Landspítalinn „ekki eins tilbúinn“ nú og í vor Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2020 10:07 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Lögreglan Landspítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor. Verkefnum á Landspítalanum fjölgar hratt, bæði á covid-göngudeild, legudeildum og á gjörgæsludeildum. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans. Spítalinn starfar samkvæmt hættustigi vegna COVID-19 í þessari nýjustu bylgju faraldursins en staðan hefur kallað á lokun deilda. „Það mátti margt læra af fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins hér á landi og við á Landspítala létum það lærdómstækifæri ekki fram hjá okkur fara. Við erum því vel í stakk búin hvað varðar faglega þætti í baráttunni við veiruna, hvort heldur varðar þekkingu og búnað eða afburða hæft starfsfólk,“ skrifar Páll. Afköst covid-göngudeildar hafi verið margfölduð og ýmsar breytingar verið gerðar á öðrum deildum til að bregðast við stöðunni en samtals hafi 9 af 19 skurðstofum verið lokað. Páll ítrekar að áfram verði lífsbjargandi- og öðrum mjög brýnum aðgerðum þó að sjálfsögðu sinnt. „Þótt við kunnum betur til verka nú þá er sérstök áskorun í þessum faraldri sú staðreynd að spítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn til að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor,“ segir Páll. Þetta ráðist einkum af tvennu. Annars vegar hafi spítalinn glímt við verulegan útskriftarvanda við upphaf faraldursins en hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg hafi verið opnað í lok febrúar þegar um 40 einstaklingar sem dvöldu á Landspítala fengu viðeigandi hjúkrunarrými. Hins vegar hafi starfsemi utan spítalans verið afar takmörkuð og þjóðfélagið hafi verið í hægagangi. Það hafi fækkað hefðbundnum verkefnum á spítalanum. Nú sé staðan aftur á móti önnur. „Fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið,“ skrifar Páll. Náið samstarf sé í gangi milli spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og annarra samstarfsstofnanna sem Páll bindur vonir við að skili árangri fljótlega. „Auðvitað vildum við helst vera að vinna upp hluti sem þurftu að bíða meðan á fyrstu bylgju faraldursins stóð, ekki vera enn að glíma við COVID-19. Landspítali er samt bráðaspítali, við erum vön að takast á við óvæntar áskoranir og saga spítalans er saga þrautseigju, fagmennsku og sveigjanleika starfsfólks hans,“ segir Páll sem þakkar starfsfólki samvinnuna og sjúklingum og aðstandendum þeirra sem hafi mátt þola ýmsar hömlur og tilflutning. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Landspítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor. Verkefnum á Landspítalanum fjölgar hratt, bæði á covid-göngudeild, legudeildum og á gjörgæsludeildum. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans. Spítalinn starfar samkvæmt hættustigi vegna COVID-19 í þessari nýjustu bylgju faraldursins en staðan hefur kallað á lokun deilda. „Það mátti margt læra af fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins hér á landi og við á Landspítala létum það lærdómstækifæri ekki fram hjá okkur fara. Við erum því vel í stakk búin hvað varðar faglega þætti í baráttunni við veiruna, hvort heldur varðar þekkingu og búnað eða afburða hæft starfsfólk,“ skrifar Páll. Afköst covid-göngudeildar hafi verið margfölduð og ýmsar breytingar verið gerðar á öðrum deildum til að bregðast við stöðunni en samtals hafi 9 af 19 skurðstofum verið lokað. Páll ítrekar að áfram verði lífsbjargandi- og öðrum mjög brýnum aðgerðum þó að sjálfsögðu sinnt. „Þótt við kunnum betur til verka nú þá er sérstök áskorun í þessum faraldri sú staðreynd að spítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn til að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor,“ segir Páll. Þetta ráðist einkum af tvennu. Annars vegar hafi spítalinn glímt við verulegan útskriftarvanda við upphaf faraldursins en hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg hafi verið opnað í lok febrúar þegar um 40 einstaklingar sem dvöldu á Landspítala fengu viðeigandi hjúkrunarrými. Hins vegar hafi starfsemi utan spítalans verið afar takmörkuð og þjóðfélagið hafi verið í hægagangi. Það hafi fækkað hefðbundnum verkefnum á spítalanum. Nú sé staðan aftur á móti önnur. „Fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið,“ skrifar Páll. Náið samstarf sé í gangi milli spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og annarra samstarfsstofnanna sem Páll bindur vonir við að skili árangri fljótlega. „Auðvitað vildum við helst vera að vinna upp hluti sem þurftu að bíða meðan á fyrstu bylgju faraldursins stóð, ekki vera enn að glíma við COVID-19. Landspítali er samt bráðaspítali, við erum vön að takast á við óvæntar áskoranir og saga spítalans er saga þrautseigju, fagmennsku og sveigjanleika starfsfólks hans,“ segir Páll sem þakkar starfsfólki samvinnuna og sjúklingum og aðstandendum þeirra sem hafi mátt þola ýmsar hömlur og tilflutning.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira