Katrín Júlíusdóttir verðlaunuð fyrir spennusögu Sylvía Hall skrifar 5. október 2020 21:12 Katrínu Júlíusdóttur er margt til lista lagt. Vísir/Baldur Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hlaut í dag spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Sykur. Bókin kom út í dag og er fyrsta skáldsaga Katrínar, en verðlaunin eru einmitt ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Katrín starfar í dag sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson rithöfundar stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgefanda sinn Veröld. Þau skipuðu jafnframt dómnefnd ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar, en þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru veitt. Dómnefndin hrósaði textaskrifum Katrínar og sagði söguna jafnframt draga upp mynd af „sérlega trúverðugum persónum sem standa andspænis skelfilegum glæpum“. „Fléttan er ákaflega vel unnin og samhliða henni er sögð átakanleg fjölskyldusaga. Persóna ódæðismannsins er afar haganlega samansett og sumstaðar má sjá að höfundurinn hefur góða innsýn í baksvið íslenskrar stjórnsýslu. Bókin er grípandi strax frá fyrstu síðu og allt til óvæntra endalokanna sem setja söguna í nýtt samhengi.“ Verðlaunaféð nemur 500 þúsund krónum og auk hefðbundinna höfundarlauna. Katrínu býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headly í ljósi sigursins, en hann hefur verið útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015 af tímaritinu Bookseller. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrstur höfunda Svartfuglinn 2018 fyrir spennusögu sína Marrið í stiganum sem fékk mjög góðar móttökur og hefur útgáfurétturinn á bókinni verið seldur til margra landa. Bókin er komin út á Bretlandi og hefur hlotið sérlega góða dóma, var nýlega tilnefnd sem besta frumraunin í Bretlandi 2020. Bókmenntir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hlaut í dag spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Sykur. Bókin kom út í dag og er fyrsta skáldsaga Katrínar, en verðlaunin eru einmitt ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Katrín starfar í dag sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson rithöfundar stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgefanda sinn Veröld. Þau skipuðu jafnframt dómnefnd ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar, en þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru veitt. Dómnefndin hrósaði textaskrifum Katrínar og sagði söguna jafnframt draga upp mynd af „sérlega trúverðugum persónum sem standa andspænis skelfilegum glæpum“. „Fléttan er ákaflega vel unnin og samhliða henni er sögð átakanleg fjölskyldusaga. Persóna ódæðismannsins er afar haganlega samansett og sumstaðar má sjá að höfundurinn hefur góða innsýn í baksvið íslenskrar stjórnsýslu. Bókin er grípandi strax frá fyrstu síðu og allt til óvæntra endalokanna sem setja söguna í nýtt samhengi.“ Verðlaunaféð nemur 500 þúsund krónum og auk hefðbundinna höfundarlauna. Katrínu býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headly í ljósi sigursins, en hann hefur verið útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015 af tímaritinu Bookseller. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrstur höfunda Svartfuglinn 2018 fyrir spennusögu sína Marrið í stiganum sem fékk mjög góðar móttökur og hefur útgáfurétturinn á bókinni verið seldur til margra landa. Bókin er komin út á Bretlandi og hefur hlotið sérlega góða dóma, var nýlega tilnefnd sem besta frumraunin í Bretlandi 2020.
Bókmenntir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira