„Helgin mun ráða úrslitum“ Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 22:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu í dag vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur, enda sé fjöldi nýrra smita verulegt áhyggjuefni. Helgin ráði þó úrslitum um næstu skref. „Þó það sé ekki beinlínis veldisvöxtur í faraldrinum þá er vöxturinn töluverður línulegur vöxtur. Við vorum að fara yfir, með þríeykinu ágæta, hvaða kostir eru í stöðunni ef gripið verður til hertra aðgerða og hvers megi vænta í þeim efnum,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn í dag. Hún segir ýmsa möguleika vera uppi á borðinu en sóttvarnalæknir hafi enn sem komið er ekki skilað tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sagðist þó vera sterklega að íhuga hertari aðgerðir hér innanlands til þess að sporna gegn þeim vexti sem faraldurinn er í. Ástæða fundarins var að sögn Katrínar að gefa ráðherrum kost á að heyra mat sérfræðinganna á stöðu mála og hvaða valkostir væru fyrir hendi. Ferlið væri þó skýrt varðandi það að það væri sóttvarnalæknir sem hefði lokaorðið með því að skila tillögum til heilbrigðisráðherra. „Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur. Við höfum hins vegar verið í okkar stefnumótun að lágmarka samfélagsleg áhrif af faraldrinum, og það höfum við gert með því að beita vægari aðgerðum en til að mynda mörg nágrannalönd okkar þegar kemur að fjöldatakmörkunum og öðru,“ sagði Katrín en bætti þó við að kannski kallaði núverandi ástand á stærri skref. „Nú er kannski komið að þeim tímapunkti að við þurfum að vega og meta hvort við metum að það sé viðunandi árangur sem er að nást af því.“ Sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi og íhugar næstu skref varðandi aðgerðir innanlands.Vísir/Vilhelm Höfum verið að keyra eftir hárréttri braut Slakað var á samkomutakmörkunum í byrjun september eftir að smitum fór að fækka í annarri bylgju faraldursins. Þann 7. september var nálægðarreglunni breytt úr tveimur metrum í einn metra og máttu þá 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. Nú hafa tugir smita greinst daglega undanfarnar vikur og sveiflast á milli daga hvort meiri- eða minnihluti sé í sóttkví. Ekki hefur verið gripið til þess að herða aðgerðir innanlands en aðspurð segir Katrín ekki líta svo á að yfirvöldum hafi mistekist í þessari þriðju bylgju. „Ég held nú að ekkert hafi mistekist í þessu. Ég held að við höfum verið að keyra í raun og veru eftir hárréttri braut, það er að segja að ganga aldrei lengra en við höfum metið að þörf krefði.“ Hún segir stöðuna síbreytilega og það hafi alltaf verið ljóst að yfirvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. „Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um það að við þurfum að vera sveigjanleg í öllum okkar aðgerðum, það hefur legið fyrir eiginlega frá upphafi þessa faraldurs.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu í dag vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur, enda sé fjöldi nýrra smita verulegt áhyggjuefni. Helgin ráði þó úrslitum um næstu skref. „Þó það sé ekki beinlínis veldisvöxtur í faraldrinum þá er vöxturinn töluverður línulegur vöxtur. Við vorum að fara yfir, með þríeykinu ágæta, hvaða kostir eru í stöðunni ef gripið verður til hertra aðgerða og hvers megi vænta í þeim efnum,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn í dag. Hún segir ýmsa möguleika vera uppi á borðinu en sóttvarnalæknir hafi enn sem komið er ekki skilað tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sagðist þó vera sterklega að íhuga hertari aðgerðir hér innanlands til þess að sporna gegn þeim vexti sem faraldurinn er í. Ástæða fundarins var að sögn Katrínar að gefa ráðherrum kost á að heyra mat sérfræðinganna á stöðu mála og hvaða valkostir væru fyrir hendi. Ferlið væri þó skýrt varðandi það að það væri sóttvarnalæknir sem hefði lokaorðið með því að skila tillögum til heilbrigðisráðherra. „Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur. Við höfum hins vegar verið í okkar stefnumótun að lágmarka samfélagsleg áhrif af faraldrinum, og það höfum við gert með því að beita vægari aðgerðum en til að mynda mörg nágrannalönd okkar þegar kemur að fjöldatakmörkunum og öðru,“ sagði Katrín en bætti þó við að kannski kallaði núverandi ástand á stærri skref. „Nú er kannski komið að þeim tímapunkti að við þurfum að vega og meta hvort við metum að það sé viðunandi árangur sem er að nást af því.“ Sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi og íhugar næstu skref varðandi aðgerðir innanlands.Vísir/Vilhelm Höfum verið að keyra eftir hárréttri braut Slakað var á samkomutakmörkunum í byrjun september eftir að smitum fór að fækka í annarri bylgju faraldursins. Þann 7. september var nálægðarreglunni breytt úr tveimur metrum í einn metra og máttu þá 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. Nú hafa tugir smita greinst daglega undanfarnar vikur og sveiflast á milli daga hvort meiri- eða minnihluti sé í sóttkví. Ekki hefur verið gripið til þess að herða aðgerðir innanlands en aðspurð segir Katrín ekki líta svo á að yfirvöldum hafi mistekist í þessari þriðju bylgju. „Ég held nú að ekkert hafi mistekist í þessu. Ég held að við höfum verið að keyra í raun og veru eftir hárréttri braut, það er að segja að ganga aldrei lengra en við höfum metið að þörf krefði.“ Hún segir stöðuna síbreytilega og það hafi alltaf verið ljóst að yfirvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. „Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um það að við þurfum að vera sveigjanleg í öllum okkar aðgerðum, það hefur legið fyrir eiginlega frá upphafi þessa faraldurs.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira