Sjúklingar ekki sendir í aðgerð til útlanda nema í bráðatilfellum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2020 13:34 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Baldur Vegna kórónuveirufaraldursins senda Sjúkratryggingar Íslands sjúklinga ekki lengur í aðgerðir til útlanda nema í mjög svo brýnum tilfellum. Fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa straum af kostnaði vegna aðgerða erlendis er ekki hægt að nýta til að framkvæma sambærilegar aðgerðir hér heima. Nokkur umræða hefur verið uppi um slíkar aðgerðir, einkum liðskiptaaðgerðir, sem margir sækja út fyrir landssteinana, einkum til Svíþjóðar, en slíkar aðgerðir hafa verið niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. Fyrirkomulagið hefur sætt nokkurri gagnrýni, einkum í ljósi þess að slíkar aðgerðir, sem framkvæmdar eru á einkastofum hér á landi, hafa ekki verið niðurgreiddar af sjúkratryggingum. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að ákvörðun hafi verið tekin fyrir nokkru síðan, í nánu samráði við sóttvarnalækni, um að hætt verði að senda fólk til útlanda í aðgerð nema í bráðatilfellum „Það er búið að vera undanfarna mánuði svona til sérstakrar athugunar í hvaða tilvikum er hægt að senda fólk til útlanda og við höfum ákveðið þetta í góðu samráði við sóttvarnalækni á hverjum tíma og tökum til endurskoðunar alltaf reglulega. En því miður þá hefur það verið þannig undanfarið að það hefur þurft að takmarka þetta við sjúklinga sem eru bráðveikir og þar sem að meðferð erlendis þolir í rauninni enga bið,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er nálægt tveimur milljörðum sem að við höfum til þess að greiða fyrir í rauninni alla meðferð sem að fer fram erlendis, ekkert endilega bara þessar [liðskipta]aðgerðir. Þetta geta verið börn sem þurfa á hjartaskurðaðgerðum að halda, þetta geta verið fólk með sérlega vandmeðfarin krabbamein og svo framvegis,“ útskýrir María. Þótt ferðum vegna aðgerða í útlöndum hafi fækkað í heimsfaraldrinum þýðir það þó ekki að fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa undir kostnaði vegna slíkra aðgerð nýtist til að framkvæma slíkar aðgerðir hér á landi. „Það er þannig að á fjárlögum þá er þessi peningur í rauninni alveg eyrnamerktur því að fara í erlenda þjónustu. Þetta er í rauninni ekki fjármagn sem að við getum flutt til innlendra veitenda,“ segir María. „Ég vil nú leggja áherslu á það að þessar um sóknir sem við fáum, við metum auðvitað hverja og eina umsókn. Þannig að það er ekki þannig að þetta sé bara lagt til hliðar heldur förum við mjög vandlega yfir hverja og eina umsókn og það sem að alls ekki getur beðið, það fólk er sannarlega sent erlendis til meðferðar.“ Vísir/Vilhelm Spurð hvort sjúkratryggingar hafi einhverja aðkomu að samtali eða ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á þessu fyrirkomulagi, svo unnt verði að semja við innlenda aðila, segir María að til þyrfti að koma nýtt fjármagn. „Ef það á að semja við innlenda aðila um að auka framboð á þessari þjónustu þá þarf í rauninni bara nýja fjárveitingu frá Alþingi vegna þess að eins og þetta er merkt á fjárlögum þá er ekki hægt að flytja það yfir í aðra þjónustu, jafnvel þó að menn vildu gera það,“ segir María. „Eins og við skiljum þetta þá þyrfti að setja nýtt fjármagn í það að auka framboð á liðskiptingaaðgerðum.“ Þessi mál hafi verið til umræðu. „Við erum að skoða þennan lið með heilbrigðisráðuneytinu og fara alveg í gegnum það hvaða þjónusta er þarna undir, hvaða þjónusta á að vera þarna undir og svo framvegis og það er auðvitað bara mjög mikilvægt að klára þá vinnu,“ segir María. „Við fáum töluvert af fyrirspurnum og ég skil það og við skiljum það bara mjög vel að það er erfitt að bíða á biðlista eftir því að fá bót meina sinna,“ segir María. „Það sem mér finnst mikilvægast er að það er auðvitað betra fyrir sjúklinginn að fá sem mest af sinni meðferð hérna heima.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins senda Sjúkratryggingar Íslands sjúklinga ekki lengur í aðgerðir til útlanda nema í mjög svo brýnum tilfellum. Fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa straum af kostnaði vegna aðgerða erlendis er ekki hægt að nýta til að framkvæma sambærilegar aðgerðir hér heima. Nokkur umræða hefur verið uppi um slíkar aðgerðir, einkum liðskiptaaðgerðir, sem margir sækja út fyrir landssteinana, einkum til Svíþjóðar, en slíkar aðgerðir hafa verið niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. Fyrirkomulagið hefur sætt nokkurri gagnrýni, einkum í ljósi þess að slíkar aðgerðir, sem framkvæmdar eru á einkastofum hér á landi, hafa ekki verið niðurgreiddar af sjúkratryggingum. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að ákvörðun hafi verið tekin fyrir nokkru síðan, í nánu samráði við sóttvarnalækni, um að hætt verði að senda fólk til útlanda í aðgerð nema í bráðatilfellum „Það er búið að vera undanfarna mánuði svona til sérstakrar athugunar í hvaða tilvikum er hægt að senda fólk til útlanda og við höfum ákveðið þetta í góðu samráði við sóttvarnalækni á hverjum tíma og tökum til endurskoðunar alltaf reglulega. En því miður þá hefur það verið þannig undanfarið að það hefur þurft að takmarka þetta við sjúklinga sem eru bráðveikir og þar sem að meðferð erlendis þolir í rauninni enga bið,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er nálægt tveimur milljörðum sem að við höfum til þess að greiða fyrir í rauninni alla meðferð sem að fer fram erlendis, ekkert endilega bara þessar [liðskipta]aðgerðir. Þetta geta verið börn sem þurfa á hjartaskurðaðgerðum að halda, þetta geta verið fólk með sérlega vandmeðfarin krabbamein og svo framvegis,“ útskýrir María. Þótt ferðum vegna aðgerða í útlöndum hafi fækkað í heimsfaraldrinum þýðir það þó ekki að fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa undir kostnaði vegna slíkra aðgerð nýtist til að framkvæma slíkar aðgerðir hér á landi. „Það er þannig að á fjárlögum þá er þessi peningur í rauninni alveg eyrnamerktur því að fara í erlenda þjónustu. Þetta er í rauninni ekki fjármagn sem að við getum flutt til innlendra veitenda,“ segir María. „Ég vil nú leggja áherslu á það að þessar um sóknir sem við fáum, við metum auðvitað hverja og eina umsókn. Þannig að það er ekki þannig að þetta sé bara lagt til hliðar heldur förum við mjög vandlega yfir hverja og eina umsókn og það sem að alls ekki getur beðið, það fólk er sannarlega sent erlendis til meðferðar.“ Vísir/Vilhelm Spurð hvort sjúkratryggingar hafi einhverja aðkomu að samtali eða ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á þessu fyrirkomulagi, svo unnt verði að semja við innlenda aðila, segir María að til þyrfti að koma nýtt fjármagn. „Ef það á að semja við innlenda aðila um að auka framboð á þessari þjónustu þá þarf í rauninni bara nýja fjárveitingu frá Alþingi vegna þess að eins og þetta er merkt á fjárlögum þá er ekki hægt að flytja það yfir í aðra þjónustu, jafnvel þó að menn vildu gera það,“ segir María. „Eins og við skiljum þetta þá þyrfti að setja nýtt fjármagn í það að auka framboð á liðskiptingaaðgerðum.“ Þessi mál hafi verið til umræðu. „Við erum að skoða þennan lið með heilbrigðisráðuneytinu og fara alveg í gegnum það hvaða þjónusta er þarna undir, hvaða þjónusta á að vera þarna undir og svo framvegis og það er auðvitað bara mjög mikilvægt að klára þá vinnu,“ segir María. „Við fáum töluvert af fyrirspurnum og ég skil það og við skiljum það bara mjög vel að það er erfitt að bíða á biðlista eftir því að fá bót meina sinna,“ segir María. „Það sem mér finnst mikilvægast er að það er auðvitað betra fyrir sjúklinginn að fá sem mest af sinni meðferð hérna heima.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira