Valgeir Valgeirsson hefur verið lánaður frá HK til Brentford í ensku B-deildina.
Valgeir hefur verið á radaranum hjá erlendum liðum en m.a. AaB í Danmörku hefur verið á eftir Valgeiri.
Guðmundur Benediktsson greinir frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni og segir að Valgeir hafi leikið sinn síðasta leik fyrir HK í bili.
Brentford komst í umspilið um laust sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en liðið hefur náð í fjögur stig í fyrstu fjórum leikjunum í ár.
Liðið er í eigu sömu eigenda og eiga FC Midtjylland í Danmörku sem leikur í Meistaradeildinni í ár.
Valgeir Valgeirsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir HK á þessu tímabili, leikmaðurinn og HK hafa náð samkomulagi um lánssamning við Brentford sem spilar í Championship deildinni pic.twitter.com/Ym8kTHso6Y
— Gummi Ben (@GummiBen) October 5, 2020
Uppfært: Brentford hefur nú staðfest komuna og mun hann ganga í B-lið félagsins.
Welcome to #BrentfordB Valgeir Valgeirsson!
— Brentford FC (@BrentfordFC) October 5, 2020
The Icelandic youth international joins the young Bees on loan until the end of the 2020/21 season from @HK_Kopavogur
Full Story https://t.co/VCbgbL6CGT #BrentfordFC pic.twitter.com/odRY8brQ6W