Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2020 13:50 Breiðablik fær Evrópusæti en KR missir af möguleikanum á að komast upp í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni, eða vinna Mjólkurbikarinn, ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni. VÍSIR/BÁRA Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. Íþróttafélög hafa verið hvött til að gera hlé á æfingum og keppni vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn KSÍ bíður eftir frekari tilmælum og hefur ekki frestað leikjum enn sem komið er. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna kl. 15 í dag sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Samkvæmt sérstökum Covid-reglum KSÍ verður ekki hægt að spila á Íslandsmótinu 2020 lengur en til 1. desember. Niðurstaðan þá mun gilda, þar sem 2/3 af leikjum hafa verið spilaðir í öllum deildum. Sá áfangi náðist fyrir tveimur vikum. Horft verður til meðalfjölda stiga í leik til að ákveða hvar hvaða lið endar, verði ekki öllum leikjum lokið. Ónákvæmt orðalag í tilviki Leiknis og Fram Lokastaðan verður því sem næst sú sama í Pepsi Max-deild karla og hún er núna, ef ekki verður spilað meira. Valur verður meistari og FH í 2. sæti, en Stjarnan færist upp fyrir Breiðablik í 3. sæti. Blikar yrðu samt sem áður fjórða liðið til að fá Evrópusæti, þar sem bikarmeistarar verða ekki krýndir nema að það takist að klára undanúrslit og úrslitaleikinn. Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33 Ekki þarf meistaragráðu í stærðfræði til að sjá að Grótta og Fjölnir falla. Í þeirra stað kæmu Keflavík og væntanlega Leiknir R. úr Lengjudeildinni. Leiknismenn eru reyndar jafnir Fram að stigum, þegar tvær umferðir eru eftir í Lengjudeildinni, en með betri markatölu. Reglugerð KSÍ er ónákvæm hvað þetta varðar en þar er aðeins talað um að meðalfjöldi stiga ráði lokastöðu, en ekkert minnst á markatölu. Að sama skapi eru Þróttur R., Magni og Leiknir F. jöfn að stigum neðst í Lengjudeild karla, en Þróttur með bestu markatöluna og ætti því að halda sér uppi. Einu marki munar á Þrótti og Magna. FH og KR niður í Lengjudeild Breiðablik er tveimur stigum fyrir ofan Val og með leik til góða í Pepsi Max-deild kvenna, og því öruggur Íslandsmeistari ef ekki verður meira spilað. Valur er öruggur um 2. sæti en Fylkir færi upp fyrir Selfoss í bronssætið ef ekki verður meira spilað. Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71 FH og KR falla, ef ekki verður meira spilað í Pepsi Max-deildinni, en liðin eru neðst þegar tvær umferðir eru eftir. KR á reyndar tvo leiki til góða, eftir að hafa þrisvar farið í sóttkví í sumar, en er aðeins með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Tindastóll og Keflavík hafa tryggt sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni. Fjölnir og Völsungur eru fallin úr Lengjudeild kvenna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Tengdar fréttir Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. Íþróttafélög hafa verið hvött til að gera hlé á æfingum og keppni vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn KSÍ bíður eftir frekari tilmælum og hefur ekki frestað leikjum enn sem komið er. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna kl. 15 í dag sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Samkvæmt sérstökum Covid-reglum KSÍ verður ekki hægt að spila á Íslandsmótinu 2020 lengur en til 1. desember. Niðurstaðan þá mun gilda, þar sem 2/3 af leikjum hafa verið spilaðir í öllum deildum. Sá áfangi náðist fyrir tveimur vikum. Horft verður til meðalfjölda stiga í leik til að ákveða hvar hvaða lið endar, verði ekki öllum leikjum lokið. Ónákvæmt orðalag í tilviki Leiknis og Fram Lokastaðan verður því sem næst sú sama í Pepsi Max-deild karla og hún er núna, ef ekki verður spilað meira. Valur verður meistari og FH í 2. sæti, en Stjarnan færist upp fyrir Breiðablik í 3. sæti. Blikar yrðu samt sem áður fjórða liðið til að fá Evrópusæti, þar sem bikarmeistarar verða ekki krýndir nema að það takist að klára undanúrslit og úrslitaleikinn. Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33 Ekki þarf meistaragráðu í stærðfræði til að sjá að Grótta og Fjölnir falla. Í þeirra stað kæmu Keflavík og væntanlega Leiknir R. úr Lengjudeildinni. Leiknismenn eru reyndar jafnir Fram að stigum, þegar tvær umferðir eru eftir í Lengjudeildinni, en með betri markatölu. Reglugerð KSÍ er ónákvæm hvað þetta varðar en þar er aðeins talað um að meðalfjöldi stiga ráði lokastöðu, en ekkert minnst á markatölu. Að sama skapi eru Þróttur R., Magni og Leiknir F. jöfn að stigum neðst í Lengjudeild karla, en Þróttur með bestu markatöluna og ætti því að halda sér uppi. Einu marki munar á Þrótti og Magna. FH og KR niður í Lengjudeild Breiðablik er tveimur stigum fyrir ofan Val og með leik til góða í Pepsi Max-deild kvenna, og því öruggur Íslandsmeistari ef ekki verður meira spilað. Valur er öruggur um 2. sæti en Fylkir færi upp fyrir Selfoss í bronssætið ef ekki verður meira spilað. Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71 FH og KR falla, ef ekki verður meira spilað í Pepsi Max-deildinni, en liðin eru neðst þegar tvær umferðir eru eftir. KR á reyndar tvo leiki til góða, eftir að hafa þrisvar farið í sóttkví í sumar, en er aðeins með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Tindastóll og Keflavík hafa tryggt sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni. Fjölnir og Völsungur eru fallin úr Lengjudeild kvenna.
Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33
Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Tengdar fréttir Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57
Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30