Telur meiri áhættu af áhorfendum kappleikja en leiksýninga Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2020 20:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur meiri áhættu fólgna í því að leyfa áhorfendur á kappleikjum heldur en í leikhúsum. Í tillögum sóttvarnalæknis um samkomutakmarkanir tilgreinir hann að keppnisíþróttir séu leyfðar með snertingu. Hámarksfjöldi þeirra sem tekur þátt er 50 einstaklingar. Í tillögum sóttvarnalæknis eru áhorfendur ekki leyfðir. Í reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir verður óheimilt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra verður þó heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Í tillögum Þórólfs varðandi sviðslistir er snerting milli leikenda og flytjenda leyfðar. Við viðburði þar sem allir sitja verði gerð krafa um númeruð sæti og nafn gesta verði skráð. Heimilt verði að hafa 100 manns í hólfi og áhorfendur noti grímur. En hvernig rökstyður Þórólfur að leyfa áhorfendur í leikhúsum en ekki á kappleikjum? „Ég rökstyð það þannig að í leikhúsum er ákveðinn hópur fólks. Þetta eru eldri einstaklingar. Áhorfendur verða með grímur og sitja á ákveðnum stöðum. Við gerum kröfu um að fólk sé í númeruðum sætum og við höfum ekki verið að sjá nein smit í tengslum við þessa atburði,“ svarar Þórólfur. Annað mál sé með íþróttirnar. „Við höfum verið að sjá smit tengjast þeim á marga vegu. Ég held að það sé meiri áhætta í því fólgin og á því byggja mínar tillögur,“ segir Þórólfur. Hann segir áhorfendur á kappleikjum séu meira á hreyfingu og láta frekar í sér heyra heldur en þeir sem horfa á leiksýningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15 Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur meiri áhættu fólgna í því að leyfa áhorfendur á kappleikjum heldur en í leikhúsum. Í tillögum sóttvarnalæknis um samkomutakmarkanir tilgreinir hann að keppnisíþróttir séu leyfðar með snertingu. Hámarksfjöldi þeirra sem tekur þátt er 50 einstaklingar. Í tillögum sóttvarnalæknis eru áhorfendur ekki leyfðir. Í reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir verður óheimilt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra verður þó heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Í tillögum Þórólfs varðandi sviðslistir er snerting milli leikenda og flytjenda leyfðar. Við viðburði þar sem allir sitja verði gerð krafa um númeruð sæti og nafn gesta verði skráð. Heimilt verði að hafa 100 manns í hólfi og áhorfendur noti grímur. En hvernig rökstyður Þórólfur að leyfa áhorfendur í leikhúsum en ekki á kappleikjum? „Ég rökstyð það þannig að í leikhúsum er ákveðinn hópur fólks. Þetta eru eldri einstaklingar. Áhorfendur verða með grímur og sitja á ákveðnum stöðum. Við gerum kröfu um að fólk sé í númeruðum sætum og við höfum ekki verið að sjá nein smit í tengslum við þessa atburði,“ svarar Þórólfur. Annað mál sé með íþróttirnar. „Við höfum verið að sjá smit tengjast þeim á marga vegu. Ég held að það sé meiri áhætta í því fólgin og á því byggja mínar tillögur,“ segir Þórólfur. Hann segir áhorfendur á kappleikjum séu meira á hreyfingu og láta frekar í sér heyra heldur en þeir sem horfa á leiksýningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15 Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15
Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57