfa Madrídar. Þá efast einhverjir um að aðgerðirnar muni virka. „Við höfum verið með grímur í átta mánuði. Án klúbba og samkvæma en samt er faraldurinn enn í gangi. Hvaða máli munu þessar aðgerðir þá skipta?“ sagði Sonny van den Hosltein, eigandi veitingahúss. Hann sagði íbúa ráðvillta og óttaslegna. Í heildina hafa um 779 þúsund manns smitast af Covid-19 á spáni og tæplega 32 þúsund hafa dáið, frá upphafi faraldursins. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Um það bil 4,8 milljónir íbúa Madrídar mega nú ekki yfirgefa borgina, sem er fyrsta höfuðborg Evrópu þar sem gripið er til svo harðra sóttvarnaraðgerða á nýjan leik. Veitingahúsum og krám í Madríd verður lokað snemma í kvöld og verður hámarksfjöldi gesta þeirra takmarkaður um helming í framhaldi af því. Aðgerðirnar nú eru ekki jafn strangar og þær voru fyrr á árinu þegar Covid-19 var í hraðri útbreiðslu á Spáni. Fólki var meinað að yfirgefa heimili sín í mars. Nú hefur þeim verið ráðlagt að yfirgefa ekki heimili sín nema þegar nauðsynlegt er. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Spáni og í Madríd. Um 850 af hverjum hundrað þúsund íbúum hafa smitast, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem Reuters vitnar í. Íbúar sem blaðamenn Reuters ræddu við segjast þreyttir á deilum embættismanna í Madríd og ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórn Madrídar hafði sett sambærilegar takmarkanir á í fátækari hverfum borgarinnar en ríkisstjórn Spánar fyrirskipaði að þær áttu að ná yfir alla íbúa og íbúa úthverfa Madrídar. Þá efast einhverjir um að aðgerðirnar muni virka. „Við höfum verið með grímur í átta mánuði. Án klúbba og samkvæma en samt er faraldurinn enn í gangi. Hvaða máli munu þessar aðgerðir þá skipta?“ sagði Sonny van den Hosltein, eigandi veitingahúss. Hann sagði íbúa ráðvillta og óttaslegna. Í heildina hafa um 779 þúsund manns smitast af Covid-19 á spáni og tæplega 32 þúsund hafa dáið, frá upphafi faraldursins.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira