Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2020 12:06 Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé komin í veldisvöxt og nú verði allir að leggjast á eitt við að hefta útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé kominn í veldisvöxt. Þess vegna sé nauðsynlegt að grípa til hertari sótttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að hertari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði auglýstar von bráðar, jafnvel síðar í dag. Forsætisráðherra reiknar með að fjarlægðartakmarkanir verði hertar sem og að undanþágur frá samkomutakmörkunum verði endurskoðaðar. Þær snúa meðal annars að leikhúsum og íþróttaviðburðum.Stöð 2/Egill „Það sem við sjáum með þessum mikla fjölda smitaðra er að veiran er auðvitað búin að dreifa sér út um allt samfélag og hún er gríðarlega skæð. Smitar víða. Þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni. Ég hef verið í samskiptum við sóttvarnayfirvöld í morgun og veit til þess að þau eru að skoða að leggja til hertar aðgerðir sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Katrín. Góður árangur hafi náðist í fyrri bylgjum faraldursins og hún hafi trú á að það takist nú. Það kalli hins vegar á mjög samstilltar aðgerðir sem allir verði að taka þátt í. Hægt sé að ganga lengra í fjarlægðartakmörkunum sem enn séu einn metri og endurskoða undanþágur frá tuttugu manna samkomutakmörkunum sem sóttvarnayfirvöld séu að skoða. Klippa: Katrín Jakobsdóttir ræðir hertar aðgerðir „Ég held að staðan sé hreinlega þannig þegar við sjáum þessa miklu fjölgun í hópi þeirra sem hafa smitast. Núna eru hátt í átta hundruð manns í smitaðir í einangrun. Þetta er gríðarlegur fjöldi. Við sjáum líka að dreifingin er mjög mikil. Þannig að þá er mjög mikilvægt að grípa fast inn í til að ná stjórn á ástandinu,” segir forsætisráðherra. Hingað til hefur útbreiðsla veirunnar ekki náð veldisvexti í samfélaginu. En forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að nú sé það að gerast. „Það er full ástæða til að óttast það þegar við sjáum svona tölur. Við erum búin að hafa alltaf tvö leiðarljós fyrir framan okkur í þessum faraldri. Annars vegar að forgangsraða lífi og heilsu fólks og hins vegar að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Nú sjáum við aftur á móti álag á heilbrigðiskerfið okkar fara mjög vaxandi vegna þessara miklu veikinda fólks og það skiptir máli að grípa fast inn í,” sagði Katrín Jakobsdóttir skömmu fyrir hádegi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27 Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé kominn í veldisvöxt. Þess vegna sé nauðsynlegt að grípa til hertari sótttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að hertari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði auglýstar von bráðar, jafnvel síðar í dag. Forsætisráðherra reiknar með að fjarlægðartakmarkanir verði hertar sem og að undanþágur frá samkomutakmörkunum verði endurskoðaðar. Þær snúa meðal annars að leikhúsum og íþróttaviðburðum.Stöð 2/Egill „Það sem við sjáum með þessum mikla fjölda smitaðra er að veiran er auðvitað búin að dreifa sér út um allt samfélag og hún er gríðarlega skæð. Smitar víða. Þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni. Ég hef verið í samskiptum við sóttvarnayfirvöld í morgun og veit til þess að þau eru að skoða að leggja til hertar aðgerðir sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Katrín. Góður árangur hafi náðist í fyrri bylgjum faraldursins og hún hafi trú á að það takist nú. Það kalli hins vegar á mjög samstilltar aðgerðir sem allir verði að taka þátt í. Hægt sé að ganga lengra í fjarlægðartakmörkunum sem enn séu einn metri og endurskoða undanþágur frá tuttugu manna samkomutakmörkunum sem sóttvarnayfirvöld séu að skoða. Klippa: Katrín Jakobsdóttir ræðir hertar aðgerðir „Ég held að staðan sé hreinlega þannig þegar við sjáum þessa miklu fjölgun í hópi þeirra sem hafa smitast. Núna eru hátt í átta hundruð manns í smitaðir í einangrun. Þetta er gríðarlegur fjöldi. Við sjáum líka að dreifingin er mjög mikil. Þannig að þá er mjög mikilvægt að grípa fast inn í til að ná stjórn á ástandinu,” segir forsætisráðherra. Hingað til hefur útbreiðsla veirunnar ekki náð veldisvexti í samfélaginu. En forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að nú sé það að gerast. „Það er full ástæða til að óttast það þegar við sjáum svona tölur. Við erum búin að hafa alltaf tvö leiðarljós fyrir framan okkur í þessum faraldri. Annars vegar að forgangsraða lífi og heilsu fólks og hins vegar að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Nú sjáum við aftur á móti álag á heilbrigðiskerfið okkar fara mjög vaxandi vegna þessara miklu veikinda fólks og það skiptir máli að grípa fast inn í,” sagði Katrín Jakobsdóttir skömmu fyrir hádegi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27 Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27
Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23
Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“