Hvatti Íslendinga til dáða gegn hinni ósanngjörnu veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 14:04 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti Íslendinga til að sýna samstöðu gegn sameiginlegum andstæðingi, hinni ófyrirsjáanlegu og ósanngjörnu kórónuveiru, í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna og bað alla um að vera á varðbergi. „Við erum núna í stöðu sem við vildum gjarnan hafa sloppið við að vera í. Við breytum ekki því sem er orðið en við getum ráðið því hvert framhaldið verður,“ sagði Víðir á fundinum í dag. Næstu dagar myndu fara í aðlögun að hertum veiruaðgerðum sem tóku gildi í dag og því væri einkar mikilvægt að sýna umburðarlyndi. Þá kvað hann það skiljanlegt að fólki þætti óþægilegt að gefa smitrakningarteymi almannavarna upp nákvæmar lýsingar á öllum sínum ferðum. Fólk velti því jafnframt mikið fyrir sér hvort það hefði átt að haga sér öðruvísi. „Ekki eyða tíma í það,“ sagði Víðir. „Hjálpið okkur bara að vinna í þessu. Hjálpumst að við að finna þau sem hugsanlega hafa smitast og tryggjum að þau fái upplýsingar til að þau get tekið ákvörðun um varnir, sér og sínum til hagsbóta. Það er bara ein leið áfram í þessu og það er samstaða.“ Nú þyrftu allir að passa sig vel. Gæta að fjarlægð við aðra, þvo hendur, sótthreinsa og vernda viðkvæma hópa. „Það reynir á þol og þrautseigju núna. Ekkert er hafið yfir gagnrýni,“ sagði Víðir. „Veiran er andstæðingurinn. Hún er ekki fyrirsjáanleg og hún er ekki sanngjörn. Við hins vegar höfum sýnt að vði getum allt þegar við stöndum saman. Við ætlum að ná þessu niður, við munum vinna marga bardaga og litlir sigrar skapa mikla velgengni. Tökum einn dag í einu, hjálpumst að, leiðbeinum, pössum upp á hvert annað og pössum upp á okkar fólk og sýnum öðrum vinsemd og virðingu. Þetta verður áfram í okkar höndum.“ Lokaorð Víðis á upplýsingafundi almannavarna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti Íslendinga til að sýna samstöðu gegn sameiginlegum andstæðingi, hinni ófyrirsjáanlegu og ósanngjörnu kórónuveiru, í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna og bað alla um að vera á varðbergi. „Við erum núna í stöðu sem við vildum gjarnan hafa sloppið við að vera í. Við breytum ekki því sem er orðið en við getum ráðið því hvert framhaldið verður,“ sagði Víðir á fundinum í dag. Næstu dagar myndu fara í aðlögun að hertum veiruaðgerðum sem tóku gildi í dag og því væri einkar mikilvægt að sýna umburðarlyndi. Þá kvað hann það skiljanlegt að fólki þætti óþægilegt að gefa smitrakningarteymi almannavarna upp nákvæmar lýsingar á öllum sínum ferðum. Fólk velti því jafnframt mikið fyrir sér hvort það hefði átt að haga sér öðruvísi. „Ekki eyða tíma í það,“ sagði Víðir. „Hjálpið okkur bara að vinna í þessu. Hjálpumst að við að finna þau sem hugsanlega hafa smitast og tryggjum að þau fái upplýsingar til að þau get tekið ákvörðun um varnir, sér og sínum til hagsbóta. Það er bara ein leið áfram í þessu og það er samstaða.“ Nú þyrftu allir að passa sig vel. Gæta að fjarlægð við aðra, þvo hendur, sótthreinsa og vernda viðkvæma hópa. „Það reynir á þol og þrautseigju núna. Ekkert er hafið yfir gagnrýni,“ sagði Víðir. „Veiran er andstæðingurinn. Hún er ekki fyrirsjáanleg og hún er ekki sanngjörn. Við hins vegar höfum sýnt að vði getum allt þegar við stöndum saman. Við ætlum að ná þessu niður, við munum vinna marga bardaga og litlir sigrar skapa mikla velgengni. Tökum einn dag í einu, hjálpumst að, leiðbeinum, pössum upp á hvert annað og pössum upp á okkar fólk og sýnum öðrum vinsemd og virðingu. Þetta verður áfram í okkar höndum.“ Lokaorð Víðis á upplýsingafundi almannavarna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54
59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23