Maradona Karpatafjallanna sýndi snilli sína með Rúmeníu á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 14:31 Gheorge Hagi mótmælir við aðstoðardómara í leik með Rúmeníu á EM 1996. Getty/Mark Leech Það eru meira en tveir áratugir síðan Ísland og Rúmenía mættust síðast á fótboltavellinum en á fimmtudaginn mætast þjóðirnar á Laugardalsvelli í umspilsleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Gheorghe Hagi skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum og gaf tvær stoðsendingar að auki þegar Rúmenía lék sér tvisvar að Íslandi í undankeppni HM fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Gheorghe Hagi kom upp á níunda áratugnum eða á sama tíma og stjarna Diego Maradona skein skærast. Hann fékk því gælunafnið Maradona Karpatafjallanna og var án efa í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar hann var upp á sitt besta. A-landslið Íslands og Rúmeníu mættust í fyrst og eina skiptið þegar þjóðirnar drógust saman í undankeppni HM í Frakklandi 1998. Leikirnir fóru fram í október 1996 á Laugardalsvellinum og í september 1997 á Steaua leikvanginum í Búkarest. Báðir leikirnir enduðu með 4-0 sigri Rúmena sem unnu riðilinn á endanum með tíu stigum þar sem 37 mörk gegn aðeins 4. Gheorghe Hagi skoraði meira helming marka sinna í riðlinum á móti Íslandi eða 3 af 5. Í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum þá lagði Gheorghe Hagi upp fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks á 21. mínútu og skoraði síðan annað markið með skalla á 60. mínútu eftir að Birkir kristinsson fór í skógahlaup út úr markinu. Rúmenar bættu síðan við tveimur mörkum á lokakaflanum. Í seinni leiknum út í Rúmeníu ári síðar skoraði Gheorghe Hagi fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins. Skotið var af 25 metra færi en Ólafur Gottskálksson rann til og missti af boltanum. Hagi átti síðan stoðendinguna á Constantin Galca í þriðja markinu og innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok. Á þessum árum var Gheorghe Hagi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi og var búinn að spila yfir hundrað landsleiki. Hann hafði löngu áður slegið í gegn með rúmenska landsliðinu og átt góð ár hjá bæði Real Madrid (1990-92) og Barcelona (1994-96). Hápunktur hans með landsliðinu var á HM í Bandaríkjunum 1994 þegar Rúmenar náðu sínum besta árangri með því að fara alla leið í átta liða úrslitin. Hagi skoraði þrisvar í úrslitakeppninni þar af mjög eftirminnilegt mark með langskoti utan af kanti í sigri á Kólumbíu. Hagi fór alls á fimm stórmót með rúmenska landsliðinu, þrjú heimsmeistaramót (1990, 1994 og 1998) og tvö Evróumót (1996 og 2000), og skoraði sjö mörk í 20 leikjum sínum á þessum fimm stórmótum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á fimmtudaginn en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Það eru meira en tveir áratugir síðan Ísland og Rúmenía mættust síðast á fótboltavellinum en á fimmtudaginn mætast þjóðirnar á Laugardalsvelli í umspilsleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Gheorghe Hagi skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum og gaf tvær stoðsendingar að auki þegar Rúmenía lék sér tvisvar að Íslandi í undankeppni HM fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Gheorghe Hagi kom upp á níunda áratugnum eða á sama tíma og stjarna Diego Maradona skein skærast. Hann fékk því gælunafnið Maradona Karpatafjallanna og var án efa í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar hann var upp á sitt besta. A-landslið Íslands og Rúmeníu mættust í fyrst og eina skiptið þegar þjóðirnar drógust saman í undankeppni HM í Frakklandi 1998. Leikirnir fóru fram í október 1996 á Laugardalsvellinum og í september 1997 á Steaua leikvanginum í Búkarest. Báðir leikirnir enduðu með 4-0 sigri Rúmena sem unnu riðilinn á endanum með tíu stigum þar sem 37 mörk gegn aðeins 4. Gheorghe Hagi skoraði meira helming marka sinna í riðlinum á móti Íslandi eða 3 af 5. Í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum þá lagði Gheorghe Hagi upp fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks á 21. mínútu og skoraði síðan annað markið með skalla á 60. mínútu eftir að Birkir kristinsson fór í skógahlaup út úr markinu. Rúmenar bættu síðan við tveimur mörkum á lokakaflanum. Í seinni leiknum út í Rúmeníu ári síðar skoraði Gheorghe Hagi fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins. Skotið var af 25 metra færi en Ólafur Gottskálksson rann til og missti af boltanum. Hagi átti síðan stoðendinguna á Constantin Galca í þriðja markinu og innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok. Á þessum árum var Gheorghe Hagi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi og var búinn að spila yfir hundrað landsleiki. Hann hafði löngu áður slegið í gegn með rúmenska landsliðinu og átt góð ár hjá bæði Real Madrid (1990-92) og Barcelona (1994-96). Hápunktur hans með landsliðinu var á HM í Bandaríkjunum 1994 þegar Rúmenar náðu sínum besta árangri með því að fara alla leið í átta liða úrslitin. Hagi skoraði þrisvar í úrslitakeppninni þar af mjög eftirminnilegt mark með langskoti utan af kanti í sigri á Kólumbíu. Hagi fór alls á fimm stórmót með rúmenska landsliðinu, þrjú heimsmeistaramót (1990, 1994 og 1998) og tvö Evróumót (1996 og 2000), og skoraði sjö mörk í 20 leikjum sínum á þessum fimm stórmótum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á fimmtudaginn en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn